"Morgunútvarpið vaknaði með ykkur í morgun klukkan 7 og við heyrðum m.a. í Önnu Claessen sem er í Vín í Austurríki að læra fjölmiðlafræði, alltaf gaman að fylgjast með löndunum okkar sem eru að gera spennandi hluti úti í hinum stóra heimi."
(tekið af KISS FM,www.kissfm.is, Morgunútvarp í umsjá Lindu)
Já viti menn, mín barasta orðin útvarpsstjarna, hehe, ekki beint. Linda, umsjákona Kiss FM morgunútvarpsins fann prófílinn minn á minnsirkus.is og sá þar að ég væri að læra fjölmiðlafræði í Vín og fannst það áhugavert og vildi spjalla við mig.
Spjallið var á léttu nótunum, hún spurði mig um námið, hvort við hefðum útvarpsstöð, veðrið í Vín og hvort ég ætlaði að koma heim um jólin. Ég var hissa að hún sagði ekkert þegar ég minntist á það að kærasti minn væri frá Kosovo. Kannski ekki efni í þáttinn. Best var þó að hún gat borið nafn mitt rétt fram, ekki margir sem geta það. í lokin sagði ég eftifarandi sem ég vil einnig koma til skila hér.
"Ég bið innilega að heilsa vinum mínum og fjölskyldu og ég hlakka til að sjá ykkur um jólin"
Heldurðu að ég hafi ekki misst af þessu í morgun. Ferlega spældur. Sá einmitt textann á vefnum hjá KissFM. Frábært hjá þér að koma þér á framfæri. Þetta er svo sannarlega spennandi sem þú ert að fást við. Bestu kveðjur frá fjölskyldunni í Glasgow.
ReplyDeleteBestu kveðjur frá
Pabbanum
HÆHÆ! Til hamingju með viðtalið!! Þetta er bara byrjunin. Go on girl!!
ReplyDeleteFrábært hjá þér.
ReplyDelete