Hrein íbúð, blóm á borðinu frá ástinni minni... það var yndislegt að vera komin aftur til Vínar. En svo kom næsti dagur og daglega lífið byrjaði aftur.
Ég er í fimm kúrsum, Webcast Production, Newspaper Production, Interpersonal Communication, Photo og Drawing.
Ég er mjög ánægð með kúrsana, sérstaklega Interpersonal Communication. Ég er með Lenku vinkonu minni í kúrsnum, áhugavert efni og við gerum ýmisleg verkefni í staðinn fyrir að sitja í tímanum og skrifa niður glósur. Í drawing erum við að teikna alvöru líkama, ó já... það er manneskja nakin fyrir framan okkur. Nett óþægilegt í fyrstu en svo sjáum við manneskjuna líkt og hlut og við teiknum án þess að roðna. Er svo að kenna dans í Casomai, latin og jazzballet. Vonast þó til að sjá fleiri mæta í tímana mína.
Þrjár greinar eftir mig koma í næsta Vienna Review, um Casomai, dansstudioið þar sem ég vinn, þjónustuna í Austurríki og um Panel umræðu í skólanum um EU og Kosovo.
Fékk símtal frá Press TV, www.presstv.com, um að vera "foreign correspondent" í Vín. Ég þurfti að gera test, svo ég fór á Heldenplatz og ræddi í míkrafón um mótmæli í Austurríki vegna aðild þeirra í EU. Því þetta var írönsk stöð þurfti ég að vera með sjal. Gekk ágætlega. Svo seinna um daginn gerði ég "voiceover" og við sendum þetta svo til höfuðstöðvanna í Íran. Ég fæ að vita eftir helgina hvort ég fæ starfið.
Ég fékk tilnefningu til Webbies (óskarsverðlaun Webster) fyrir greinina mína um Madonnu "Provoking Preace." Verðlaunin verða veitt í næstu viku. Besta vinkona mín, Alexandra, fer þangað fyrir hönd Webster Vienna, en hún var líka tilnefnd.
Spennandi hlutir framundan.....
Sunday, March 30, 2008
Wednesday, March 19, 2008
Girls just want to have fun
Þökk sé nemendafélaginu þá hélt Webster í fyrsta sinn upp á útskriftarferð og var e´g ekki lengi að skrá mig og vinkonur mínar. Dvalarstaður: Kanarí.
Um 20 manns frá Webster flugu með Lauda til Las Palmas á Kanarí. Þaðan tókum við svo rútu í 45 min til Playa del Ingles þar sem hotelið okkar Eugenia Victoria var. Okkur brá þegar við komum á staðinn, einungis gamalt folk. Við fengum okkur að borða…já var eins og á elliheimili. Það eina sem var gott var fiskur og grænmeti, svo ég neyddist til að borða heilbrigt ;) Alls ekki slæmt.
Webster hópurinn var rosa skemmtilegur og við héldum hópinn, sérstaklega fyrsta kvöldið þar sem við náðum að kynnast hvort öðru. Mjög alþjóðlegur hópur, frá Saudi Arabíu, Makedóníu, Georgíu, Kazakhstan, Rúmeníu, Austurríki og svo ég frá Íslandi.Eins í öllum útskriftarferðum komu upp alls kyns skondin atvik, einn gaur ældi á skemmtistað, þrjú pör mynduðust í ferðinni, ég slasaði tánna mina í fótbolta, trúnó, klikkaðar útlenskar stelpur og spánverji sem reyndi að skemmta okkur með kynlífsstunum.
Eg gat ekki annað en farið í karaoke, svo ég tók “Bohemian Rhapsody” og svo bað Natia mig að syngja “Uptown girl” með henni. Fékk mikið lof fyrir sönginn minn. Svaka stuð.
Herbergisfélagar mínir voru engar aðrar en Ligia og Alexandra, bestu vinkonur mínar í Vín. Ég hefði getað verið hvar sem er í heiminum. Mesta stuðið var með þeim í herberginu þegar við settum okkar uppáhalds tónlist á og dönsuðum um íbúðina og skiptumst á fötum og makeup. Algjör stelpuferð.
Um 20 manns frá Webster flugu með Lauda til Las Palmas á Kanarí. Þaðan tókum við svo rútu í 45 min til Playa del Ingles þar sem hotelið okkar Eugenia Victoria var. Okkur brá þegar við komum á staðinn, einungis gamalt folk. Við fengum okkur að borða…já var eins og á elliheimili. Það eina sem var gott var fiskur og grænmeti, svo ég neyddist til að borða heilbrigt ;) Alls ekki slæmt.
Webster hópurinn var rosa skemmtilegur og við héldum hópinn, sérstaklega fyrsta kvöldið þar sem við náðum að kynnast hvort öðru. Mjög alþjóðlegur hópur, frá Saudi Arabíu, Makedóníu, Georgíu, Kazakhstan, Rúmeníu, Austurríki og svo ég frá Íslandi.Eins í öllum útskriftarferðum komu upp alls kyns skondin atvik, einn gaur ældi á skemmtistað, þrjú pör mynduðust í ferðinni, ég slasaði tánna mina í fótbolta, trúnó, klikkaðar útlenskar stelpur og spánverji sem reyndi að skemmta okkur með kynlífsstunum.
Eg gat ekki annað en farið í karaoke, svo ég tók “Bohemian Rhapsody” og svo bað Natia mig að syngja “Uptown girl” með henni. Fékk mikið lof fyrir sönginn minn. Svaka stuð.
Herbergisfélagar mínir voru engar aðrar en Ligia og Alexandra, bestu vinkonur mínar í Vín. Ég hefði getað verið hvar sem er í heiminum. Mesta stuðið var með þeim í herberginu þegar við settum okkar uppáhalds tónlist á og dönsuðum um íbúðina og skiptumst á fötum og makeup. Algjör stelpuferð.
Tuesday, March 04, 2008
Frodleiksmoli dagsins
Vissud tid ad afmaelissongurinn "happy birthday" er vinsaelasta lag i heimi og er enn med hofundarrett?
Laglinan var fundin upp af Patty Hill and Mildred J. Hill arid 1893 tegar taer voru kennarar i Louisville, Kentucky. Ta het lagid "Good morning to all." Lagid eins og vid tekkjum tad i dag var skrad arid 1935 af Summy Company. Warner Chappell keypti svo hofundarretinn arid 1990 fyrir 15 million dollara. Svo passid ykkur a ad taka ekki upp afmaelissonginn og setja a netid :P Tid gaetud fengid sekt...
Laglinan var fundin upp af Patty Hill and Mildred J. Hill arid 1893 tegar taer voru kennarar i Louisville, Kentucky. Ta het lagid "Good morning to all." Lagid eins og vid tekkjum tad i dag var skrad arid 1935 af Summy Company. Warner Chappell keypti svo hofundarretinn arid 1990 fyrir 15 million dollara. Svo passid ykkur a ad taka ekki upp afmaelissonginn og setja a netid :P Tid gaetud fengid sekt...
Subscribe to:
Posts (Atom)