Thursday, December 27, 2007

Jolalög ala Anna C



Webcast videoin okkar voru um jólin og því var ég fengin til að syngja jólalög ásamt Philip Conrad og Anthony Löwstedt. Ég var "the singing icecycle" og við vorum nýbúin að vinna the golden polar bear award í þættinum fyrir "the coolest album."

Sunday, December 23, 2007

Gleðileg jol

Kæru vinir, fjölskylda og lesendur

Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Megið þið vera í faðmi ástvina í kringum þennan kærleikstíma og megi allar óskir ykkar rætast. Ég óska ykkur alls hins besta.

Kveðja frá Dubai
Anna C

Saturday, December 15, 2007

Svona eru jolin....



14.des-20.des= Maldives
20-26.des= Dubai

26.DESEMBER KEM ÉG Á KLAKANN... sami sími 003548957357,
-endilega hringið fyrr en seinna svo ég geti hitt alla.
-langar svo að halda afmælisveislu e-h tímann.

BTW. ég á afmæli þann 20.desember, verð 22 ára gömul, þætti vænt um að heyra frá ykkur í tilefni dagsins, þótt það sé ekki nema komment hér á blogginu, e-mail eða sms.

Saturday, December 01, 2007

Skólapartýgreinarsöngur

Skóli…. er e-h annað að gera þegar maður er í háskóla. Endalaus lærdómur. Næ varla að sjá Lumi, við þurfum að taka frá helgarnar til að hafa tíma fyrir okkur. Svo hitti ég vinkonurnar í hádegismat í skólanum. Hlakka til að vera búin í maí

Fór út í tilefni afmæli Helmuts, kærasta Önnu vinkonu minnar. Það var haldið á Manolos, gaman að hitta vini mina og aðra kunningja. Komst að því að ein skólasystir mín verður í Dubai á sama tima og ég og við ætlum að reyna að hittast. Eftir afmælisboðið hitti ég Ligiu, Andreu, Patriciu og Agnieszku á barnum 1516 í smá spjall.



Var að þjóna í opnunarpartýi lögfræðistofu fyrir tvær austurískar konur (kunningjar Alexöndru). Það var ekki auðvelt, starfið var minnsta mál en framkoma kvennana var hörmuleg. Í fyrsta lagi móðguðu þær okkur fyrir að kunna ekki að opna kampavín... sem ég gerði síðan með pompi og prakt, bæði rauðvín og kampavín. Síðan sögðu þær okkur að fara úr skónum, svo þar vorum við, á nælonsokkum að framreiða drykki og mat. Við héldum að við fengjum ekkert fyrir þetta svo vorum sjokkeraðar á hvernig var komið fram við okkur en fengum að lokum 50 evrur fyrir kvöldið. Eitthvað fyrir niðurlæginguna...super!

Ég hitti Julian og vann með honum að nýju lagi “I feel it at night” sem ég samdi og song og hann spilaði á piano. Það er á bæði facebook og myspace síðunni minni. Endilega látið mig vita hvað ykkur finnst um það….

www.myspace.com/annaclaessen
http://ilike.com/artist/Anna+Claessen

Vienna Review inniheldur tvær greinar eftir mig, eina um jólin mín á íslandi og svo aðra um London ferðina mina.

Var að fá vinnu sem byrjar í janúar… sem danskennari í nyjum dansskóla í Schottentor. Verð líklega að kenna jazzballet. Hlakka mikið til að dansa aftur.

Thursday, November 22, 2007

LONDON BABY

Vaknaði eldsnemma og beið eftir leigubílnum til að taka mig á flugvöllinn. Leigubíllinn kemur en þá er önnur manneskja í honum…. einhver gaur. Leigubílstjórinn hafði þá pikkað hann upp á leiðinni. Mér var nett sama en leit illa út fyrir Lumi sem leit út um gluggann til að kveðja mig. Skapaði smá vesen.. Komst á flugvöllinn þar sem gaurinn í bílnum bauð mér í kaffi, ég neitaði, fannst þetta allt óþægilegt. Las Soccer War á flugvöllinum og flugvélinni. Hálftíma bið og hélt svo leið minni til London.

Pabbi tók á móti mér á flugvellinum og svo fórum við á hótelið þar sem við hittum Ásdísi. Um kvöldið fórum við svo á Spamalot, sem er blanda af Monty Python myndunum The Holy Grail og Life of Brian. Ótrúlega fyndin og flott sýning. Mamma og Stefáni komu svo á hótelið nema Stefán kom á hækjum. Hann leit út eins og Dr. House.

Næsta dag fórum við að versla, þó mest í HMV, þar sem ég verslaði yfir mig af DVD. Um kvöldið fór Stebbi og mamma í bíó á American Gangsta meðan ég, Ásdís og pabbi fórum á leikritið Desperately Seeking Susan (með tónlist Blondie). Léleg gæði, var meira eins og framhaldssýning. Skemmtilegast var eftir sýninguna þegar við vorum að labba og allt í einu sáum við mannfjölda í kringum götulistamann sem var að syngja lög “Hey Jude” og “I just called to say I love you.” Ótrúlega sætt, fólkið fór meira að segja að dansa. Auðvitað tók Ásdís þetta allt á video. Við hittumst svo systkinin á barnum og spjölluðum og drukkum þar. Voða skemmtilegt kvöld.



