Wednesday, April 25, 2007

Þvílík helgi

Í tilefni þess að ég var búin að vera skólaalki undanfarið að þá tók ég mér tíma til að hitta vini mina þessa og hanga með Lumi þessa helgina.

Á föstudagskvöldi hitti ég Alexöndru og spönsku Rósu og við fengum okkur drykk á Naschmarkt. Svo kom Dóra skvísa, sem var nýbuin að syngja í óperusýningu og settist niður með okkur í svaka stelpuspjall. Eftir spjallið fór ég til Alexöndru og við horfðum á Grey´s Anatomy þar til við báðar sofnuðum.


Á laugardagskvöldi fór ég í afmæli hjá Agnieszku (sem er með mér í nemendafélaginu). Hún hélt það á Charlie Ps og þvílík skemmtun. Hún bauð upp á drykk og svo kom með Sacher tertu, sem ég persónulega hafði aldrei tímt að kaupa en VÁ hvað hún er góð, jamm, jamm. Ég skemmti mér vel með flestum úr nemendafélaginu, svo fóru flestir en ég bauð Huldu að koma í partýið og hún kom og við forum svo á modern kokkteilbar og svo á Chelsea, klúbb sem spilar rokk tónlist mest. Svo forum við heim.




Á sunnudaginn kom Lumi mér á óvart með að koma á vespu. Hann bauð mér svo á bak og ég gat ekki neitað svona freistandi boði. Við keyrðum fyrst í Donauplex og fengum okkur að borða og svo keyrðum um Vínarborg til að komast til frænda hans (aka fjölskyldu hans hér í Vín). Ég hafði ekki heimsótt þau í ár svo þau voru dálítið sár út í mig, héldu að mér líkaði ekki við þau en svo sættumst við og allt var í lagi. Við keyrðum svo aftur heim til Tokiostrasse og horfðum á video um kvöldið, Crank, My Super Ex Girlfriend og Casino Royale. Mér hafði verið líkt við gelluna í Bond myndinni. Ég skil það ekki, mér finnst ég ekkert lík henni.



Svekkjandi, þegar ég hélt að mesta stressið í skolanum væri búið þá tekur við ný vika og meira stress. Gaman að vera í skóla, huh? :P

Wednesday, April 18, 2007

Verkefni skólans

Webster University Vienna Webcast - Audioprogram 01









Webster University Vienna Webcast - Videoprogram 01







Video Webcast/Podcast produced for Webster University Vienna



Ég er kynnir í videoinu
Ég syng (texta sem ég skrifaði) og tek viðtal í audio.

ATH. söngurinn minn er ekki í takti og efri röddin allt of há, við vorum með deadline svo gátum ekki breytt því en munum gera það næst.

PLÍS, KOMMENTIÐ, ég vil heyra hvað ykkur finnst um þetta!!!!!!!!!!

Saturday, April 14, 2007

Vor, unaðslegt vor

Æðislegt veður hér í vín, og gerist það þegar mest er að gera í skólanum hjá mér.

Ég er í fimm kúrsum, tveim áframhaldandi kúrsu (Media Research og Managment Theory and Practise) og svo þrem 8 vikna kúrsum (Webcasting production, Media Ethics og Newspaper Production). Var í gær frá tólf um hádegið til tíu um kvöldið og í dag frá ellefu til sex að vinna að video og audio verkefni fyrir webcasting production. Þetta verkefni mun svo fara á netið á http://www.webster.ac.at/webcast . Ég tala, syng og er kynnir í þessu verkefni bekkjarins. Rosa stuð.

Apríleintak Vienna Review kom út og var ég með fjórar greinar að þessu sinni. Um þorrablótið í Vín, live karaoke, experimental theatre og um fjölmiðla almennt (hvað eru fréttir?).

Ég dýrka vorið, heitt úti (smá gola og maður svitnar ekki) og ekki eins mikið af skordýrum. Svekkjandi að geta ekki notið þess. Svona er að vera í skóla :P

BTW. kem á klakann 16.júní og verð til 25.ágúst. Hlakka til að sjá ykkur :)

Tuesday, April 10, 2007

Monday, April 09, 2007

10 ÁR

Sunnudaginn 26. janúar, 1997 - Innlendar fréttir

Skátaskáli eyðilagðist í eldsvoða

"SKÁTASKÁLINN Vífilsbúð í Heiðmörk, sem er í eigu skátafélagsins Vífils í Garðabæ, gjöreyðilagðist í eldsvoða í fyrrakvöld eftir að eldur kviknaði út frá gaskút. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði varð skálinn, sem er skammt austan við golfvöll Oddfellowa í Urriðavatnsdölum, strax alelda eftir að eldurinn varð laus, en hópur skáta sem ætlaði að dvelja í skálanum um helgina ásamt foringja sínum slapp án nokkurra meiðsla. Tilkynning um eldsvoðann barst lögreglunni í Hafnarfiðri kl. 22.25 í fyrrakvöld og þegar slökkviliðið úr Hafnarfirði kom á vettvang varð ekki við neitt ráðið, en slökkvistarf stóð yfir fram yfir miðnætti."

