Tuesday, August 29, 2006

Mynd Aruba ferðarinnar

Þar sem við fjölskyldan eigum það til að gera klikkaða hluti ákváðum við að gera eitthvað brjálæðislega flott fyrir jólamyndina, að fara á fjórhjól. Ég var skíthrædd í fyrstu því við þurftum að skrifa undir eitthvað skjal að ef við myndum deyja væri það ekki á þeirra ábyrgð (líklega svo við myndum ekki lögsækja þá) en um leið og ég fór á hjólið og tók einn hring fílaði ég það í tætlur og einnig gerði restin af fjölskyldunni. Stefán var að leika sér svo mikið að greyið Ásdís sem lenti fyrir aftan hann var skítugri en við öll til samans. Svaka skemmtileg upplifun. Mæli með þessu.

Aruba var algjör fjölskylduskemmtun, við fjölskyldan gerðum mest allt saman, hvort sem það var að fara í karaoki( allir sungu nema mamma), keilu og pizza Hut, verzlunarferð, kúbushow (sem var alger hörmung að allra mati nema Ásdísar), tennis (allir nema mamma), út að borða og á hverju þriðjudagskvöldi fengum við okkur taco bell og horfðum á Rock Star Supernova live.
Ég og Ásdís flippuðum og fórum í vatnaleikfimi. Þar var leikur að sá sem var fyrstur að hlaupa yfir laugina vann bingóspjald og vann ég. Ég vildi ekki spila ein svo Ásdís spilaði með mér. Það voru 4 sem unnu og við báðar unnum. Ásdís vann 2 drykki á barnum og armband og ég vann 45 dollara og 8 drykki á barnum (stærsta vinninginn).

Ótrúlega sæt mynd af mömmu og pabba, varð að hafa hana með

Svo erum við systkinin skrambi flott í köfunargræjum. Eftir fjórhjólaferðina tókum við ferju út á eyju þar sem var vatnagarður og hægt að snorkla í sjónum og fórum við systkinin og sáum svaka stóra fiska. Stefán sá meira að segja einn á stærð við magann sinn og brá svakalega.

Ótrúlega fyndið, alltaf þegar við fórum í eitthvað vatnasport, Ásdís og Stebbi í Jet Ski og ég og Ásdís létum draga okkur á hringjum þá sögðu gaurarnir sem stjórnuðu "Don´t feed the sharks", einhver einkabrandari þar sem það voru ekki hákarlar á þessu svæði. Ótrúlegast fannst mér þó að fara í parasailing, þar sem við systkinin vorum dregin eitt í einu í fallhlíf á meðan restin af fjölskyldunni var í bátnum sem dróg fallhlífina. Ég fór fyrst í vatnið og svo háloftin. Svaka útsýni.

Aruba var æðisleg. Án efa skemmtilegasta fríið til þessa, sérstaklega því Ásdís fékk að vera með og við erum öll systkinin komin á fullorðinsaldur svo við gátum gert meiri hluti saman.
Posted by Picasa

Monday, August 28, 2006

Mynd Amsterdamferðarinnar

Á fyrsta kvöldinu endaði ég með Ásdísi á bar við hliðina á hótelinu í svaka löngu spjalli. Þar sem hvorug ég né Ásdís höfðum talað við vini okkar undanfarið (flest farin í sumarfrí) og ekki við hvor aðra misstum við okkur í stelpuspjall dauðans. Í lok kvöldsins var okkur litið til hliðar og sáum stráka með hollandshatta með appelsínugulum fléttum að spila billiard. Okkur fannst þetta frekar skondið svo Ásdís vildi eiga mynd af þessu en þorði ekki að spurja, svo auðvitað fór ég yfir til þeirra og bað um eina mynd. Þeir vildu hafa Ásdísi með og myndin=priceless.
Það er eins og Ásdís hafi gert e-h af sér... svaka svipur á henni.

Amsterdam var sérstök, hún var blanda af bretlandi og köben fannst mér. Ekki einungis fólkið var skakkt þar heldur húsin líka (ótrúlega serstök hús). Svo þurfti maður að passa sig að fara á rétt coffeshop, ekki nema þú vildir fá þér hassköku og maríjúana. Við fjölskyldan komum öll frá sitthvoru landinu og hittumst í amsterdam. Mamma og pabbi frá London (Bretlandi), ég frá Vín (Austurríki), Ásdís frá Århus (Danmörku) og Stefán frá Berlín (Þýskalandi þar sem hann var að keppa í keilu). Mamma og pabbi sóttu mig og Ásdísi á flugvellinn en stefán kom ekki fyrr en næsta dag. Við tókum lest og löbbuðum svo upp á hótel Golden Tulip, rosa fínt hótel. Um kvöldið löbbuðum við svo um bæinn og fórum á Hard Rock og fengum okkur að borða. Voða huggulegt.

Næsta dag á meðan pabbi var að sækja stefán á flugvöllinn notuðum við tækifærið stelpurnar og versluðum. Misstum okkur í SPS (rosa flottar vörur í þessari búð) og keyptum við okkur allar eins jakka og buxur, geðveikar gellur. Áður en pabbi hafði farið og mamma var að hlaupa höfðum við farið í Fame, tónlistar og dvd búð og misstum okkur í dvdinu (eða ég mest). Svo kom Stefán og við fórum og sungum afmælissönginn fyrir hann. Svo löbbuðum við um bæinn og fórum í bátsferð um síkin, rosalega áhugavert að sjá borgina þannig. Næst var haldið á ítalskan veitingastað sem tók smá ´tima að finna. Við enduðum svo 18 ára afmælisdag bróður míns í rauða hverfinu, þar sem vændiskonur eru hafðar í gluggum. Rosalega brá me´r að sjá þetta. Hafði aðeins séð svona lagað í sjónvarpinu og minnti þetta á Roxanne með the Police. Ásdís reyndi að taka mynd af þessu en var hótað af einum verðinum (eða á maður að segja PIMP).

Næsta dag áður en við héldum til Aruba var farið á Maddam Toussoud safnið. Rosa gaman að fara og tók fjölskyldan svo margar myndir að engin mun gleyma þeirri ferð. Ég var þó skíthrædd í nýja Pirates of the Caribbean þar sem þú ferð um þröngan gang í miklu myrkri með ógnvægilegum hljóðum og bíður eftir að öskra þegar einhver manneskja kemur við þig. Ímyndaðu þér, við ýttum Stefáni fremst, svo var ég haldandi fyrir eyrun og Ásdís öskrandi. Annars varð ég fyrir vonbrigðum hvað sumar eftirlíkingarnar voru lélegar. Svo var leiðinni haldið upp á flugvöll þar sem við tókum 9 1/2 tíma flug til Aruba. Fun fun fun!!
Posted by Picasa