Sunnudagur var verzlunardagur, þar sem að takmarkið var að versla föt og mér tókst það. Tvær gallabuxur, puma skó og svo Steedlord jakka og bol í H&M, við systurnar alveg eins í þessum töff klæðnaði. Um kvöldið hélt Claessen fjölskyldan svo leið sinni á Foo Fighters tónleika. Snilldar tónleikar og sæti. Dave Grohl snillingur!

Á mánudeginum fóru allir í sitthvora áttina, pabbi til Genf, Ásdís til Spánar, ég til Vínar og mamma og Stebbi heim. Svona er að vera International.

Wednesday, November 14, 2007

Facebook tónlistarsíða

Er að koma mér á framfæri. Endilega hlustið á tónlistina mína og addið mér ef þið eigið facebook :)

Fyrir neðan er linkurinn:

iLike Anna Claessen

Monday, November 12, 2007

Astfangin upp fyrir haus



Eydi mest minum tima i skolanum, ad hitta vini og utan tess med kaerastanum. Eg er buin ad njota timans svo vel med Lumi ad undanfornu, vid eydum naestum ollum tima okkar saman (tegar hann er ekki i vinnunni og eg i skolanum). Eftir langan dag i skolanum er ekkert aedislegra en ad koma heim til ad finna mida sem stod a "Elsku Anna, matur handa ter i ofninum, eg elska tig, tinn Lumi" (allt a tysku fyrir utan eg elska tig). Ta er madur sko kominn i alvoru samband, tegar astin manns hugsar svona vel um mann og eldar fyrir mann. Aedisleg tilfinning. Ennta aedislegra er to ad heyra ordin "mig langar ad eyda aevi minni med ter" sem eg hef fengid mikid undanfarid og enn betra tvi mer lidur tannig lika. Gaman ad vera astfangin. Bara tilhugsunin ad vera fra honum eina helgi... faranlegt hvad eg a eftir ad sakna hans

Naestu helgi fer eg til London ad hitta fjolskylduna. Asdis i Danmorku, pabbi a Spani, mamma i Asiu og Russlandi og Stebbi bradum ad fara til Bandarikjanna. Talandi um INTERNATIONAL! Planid er ad fara a leikritid Spamalot og a Foo Fighters tonleika. Tetta verdur mitt tridja skipti ad sja Foo Fighters. Vid gistum a Sandersons (mest tisku og nutimalega hotel sem eg hef sed). Verdur aedislegt ad rokka med fjolskyldunni.

her a blogginu hef eg mest verid ad segja hvad eg hef verid ad gera. Fannst ahugavert ad prufa ad skrifa e-h adeins personulegra.

Sunday, November 04, 2007

Back to school again

Skólinn byrjaður enn á ný. Er enn í fögunum “Newspaper Production” og “Webcast Production” en bæti svo við mig tveim fögum, hip hop kúrs og “Law and the media.” Hip hop kúrsinn er áhugaverður þar sem við byrjum að læra allt um anthropology, færum okkur svo niður í subcultures og svo í hip hop. Law and the media er ekkert spes, sérstaklega þar sem þetta er þriggja tíma kúrs þar sem kennarinn talar allan tímann og labbar fram og til baka. Ég hef þó Alexöndru, bestu vinkonu mina þar. Munar um það.Búin að hitta vinkonur mínar mikið í skólanum og fara út með þeim að borða. Eyði mestum tíma í skólanum svo yndislegt að skreppa út og fá sér e-h í snarlinn.

Ég og Lumi fórum út að borða og svo í bíó. Þetta er met, þar sem við höfum ekki gert þetta í Vín frá því við byrjuðum saman. Við fórum út að borða á grískan veitingastað og svo í bíó á The Heartbreak kid eða 7 tage ausgefluttert (já ég sá hana á þýsku). Hún var mjög fyndin, enda Ben Stiller helvíti fyndin.


Hékk með Lumi þessa helgi, hann eldaði íslenskan fisk! Við sáum fiskinn í SPAR og lumi vildi elda hann. Ég hélt hann væri að grínast,en allt kom fyrir ekkert og hann eldaði gómsætan fisk í raspi og svo daginn eftir eldaði hann venjulegan. Rosa gott!

Sá myndina I now pronounce you chuck and larry og vá snilldarmynd. Fór þó mest að hlæja að atriðinu þar sem Adam Sandler sýnir syni Kevin James klámblað og hann hleypur út öskrandi… vá hvað þetta var fyndið atriði.

Skrifaði þrjár greinar í síðasta Vienna Review, um Kosovo ferðina, happy ending á bíómyndum (þar sem ég minntist á myndirnar Hairspray og The Secret) og svo dagbókarfærslu um að vera án gleraugna eitt kvöld.

Friday, October 26, 2007

Cosmopolitan og Gwen Stefani

Í tilefni því að fyrstu önninni var lokið, fögnuðum við stelpurnar áður en þeir héldu leið sína erlendis. Ég, Agnieszka, Ligia, Alina, Andreea og Manuela fórum á uppáhaldsstaðinn okkar, karaoke stað sem er með bestu cosmopolitan sem ég hef smakkað. Það var svaka stuð, ég fékk meira að segja Alinu og Agnieszku til að syngja Like A Virgin, ótrúlega skemmtilegt kvöld (eins og alltaf).