Frétt fengin lánuð af mbl.is

Skrýtið, ég hélt ég hefði verið 9 ára þegar þetta gerðist!!! En þetta gerðist 97, skv. morgunblaðinu.

Ég var ein af stelpunum, enn skíthrædd við eld og sérstaklega gaskúta. Hætti í skátunum eftir þetta atvik því ég vildi ekki vera lengur í skátunum þar sem ég var hrædd, alltaf heyrandi draugasögur og svona.

ég var að hlusta á músík þegar þetta gerðist og man að við vorum nýkomin úr snjógöllunum og þurftum svo að hlaupa í fötunum út í háan snjóinn. Svo báðu þau okkur að halda fyrir eyrun og PÚFF! skálinn stóð í björtum loga.

Ekki rétt sem sagt er í fréttinni að enginn slasaðist. Foringinn okkar var með gifs því hann brenndi sig þegar hann ætlaði að nota slökkvitæki inn í búsaðinum, ekki sniðugt þar sem það hafði verið inni og var sjóðheitt.

Ég man eftir hvað hinn foringinn sagði í bílnum, við vorum að væla yfir dótinu okkar og hún öskraði "Þið hefðuð getað dáið", þá kom það, óttinn.

Við fengum áfallahjálp, við áttum að syngja "Brennum eld" og hlæja að því, NO KIDDING. ég var svo reið!

Upplifun sem maður aldrei gleymir.

Saturday, April 07, 2007

Kveðjustund

Í tilefni þess að Ósk og Alexandra voru að fara heim til Íslands notaði ég tækifærið og hitti þær eins mikið og ég gat síðustu dagana.

Á föstudagskvöldi hittumst við í strassenbahn á leiðinni til T.G.I Friday´s. Við biðum eftir Malin, sænskri stelpu sem kom með austurríska kærasta sinn. Við fengum okkur svo öll kokkteila og e-h gott að borða. Við reyndum að spjalla við kærasta Malin en lítið gekk svo við enduðum með að hafa stelpuspjall , á meðan gaurnum leiddist nett mikið. Seinna um kvöldið fóru þau og ég, Ósk og Alexandra löbbuðum yfir á Salmbrau og biðum eftir að vinur þeirra Colin væri búin á vakt. Svo enduðum við á Charlie Ps þar sem við fengum okkur bjór og forum svo heim.

Á mánudaginn var svo kveðjustund og var það framleitt með pönnukökum. Við horfðum svo á “The Truth about Cats and dogs” og reyndum að horfa á “French Kiss” eða þar til talvan hennar Ósk fór að hökta og Alexandra sofnaði. Svo töluðu ég og Ósk í þó nokkuð langan tíma þar til ég ákvað að það væri tími fyrir mig að fara. Ég kvaddi stelpurnar og fór svo heim. Ég á eftir að sakna þeirra rosalega mikið. Þetta var æðisleg stelpuhelgi.

Thursday, April 05, 2007

3.sæti í live karaoke

Á laugardaginn síðasta keppti ég í live karaoke á barnum Ratpack. Ég tók login “Que Sera, Sera” og “The Winner Takes It All” og gekk það prýðilega. Eftir hvert lag fengum við keppendurnir athugasemd frá dómurunum og ég fékk að ég hefði rosalega fallega rödd og vissi hvernig átti að nota hana og svo að karakterinn minn skini í gegn, að ég væri ekta skemmtikraftur og frábær söngkona. Alltaf gaman að heyra góða hluti.

Við fengum svo stig frá dómurum 1-10 og svo frá áhorfendum í hvaða sæti við vorum 1-7. Ég lenti í þriðja sæti. Í fyrsta sæti var jazzsöngkona og í öðru sæti var 16 ára stelpa sem náði að syngja Whitney Houston lag með svaka krafti og mjög vel. Í verðlaun fékk ég 30 evrur, 50 evrur stúdíótíma og 30 evrur á barnum. Voða gaman að taka þátt og fá feedback :)