Tuesday, January 27, 2009

Dvölin a Islandi

Eftir frabaert afmaeli (sja i faerslu nedar a sidunni), var slappad af i nokkra daga. A torlaksmessu for eg med Asdisi og Ragnald kaerasta hennar i baeinn, fridargangan var ad visu buin en vid lobbudum a laugarveginum og hittum ymsan manninn og endudum a Oliver a efri haedinni med vinum Asdisar sem voru med henni i salfraedinni i Danmorku.

Jolin voru yndisleg likt og avallt. Eg og Stefan forum i pakkaleidangur, svo tok eg bilinn og for til vaelsdruslanna minna (Dagny, Gudrunar og Möttu) og vid skiptumst a gjöfum og ljuffengum jolakokum og koki ala Dagny. Fyrr en vardi voru jolin gengin i gard, tessi jol voru enn yndislegri tvi Thor fraendi fra Ameriku og Asdis og Ragnald voru heima. Allir heima um jolin. Eg fekk aedislegar gjafir, takk fyrir mig. Bjost ekki vid miklu v/kreppunnar en kom mer a ovart hve folk var gjafmilt og ljuft um jolin.



Eg verd ad vidurkenna ad eg gerdi litid milli jola og nyars, la mest i leti og naut tess i botn. Horfdi a alla sjonvarpstaettina og at allt ljuffenga islenska nammid. Eg for to a faetur i matarbod og til ad hitta Frikka &co og fara med teim a utgafutonleika Steed lord, sem voru haldnir 28.des a bar 101. Mergjadir tonleikar og nadum vid adeins ad heilsa upp a Svolu okkar.

Gamlarskvold var eytt ad venju hja Katy fraenku og fjölskyldu mömmu. Alltaf jafn ljuft ad hitta fjölskylduna og borda godan mat. Skaupid var snilld i ar, gat ekki haett ad hlaeja ad framhjahalds-og facebookatridinu. Lika gaman tvi eg vann med tessu folki sumarid sem eg var i starfstjalfun hja Sagafilm. Eftir midnaetti og flugelda for eg i party til Frikka og Davids og eftir ad stoppa stutt i party forum vid a ball a hverfisbar. Fin tonlist i byrjun en svo var hun ekki spes svo vid endudum a pizzastad og forum heim. Gott ad eiga vini sem bua i midbaenum, svo madur turfi ekki ad eiga aleigunni i leigubil heim.



2009 gengid i gard og naut eg tess i botn, heilsadi upp a vini, Ola helga (kylie og smakökur), Evu (spjall med henni, og litlu skvis), a American Style med Arnny og Fridu, Huldu og Rosu vinarfara, Kollu og Söndru og litlu skvis (sannköllud fjölskyldustemmning) og Gudrunu i runt og i bio a Twilight. Eg sa einnig Australia, Yes Man og Taken med fjölskyldunni. Vid fjölskyldan forum einnig i keilu og tokum to nokkra buzzleiki med Ragnald og Thor.

Helt kvedjuparty a Hresso og var rosa ljuft ad sja alla og fa ad kvedja ta almennilega. For svo 10.jan, mamma for med mer til köben svo vid kiktum i ibudina hja ragnald og asdisi. Svaka nice ad sja hvar tau bua. Svo spjölludum eg og mamma tar til hun for til pollands og eg til Vinar. Alltaf gott ad koma heim til Islands

Thursday, January 08, 2009

Gleðilegt nýtt ár 2009

Byrjaði árið 2008 ekki vel, fárveik heima á Íslandi, með svo mikinn hausverk að mér fannst ég vera að deyja. Komst til Vínar, var á fullu í skólanum, skrifandi greinar í The Vienna Review og takandi þátt í nemendafélaginu.

Kosovo varð sjálfstætt þann 17.febrúar, svo lumi hélt til Kosovo til að halda upp á það. Ótrúlegur sigur fyrir Kosovo Albana.

Ég útskrifaðist með B.A. í fjölmiðlafræði frá Webster háskólanum í maí, með verðlaun (Community Service Awards) fyrir þáttöku mina í nemendafélaginu frá Webster og nemendafélaginu. Hélt einnig tvo tónleika sem gengu mjög vel.



Flutti í nýja íbúð. Rosa fín, fyrir utan það að hún er gömul svo gluggarnir lokast ekki almennilega, svo er mjög kalt á veturna en frábært á sumrin.

Lumi kom með mér til Íslands í sumar, til að halda upp á þreföldu útskriftarveisluna okkar fjölskyldu, ég með B.A. gráðu í fjölmiðlafræði, Ásdís með master í sálfræði og pabbi með doktor í viðskiptafræði. Sú veisla var haldinn á 20.hæð í Turninum í Kópavogi og um 150 manns komu, Ég syndi Lumi landið, Gullfoss, Geysir og Þingvelli og hann kolféll fyrir landinu.



Ég eyddi sumrinu í Vín, vann sem hostessen fyrir Castrol Group þegar EURO (fótboltamót) var haldið þar. Kenndi einnig brúðarvals og jazzballet hjá Casoamia, tók fjármálanámskeið hjá OVB og var í starfsþjálfun hjá EPO (European Patent Office) í tvo mánuði áður en ég fékk vinnu þar.



Ég og Lumi forum svo til Kosovo þar sem við héldum upp á 4 ára sambandsafmæli okkar og bjuggum hjá fjölskyldu Lumi.

Vinir fóru af landi brott, Alexandra til Þýskalands, Anna Nagel til Bandaríkjana og Agniezska til Spánar. Var sárt að missa vini og erfitt að hitta hina vini mina, vegna skóla o.s.frv. Get ekki ímyndað mér hvernig það verður þegar restin flytur heim eða annað út í heim. Það erfiða við að búa í stórborg er að folk stopper stutt.


Aðrir atburðir:
Ferðalög: Reykjavík (Ísland), Vushtrri, Pristina, Mitrovica (Kosovo), Las Palmas (Gran Canaria) og Gars am Kamp (Austurríki)
Tónleikar: Ég hélt soul tónlist á Studio 52 og mina tónlist (www.myspace.com/annaclaessen) á útskriftarballi webster
Ball: WU ball
Greinar: The Vienna Review (www.viennareview.net)
Keppnir: fékk tvo Webbies fyrir bestu grein og besta video.
Heimsókn til Vínar: Mamma, pabbi, Ásdís, Lenka, Hulda og Ásgeir
Vesen: H.U.I internet (var föst með það í ár)
Vinna: Wildzone, Castrol Group, Austro Mechana, EPO, Casomai
Video: Blonde in disguise

Planið 2008 fór allt eftir áætlun, fann starf (EPO og Casomai), nýja íbúð, vann áfram í tónlistinni minni og ræktaði samband mitt við lumi, fjölskyldu og vini. Planið 2009 er svipað, finna nýtt starf, vinna í tónlistinni og dansinum og njóta tímans með lumi, vinum og fjölskyldu.