Fór á Gwen Stefani tónleika og varð alls ekki fyrir vonbrigðum…hún var stórkostleg. Tók þó mest af lögunum af nýju plötunni og nokkur af Love, Angel, Baby. Töff búningar, dansarar og show. Svo þess á milli spjallaði hún við áhorfendurna og minntist á hve stórkostlegar byggingarnar voru. Hún sagði að hún kæmi frá Orange County og það sem kæmist næst því væri Disneyland og bætti svo við “Man, they ripped you off.” Hreint út sagt frábær skemmtikraftur sem syngur af lífi og sál….eins og hún segir sjálf: “I´m just an orange county girl, living in an extra-ordinary world.”



Annars er ég búin að vera að hanga með Lumi, vinunum og skrifa greinar.

Wednesday, October 17, 2007

Heimsókn og helgarferð til Kosovo

Loksins kom vinur í heimsókn til mín…Óli Helgi kom til Vínar og gisti hjá mér. Það var svaka stuð hjá okkur. Við fórum í hestvagn um borgina, dýragarðinn, skólapartý (Moulin Rouge), “long night of the museums” (frítt á öll söfnin, fórum á Lipizzaner, Kunsthistorische og Naturhistorische museum) og svo á KFC og Subway (því þeir eru ekki á Ítalíu þar sem Óli býr þessa dagana). Héngum með Lumi þar á milli. Æðislegt að fá hann í heimsókn :)



Ég fór til Kosovo í helgarferð. Það var svaka gaman, ég hitti fjölskyldu lumi´s, fékk að sjá kosovo (Vushtrri, Pristine og Mitrovica) og hanga með Lumi. Það var mikil fátækt þarna og maður sá á landslaginu að það hefði verið stríð þar en það sem mér fannst magnað var fólkið. Fólkið var svo yndislegt. Þrátt fyrir að ég talaði litla sem enga albönsku tók það mér með opnum örmum og reyndi sitt besta að kynnast mér. Frábær ferð :)



Vil óska mömmu innilega til hamingju með Glitnir award (best í vinnunni sinni) og svo Stebba með að fá jafngildi High School í Bandaríkjunum og hann komst inn í Wichita State University. Fjölskyldan mín er að standa sig ótrúlega vel, ekkert sem kemur á óvart enda Klassafjölskylda ;)

Wednesday, October 10, 2007

Myspace tónlistarsíðan mín

Ég er loksins komin með mína eigin tónlistarsíðu með mér syngjandi lög eftir Julian (bróðir Alexöndru) spilaði og ég söng nokkur lög eftir hann.

http://www.myspace.com/annaclaessen

Endilega kíkið og segið mér hvað ykkur finnst....

Wednesday, September 26, 2007

Veik í Vín

Er búin að vera veik heima.... ekki skemmtilegt. Það er þó skemmtilegt að hafa einhvern til að passa upp á sig.

Lumi er búin að sjá um það starf, gefa mér súpu og heita rétti, koma með mér í göngutúr (frískt loft) og leggja sig með mér. Voða huggulegt. Vinir mínir lögðu einnig sitt af mörkum, patricia og agniezska komu báðar í heimsókn með lyf og veittu mér félagsskap. Ligia gaf mér einnig lyf og þær eru allar búnar að hringja í mig reglulega til að sjá hvernig mér líði. Þvílíkt ljúfar.

Vienna Review kom út í sumar (var ég með eina grein, um Waldheim) og einnig núna í september (3 greinar: Live Earth, Ísland og svo um Lúkas dæmið heima).

Fyrsta skóladjammið, var haldið á Birdland. Hitti allar vinkonur mínar og skemmti mér konunglega með þeim. Myndin er frá þeim atburði.



Óli Helgi kíkir í heimsókn til mín frá 4-8.október og svo ætla lumi og ég að heimsækja fjölskyldu lumi í Kosovo frá 11.-14.október....hlakka mikið til!!!!!

Saturday, September 08, 2007

Kveðja frá Vín

Í tilefni þess að ég er loksins búin að taka upp úr ferðatöskunum ákvað ég að það væri komin tími til að ég bloggaði.

Eftir klukkustunda seinkun Icelandair þá kom ég seinna til Danmerkur en ætlað var. Það breytti þó litlu máli, bara minni bið. Ég fór svo í transfer center, fékk miðann minn og settist svo á hereford og fékk mér að borða. Ég hitti Gullu á leiðinni út svo ég náði að spjalla við hana í smá stund, svo notaði ég tímann og las bókina Svo fögur bein þar til ég komst í vélina. Ég var svo fegin þegar ég loksins lenti, fékk töskurnar og fór út. Alexandra beið þar eftir mér og skutlaði mér heim. Lumi var annars staðar en ég kom í íbúðina tandurhreina, ískápurinn fullur og blóm með skilaboðunum "velkomin heim ástin mín." Seinna kom lumi og það var æðislegt að sjá hann, enda næstum 3 mánuðir síðan ég sá hann. Við áttum 3 ára afmæli þann 12.ágúst.

