Ég er í fimm kúrsum, Webcast Production, Newspaper Production, Interpersonal Communication, Photo og Drawing.
Ég er mjög ánægð með kúrsana, sérstaklega Interpersonal Communication. Ég er með Lenku vinkonu minni í kúrsnum, áhugavert efni og við gerum ýmisleg verkefni í staðinn fyrir að sitja í tímanum og skrifa niður glósur. Í drawing erum við að teikna alvöru líkama, ó já... það er manneskja nakin fyrir framan okkur. Nett óþægilegt í fyrstu en svo sjáum við manneskjuna líkt og hlut og við teiknum án þess að roðna. Er svo að kenna dans í Casomai, latin og jazzballet. Vonast þó til að sjá fleiri mæta í tímana mína.
Þrjár greinar eftir mig koma í næsta Vienna Review, um Casomai, dansstudioið þar sem ég vinn, þjónustuna í Austurríki og um Panel umræðu í skólanum um EU og Kosovo.
Fékk símtal frá Press TV, www.presstv.com, um að vera "foreign correspondent" í Vín. Ég þurfti að gera test, svo ég fór á Heldenplatz og ræddi í míkrafón um mótmæli í Austurríki vegna aðild þeirra í EU. Því þetta var írönsk stöð þurfti ég að vera með sjal. Gekk ágætlega. Svo seinna um daginn gerði ég "voiceover" og við sendum þetta svo til höfuðstöðvanna í Íran. Ég fæ að vita eftir helgina hvort ég fæ starfið.

Ég fékk tilnefningu til Webbies (óskarsverðlaun Webster) fyrir greinina mína um Madonnu "Provoking Preace." Verðlaunin verða veitt í næstu viku. Besta vinkona mín, Alexandra, fer þangað fyrir hönd Webster Vienna, en hún var líka tilnefnd.
Spennandi hlutir framundan.....