Skólinn er byrjaður og er ég í þrem tímum, "Webcast Production", "Layout and Design" og "Newspaper Production". Margir framleiðslutímar svo mikil aukavinna. Svo er ég einnig að klára starfsþjálfunina með að skrifa 10 bls ritgerð um hvað ég gerði þar, auk þess að ég hef portfolio review í október. Svo nóg að gera.

Er búin að nota tækifærið og hitta vinina eftir að hafa ekki séð þær í sumar og skiptast á sögum. Hittumst í hádegismat á austurrískum stað, fórum að djamma á kaiko og svo var Webster partý, sem kom á óvart (var skemmtilegt). Er mjög ánægð hér í Vín.

Ný myndasíða:
http://www.flickr.com/photos/a_claessen
(undir sets)

Sunday, September 02, 2007

Nýjasta verkefni mitt



Eg er með video "Save Darfur" og einnig tekið viðtal við mig í lokin.
Endilega segið mér hvað ykkur finnst um þetta :)

Wednesday, August 29, 2007

Síðasta vikan

Vann á daginn í Sagafilm að klippa "Making of" á nýjustu auglýsingu Símans sem ég tók upp. Á mánudeginum kvaddi ég Óla Helga, sem var að fara aftur til Ítalíu með að fara með honum og vinum hans á American Style.

Fyrst að ég var ekki búin að sjá Bourne myndirnar, ákváð Dagný, Matthildur, Guðrún og ég (aka vælsdruslurnar) að hafa Bourne maraþon. Við hittumst á þriðjudeginum og horfðum á fyrstu tvær myndirnar. Svo fórum við á nýjustu á miðvikudeginum. Mér fannst fyrsta myndin langskemmtilegust. Ég hitti einnig Þórdísi og Auði á miðvikudeginum. æðislegt að spjalla við þær.

Á fimmtudeginum tók ég frí í vinnunni og fór með Guðrúnu að versla. Svo skrapp ég heim. Um kvöldið hitti ég svo Vælsdruslurnar á Caruso. Það var rosa kósý. Svo skruppum við á Thorvaldsen þar sem mamma var með staffapartý. Þar var sko stuð, þökk sé Jónsa (úr svörtum fötum) sem hélt stuðinu uppi með að spila á gítar og allir sungu með (sérstaklega ég og Dagný). Ótrúlega sætt þegar hann söng "þitt fyrsta bros" fyrir Pálín sem er að fara að eiga og flytja erlendis. Ég skemmti mér svo vel þar að ég var of sein í mitt eigið kveðjupartý.

Ég hélt kveðjupartýið á Hressó. Vælsdruslurnar, Steini, Haffi, Halldór, Jónína, Alexandra, Ósk, Árnný og Sigurjón, Kolla, Maja og örugglega e-h fleiri sem ég man ekki eftir á þessari stundu. Það var rosa huggulegt. Við drukkum og spjölluðum. Þegar allir voru farnir fórum við aftur á Thorvaldsen og sungum þar til lokaði. Neinei, það stoppaði ekki Jónsa. Við spiluðum bara úti. Ótrúlega fyndið, ég sagði svo að ég væri frá vín og talaði e-h á þýsku. Þá spilaði Jónsi bara "du hast" með Rammstein. svo skutlaði jón okkur heim. Ótrúlega skemmtilegt kvöld :)



Dvölin heima á Íslandi var upp og niður, líkt og lífið sjálft en ég verð að segja að þrátt fyrir allt skemmti ég mér konunglega.

Sunday, August 19, 2007

Dancing queen

Dragkeppni Íslands:
Ég, Frikki, Hemmi, Sandra og Siggi dönsuðum fyrir Steina, aka Blær, með mix af lögunum "The Real Me", "From Paris to Berlin" og "Theres a stranger in my house." Fyrst var þvílíkt popp dans, svo stóladans (með neoni hellt á okkur, leit flott út en manni sveið eftir á og fötin eyðilögð) og í lokin drógum við borða af honum og lékum okkur með þá og enduðum í lokastellingu við hann. Þetta kom flott út en við vorum ekki sigurviss. Svo komu úrslitin, "Dragdrottning Íslands er..... BLÆR". Þetta var æðisleg stund og við vorum svo stolt. Næstu daga var Steini í viðtölum alls staðar og minntist á professional dansarana sína sem mér fannt rosa sætt af honum. Svo komu myndir í öllum blöðunum. Við fórum líka í Kastljósið en ÞAU BIRTU ÞAÐ EKKI. Ekki er enn komin útskýring af hverju.




Gay Pride
Margir tóku eftir mér í Fréttablaðinu og í sjónvarpinu. Jú ég var á palli rétt eins og önnur ár, bara meira áberandi í svaka flottum fötum frá Pop og skrin frá Svölu. Ég og Frikki vorum "Svala creation". Við fórum um morguninn til Svölu en greyið var veik svo hún rétt svo gerði okkur til en gat ekki verið með okkur á pallinum. Hún kom þó seinna með Einari, kærasta hennar að horfa á okkur :) Ótrúlega skemmtilegur dagur, sól og blíða. Um kvöldið tókum við svo atriðið frá dragkeppninni á sviði á NASA en síðan var ég svo þreytt og pirruð að ég fór heim.




Annars hef ég bara verið að klippa Making of Stelpurnar niður í Sagafilm og hitt Þórunni, Óla Helga, Evu, Vælsdruslurnar og fleiri góða vini. Gleymdi að minnast á það í fyrri færslum þegar Alexandra, besta vinkona mín í Vín, kom til landsins. Hún gisti hjá Dóru og Magga og var því mest með þeim en það var æðislegt að hitta hana, þó það væri ekki nema bara að sýna henni uppáhalds staðina mína í Reykjavík. Besti vinur minn Frikki var að fara til Ástralíu að verða alvöru dansari og danskennari. Á eftir að sakna hans sárt.

Ein vika þar til ég fer til Vínar....get ekki beðið eftir að hitta kærastann og vinina þar.

Tuesday, August 07, 2007

Afmæli, auglysingagerð og aðrir atburðir

Frá 12 um hádegi til 12-2 á nóttu, svona er víst framleiðslugerð. Í þetta sinn fékk ég að gera "making of" á síma auglýsingu sem Saga film var að sjá um. Rosa gaman að fá að vera hluti af þessu, kynnast framleiðslunni og skemmtilegu fólki sem því fylgir.

Annars átti Stebbi bróðir afmæli 30.júlí og fór fjölskyldan út að borða á Argentínu í tilefni dagsins. Amma hélt einnig upp á 80 ára afmæli sitt í golfskálanum með stórfjölskyldunni og var svaka fjör þar, góður matur og félagsskapur. Svo er ég ásamt Frikka búin að vera á fullu að æfa fyrir Dragkeppni Íslands, sem haldin verður á morgun. Þar verðum við að dansa fyrir Steina, verður gaman að sjá hvernig það kemur út. Svo er Gay Pride á laugardaginn og eins og undanfarin ár, stíg ég enn og aftur upp á pall, í þetta sinn með Haffa og Svölu og fleirum í svaka paty floater. Verður örugglega gaman.

Í tilefni verzlunarmannahelginnar, skrapp fjölskyldan mín sér til útlanda, réttara sagt til London á Prince tónleika. Það var æðislegt. Við versluðum, spjölluðum og nutum svo tónleikanna í glitnisstúkunni á besta stað með mat og læti. Æðisleg helgi!


Saturday, July 28, 2007

Starfsþjalfun, afmæli og annað djamm

Ein af ástæðunum fyrir að ég var svo lengi á Íslandi var að ég ætlaði að fara í starfsþjálfun. Sagafilm var áfangastaðurinn.

Ég fékk að vinna í þættinum "Stelpurnar" og mitt hlutverk var að sjá um mat, var hlaupari og inn á milli statisti þegar vantaði. Það var rosalega áhugavert að fá að kynnast framleiðslunni og þessu frábæru fólki á bakvið hann.Við tókum upp í Eimskip, heimahúsum og svo niður í miðbæ. Frá 8 á morgana til 8 á kvöldin frá sunnudags til fimmtudags, engin smá mikil vinna og mikið stress sem kom á óvart. Maður gerir sér ekki grein fyrir vinnunni á bakvið svona þætti.

Vikan endaði svo á vinaparty, aka castpartý á Thorvaldsen til að koma öllum mannskapnum saman. Flestir í framleiðslunni voru mikið eldri en ég og búin að vinna mikið meira saman svo ég endaði með að tala við strákanna á minum aldri. Þeir voru yndislegir og töluðu um allt milli heima og geima. Svaka gaman að tala við þá enda algjörir ljúflingar. Ég kláraði vikuna og fór svo að vinna í öðrum hlutum. Þetta var þó góð reynsla.

Bílinn sem leikarar, sminkur, stílistar, aðstoðarframkvæmdarstjórinn og ég liggur við bjuggum í.

Þrátt fyrir mikla vinnu reyndi ég þó að taka tíma fyrir vinina og djamma með þeim. Ég og Frikki kíktum í partý hjá Halldóri og co og fórum svo á Nasa þar sem Páll Óskar var DJ. Ekkert smá stuð fyrir utan það að e-h gella var blindfull og hrundi af sviðinu beint á hausinn á Frikka. Hann jafnaði sig sem betur fer. Ég var full af orku og dansaði svakalega mikið, tók meira að segja svaka latin rútínu með Frikka. Þvílíkt gaman því gamlir dansarar voru í salnum og ég endaði með að dansa smá með þeim. Loksins ein af hópnum. Það tók mig viku eftir þetta ball að fá "Allt fyrir ástina" af heilanum á mér. Stanslaust stuð!

Árnný flutti niður í miðbæ Reykjavíkur svo ég og Fríða hjálpuðum henni að flytja inn og svo vorum við gestir í innflutningspartýinu hennar. Það var mikið stuð, mikið drukkið og mikið gaman. Það eina sem fór illa voru böndin á töskunni hennar Fríðu en þau brunnu á eldavélinni hennar árnnýjar :P Svo var kíkt niður í bæ þar sem mikið og margt gerðist, svo mikið drama að fylla mætti sápuóperu. Endaði þó í örmum vina svo allt er gott sem endar vel.



Afmælispartý Dagnýjar var haldið með pompi og prakt heima hjá henni þar sem hún meira að segja eldaði fyrir okkur stelpurnar og fengum vín með, rosa huggulegt. Svo var horft á Vælsatriðið okkar og hlegið dátt og svo endað í sing star. Við fórum svo niður í bæ þar sem ég kíkti á Oliver á hana Jóu vinkonu sem er að vinna þar og svo á Hressó þar sem ég kvaddi hana Rósu áður en hún hélt aftur til Ítalíu. Ég og Guðrún vorum ekki í stuði svo við löbbuðum heim til hennar, horfðum á Scrubs og fórum svo að sofa. Ljúft kvöld.



Er svo búin að vera að heyra í og hitta gamla og góða vini sem hefur verið æðislegt :) Væri til í að hitta fleiri

Sunday, July 08, 2007

Blá marin tá

Það er ekki auðvelt að vera í vinnunni hans stefáns, sem sýndi sig þegar ég endaði á spítalanum með bláa tá. Ég fór bara til öryggis því ég hafði dregið póstvagn yfir tánna á mér og sársaukinn var að fara með mig. Mamma var hrædd um að sýking hefði komist í sárið og bað mig að fara á bráðamóttöku og láta athuga þetta. Ég fór þangað og eftir að hafa sagt 3 læknum hvað var að mér var þreifað aðeins a´tánni, farið í röntgen sem leiddi í ljós að táin var bara marin. Ég ætti að fá íbúfen við verkinum. Svo gerði ég.

Um kvöldið fór ég svo í afmælispartý hjá íslensku alexöndru. Svaka stuð að fá að hitta fríðu, ósk, alexöndru og vini hennar ásamt góðum veitingum. Ég fór svo heim.

Ég tók íbúfen á tóman maga sem leiddi til þess að ég fékk þessa hrikalegan magaverk um kvöldið og gat ekki sofið. Með hjálp frá mömmu og pabba náði ég að borða og drekka og svo taka lyf við þessu. Ekki gott, skal ég segja ykkur. Svona reynsla lætur mann vera þakkláta fyrir venjulegu dagana.

Næsti dagur var þá bara að jafna sig, ná að sofa og slappa af. Ég endaði helgina þó skemmtilega, Frikki, besti vinur minn kom fra útlöndum og við tókum Grey´s anatomy maraþon og enduðum í svefngalsa þar til við loksins róuðum okkur niður og fóru að sofa.

Monday, July 02, 2007

Ásdís systir með grein í Sálfræðiriti



Innilega til hamingju Ásdís með birtingu á B.A. ritgerð þinni í Sálfræðiritinu í desember. Borgar sig að googla nafnið sitt, þannig fann hún það út :)

Tuesday, June 26, 2007

Lífið á Íslandi

Búin að vera á klakanum í viku og strax farin að vinna.

Er þessa dagana að leysa Stefán bróðir af í vinnunni, á meðan hann er í keilubúðum í Ameríku og svo að keppa í landsliðinu í keilu í Austurríki. Vinn hjá Glitni á lagernum og póstmiðstöðinni. Í öðrum orðum sagt er ég senditík, fólk sendir inn beiðni, ég redda því. Hleyp fram og til baka, með poka, kassa og kerrur, svo ég er í svakalegri líkamsrækt í vinnunni. Vinn frá 8 til 16:00 á hverjum degi. Er enn að venja mig á rútínuna. Fyrsta vikan alltaf erfið....

Hef svo verið að hitta vini mína. Hitti Hörpu og við fórum í karaoke hjá henni. Hitti Óla Helga og horfði á Will&Grace, fór í bíó með Matthildi á Shrek 3, sem er SNILLDARMYND! við rákumst meira að segja á óla helga sem var þar ásamt skildi og magga. Svo við vorum öll í einni röð að drepast úr hlátri. Svo fór ég í partý á laugardaginn með Kollu og Eygló. Það var þemapartý og þemað var "DIVA" Svo Kolla hét Nadiva og eygló hét Glóey. Svaka stuð í þessu partýi, tókum myndir og alles. Eftir það keyrði ég svo stelpurnar niður í bæ. Við fórum fyrst á kaffibarinn, svo á Qju bar. Ég bjallaði svo í Guðrúnu og hitti hana, Jón og Geira á hressó og við röltuðum svo upp á Celtic Cross (held ég :P). Þar spjölluðum við meðan strákarnir gerðu e-h annað. Var komin heim um 6 leytið. Næsta dag hitti ég svo Vælsdruslurnar (matthildi, guðrúnu og dagnýju) á austurvelli og við fórum á ingólfstorg og svo í kolaportið, voða nice!

Tuesday, June 19, 2007

Lumi 23 ára þann 18.júní



mamma keypti þetta snilldararmband með nafni lumis fyrir mig á Spáni.

Komin á klakann

hæ, hó jibbí jei og jibbí jei.... ég er loksins komin á klakann

eftir flug frá vín og heillanga bið á flugvellinum í köben, þökk sé 3 tíma seinkun icelandair, lenti ég á klakanum um 5 leytid þann 16.júní.

eyddi síðasta deginum med vinkonunum og þar sem ég vildi enga þynnku fórum við ekki út heldur hittumst hjá mér og lékum okkur eins og krakkar og fórum í gamla leiki eins og hollinn skollinn. Alger snilld :)

Svo fékk ég kveðjugjöf frá Alexöndru, bestu vinkonu minni úti, sem var rosa sætt bréf og rauða skó, sem átti að búa yfir þeim hæfileikum að ef ég myndi klikka hælunum saman þá myndi ég vera í Vín. Skór eins og Dorothy í Wizard of Oz átti.

Monday, June 11, 2007

Styttist í heimför

Lífið mitt þessa dagana snýst í kringum skólann. Var að klára ritgerð um “politics in street names” og er að fara í 2 lokapróf á fimmtudag. Er ekki einungis í tveim 4 vikna tímum heldur er líka skráð í tvo 8 vikna tíma, Webcast og Newspaper Production, aðallega til að fá einingarnar. Þurfti að fara til aðstoðarskólastjórann til að fá leyfi fyrir því en fékk það að lokum.

Í þessari viku var Modernism tími í Belvedere. Þar sáum við listaverk á borð við Klimt og Kokoscha. Frekar erfitt að gera verkefni því ég hef lítið sem ekkert vit á list. Verð nú að segja að mér fannst Belvedere höllin flottari heldur en listaverkin þar.

Lumi vann ekki þessa vikuna því hann fór í aðgerð á mánudaginn og mátti ekki vinna. Kom mér þvílíkt á óvart að koma heim eftir langan skóladag og íbúðin var glansandi og hann hafði eldað mat fyrir mig. Ég átti ekki til orðs. Ég hefði ekkert á móti því að vinna og hann gæti verið heima að sjá um heimilið, híhíhí.

Lumi fór svo til Kosovo á laugardaginn L Mjög einmanalegt án hans og á eftir að sakna hans. Skrýtið að sjá allt í einu ekki ástina sína sem maður sér venjulega á hverjum degi.

Eftir að hafa setið inni í sólinni að skrifa ritgerð fór ég aðeins út og hitti stelpurnar á laugardaginn. Við ætluðum á Filimfestival en þar sem það var ekki komið upp ákváðum við að halda leið okkar á T.G.I Fridays, sérstaklega þar sem Ligia hafði aldrei farið þangað. Alltaf gott að hafa smá stelpuspjall. Svo kíkti ég með Dóru í afmæli til Kristínar, þar sem flestir Íslendingarnir hittust. Það var svaka stuð, við enduðum í Limbó keppni með Gling gló í botni. Svo var ég dugleg stelpa, fór heim og kláraði ritgerðina mina.

Á sunnudag var ég svo að læra og SÖNG SVO Í STUDIO... kennari minn gerði heimildarmynd um Ísland og álfatrú og vildi fá mig til að syngja inn á hana svo í gær fór ég í studio til vinar hans og tók upp íslensk lög. Gekk mjög vel og svaka gaman, leið eins og alvöru söngkonu.

Styttist í heimför. Kem heim 16.júní!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Sunday, June 03, 2007

Kaffi, Freud, bíó og Karaoke

Það skemmtilega við að vera í Modernism er að þurfa ekki að sitja í kennslustofu allan tímann. Við forum á kaffihús Landtmann og svo á Freud safnið. Ég hafði farið þangað með Ásdísi og pabba 2005 en það hafði margt breyst síðan þá. Frægi sófinn var loksins þar. Skildi samt ekki alveg hvað var svona merkilegt við hann og innrammaðar teiknimyndir voru á veggjunum. Svaka fyndnar myndir.

Fyrst miðannarprófinu mínu var frestað til mánudags og modernism tímanum mínum líka fór ég með Huldu í bíó. Hér í Vín eru aðeins fá svokölluð ensk bíó sem sýna enskar myndir. Við höfðum þó heppnina með okkur, bíóhús í Millenium City var að sýna Pirates of the Caribbean 3 með ensku tali. Við skelltum okkur því þangað, keyptum miðana og fengum okkur að borða á kfc og schnitzelmann. Svo keyptum við okkur nammi og kók og forum inn. Þvílíkt þægileg sæti og pláss fyrir drykkina. Svona lúxús er ekki að finna í ensku bíóunum. Við vorum mjög svekktar með myndina. Guði sé lof að Johnny Depp er í henni, annars var ekki nógu mikill humor og ég skildi ekki helminginn af söguþráðinum. Á leiðinni út úr bíósalnum rakst ég á Franco, vin Alexöndru og heilsaði upp á hann. Hann labbaði með okkur út, nema svo var okkur boðið á drykk á barnum Qju, svo við forum inn, spjölluðum aðeins og svo forum heim. Huggulegt kvöld.

Grease kvöld. Ligia hafði ekki séð myndina Grease svo ég stakk upp á að hafa Grease kvöld, þar sem við myndum horfa á myndina og svo fara á karaoke barinn okkar í donauplex og syngja login úr myndinni og það gerðum við með stæl og skemmtum okkur svaka vel í þokkabót. Fyrst var barþjóninn, asísk kona að bögga okkur með að kaupa e-h svo við færðum okkur og vorum ekki truflaðar eftir það. Fífluðumst með myndavélina eins og sjá má…. Svaka stuð hjá okkur stelpunum!



Ásdís systir er 32 ára í dag!!!! Innilega til hamingju :)

Thursday, May 31, 2007

Skólalíf

2 vikur og tveir dagar þar til ég kem heim á klakann.

Þar til, er ég á fullu í skólanum. Er í tveimur 4 vikna kúrsum, 20th Century Austrian History og Modernism in Europe. Áhugaverð fög en klikkað mikið að lesa. Les 40 bls á dag. Gott þess vegna að hafa lumi til að halda mig við efnið. Hann knúsar mig og segir mér svo að læra :P

Ég, Ligia og Agnieszka ákváðum að gera e-h menningalegt, svo við forum á fría klassíska tónleika í Schönbrunn. Við komum okkur fyrir á grasbrekku bakvið sviðið og spjölluðum þar til tónleikarnir byrjuðu. Nema hvað, við heyrðum varla neitt. Hljóðkerfið náði ekki svo langt og það var svo pakkað niðri hjá sviðinu svo við héldum okkar stað, spjölluðum undir lágri klassískri tónlist. Mjög notalegt. Brá þó nokkuð þegar það var skotið flugeldum í loftið. Svaka flott show.



Ný önn, ný party. Fyrsta sumarpartýið og við stelpurnar ætluðum sko ekki að missa af stuðinu. þemað var pimpin svo ég setti gyllta eyrnalokka, armband og belti á mér og var í í ermalausum svörtum bol, stuttu pilsi og stígvélunum mínum flottu. Fyrir partýið þá fór ég og Agnieszka í karaoke og fengum okkur kokkteila. Svo héldum við leið okkar niður í bæ þar sem við hittum ligiu og alexöndru.

Skólapartýið var í þetta sinn haldið á S club. Loksins var spiluð HIP HOP og R&B tónlist, og því notaði ég tækifærið og dansaði sem mest, sérstaklega þar sem oftast er house og poppteknó tónlist í þessum partýum. Svo þar sem ég er ljósmyndari nemendafélagsins tók ég partýmyndir. Mun skemmtilegra að taka myndir því fólkið var opið og í stuði. Sjá myndir á www.wuvsc.at



Góðar fréttir, fékk góðar einkunnir úr fögunum á síðustu önn, A í Media Ethics, A í Webcast production, A- í Newspaper Production, B+ í Media Research og B- í Management Theory and Practise.

Friday, May 25, 2007

Zimbardo vika

Spring break, vikufrí þar sem flestir fara heim eða á ströndina, allavega gera e-h skemmtilegt. Hvað endaði ég með að gera? Mynda fræga manneskju auðvitað.

Philip Zimbardo, sálfræðingur sem er frægur fyrir Stanford fangelsistilraunin sem hann gerði auk 300 greina og fjöldann allan af bókum kom til Vínar til að kenna í Webster. Í tilefni þess, vorum við í Webcast tímanum fengin til að mynda hann. Við mynduðum fyrirlestur í Amerika haus, kennslustund, hádegismat með nemendunum, ræðu hans á útskrifardag Webster og viðtal við hann.

Zimbardo talaði um mismunandi efni, allt frá “Time Perspective”, “Shyness” og til “How good people can turn evil.” Rosalega góður fyrirlesari sem heldur þér við efnið allan tímann. Rosa sniðugur að nota myndir og brot úr bíómyndum til að halda athygli áhorfenda og auka skilning þeirra á ákeðnum efnum. T.d. þegar hann var að tala um “Time Perspective” notaði hann brot úr myndinni “Yellow Submarine” með Bítlunum. Ekki nóg með að hann sé góður fyrirlesari heldur er hann með áhugaverðar hugmyndir og eltist við þær og skrifar um þær. Hann elskar að kenna og nemendurnir finna það. Hann er yndisleg manneskja og það var heiður að fá að kynnast honum.



Í lok vikunnar fékk ég þó að skemmta mér aðeins. Nemendafélagið sá um útskriftarballið, svo ég vann ásamt Agniezsku, Ligiu , Masoud, Omar, Adam og Maju við að visa fólki til sætis, sjá um að allir borguðu og svo að allt færi vel fram.. Við gerðum meira en það, við vorum skemmtiatriðið. Við stelpurnar áttum dansgólfið þetta kvöld. Ég skemmti mér konunglega vel bara að dansa, fá gómsætan mat, skemmta mér með vinum mínum og vera prinsessa í eitt kvöld J

Wednesday, May 23, 2007

Beyonce heillaði Vín

Beyonce kom til Vínar þann 8.mai og kom mér svo sannarlega á óvart. Hún hafði flotta karl og kvendansara, þrjár suga mamas (þybbnar dokkar konur) og STELPUBAND. Mér fannst það flottast, hve oft sérðu konur spila á öll hljóðfæri og það hjá poppstjörnu.

Hún hélt stuðinu uppi, með sinni kraftmiklu rödd og hreyfingum og tók ekki einungis nýju lögin sín, heldur kvikmyndalögin sín, Destiny´s Child og meira að segja BEAUTIFUL LIAR.... svaka flott.

Sannur skemmtikraftur. Varð svo hrærð að einu lagi að hún tár féll á kinn hennar. Svo fékk hún dansara til að dansa svaka rútínu við Pink Panther og búa til nýja útgáfu af Cell block tango. Greinilegt að henni líkaði myndin Chicago.

Í allt frábært sýning... Beyonce er snilldar skemmtikraftur. Go Beyonce!