Sunday, November 29, 2009

Þakkargjörðarhátíð, dans og störf

Í tilefni þakkargjörðarhátíðarinnar (Thanksgiving) þá fór ég í gamla skólann minn Webster. Á hverju ári halda þau upp á hátíðina með að gefa nemendum að borða, kalkun, kökur og annað góðgæti. Ég gat ekki staðist svo ég mætti eldsnemma og hjálpaði Agniezsku og Manuleu vinkonum mínum að skreyta og borðaði svo með þeim og Andreeu. Æðislegt að hitta vinkonurnar þar sem ég hef lítið hitt þær því þær eru svo uppteknar í skólanum. Eftir matinn hjálpuðum við svo að taka til og að lokum sáum nýju íbúð Agniezsku sem er í grennd við skólann.

Ég hitti Manuelu þennan manuðinn og fór með henni í smá verslunarleiðangur. Markmiðið var að kaupa buxur. Að finna buxur sem smellpassa er stundum mission impossible, ég vissi þó um eina búð í Kagran, XANADA, sem selur buxur (ekki bara fyrir grannar stelpur). Ég fór með hana þangað og viti menn, hún fann buxur. Þar sem ég lifi á atvinnuleysisbótum stóðst ég mátið og keypti ekki neitt en var glöð að hafa hjálpað henni að finna það sem hún var að leita eftir. Við fengum okkur svo ódyran kínverskan mat og spjölluðum. Ég átti svo að kenna dans um kvöldið svo við skelltum okkur í bæinn, þar sem Christkindlmarkt (jólamarkaður) fyrir framan ráðhúsið.

Ég dýrka að það er alltaf e-h að gerast fyrir framan ráðhúsið. Og þvílík sjón. Jólaljós alls staðar, jólatónlist, adventukransar, hringekja fyrir börnin og básar að selja ýmsan jólaglaðning. Það vinsælasta fyrir fullorðna er þó jólaglöggið, glühwein. Þar safnast fullorðnirnir saman svo stundum er erfitt að komast fram hjá. Ég hef farið á jólamarkaðinn á hverju ári en tók í fyrsta sinn eftir tölunum (líkt og á dagatali) í gluggunum á ráðhúsinu. Ég varð forvitin og vildi vita hvað myndi birtast á 24.des, er þá eitthvað í glugganum? Verð að fara í desember og skoða þetta nánar.

Danskennslan hefur gengið upp og niður. Ekki margir að nenna að mæta í tíma, kannski vegna skóla/vinnuanna. Efast um að það sé vegna veðursins því hér er 10 stiga hiti, rosa fínt veður. Ég tók yfir tíma Özru, hip hop fyrir krakka, streetdance og svo minn eigin jazz tíma. VÁ hvað það tók á. Hreyfingarnar eru svo allt öðruvísi en í jazzballet. Það var þó ekki það eina sem gerði útaf við mig. Hip hop fyrir krakka var martröð því einn strákurinn vildi ekki hlýða, er örugglega með athyglissýki. Azra hafði varið mig við honum. Ég hitaði upp með þeim og kenndi þeim eina rútína, leyfði þeim svo að leika boltaleik og gera sinn eigin dans og freestyle í lokin. Pant ekki vera afleysingakennari aftur fyrir krakka. Engin virðing. Ber virðingu fyrir afleysingakennurum eftir þessa reynslu. Hinir tímarnir gengu þó mjög vel. Ég var mjög fegin að hafa ekkert plan daginn eftir því ég var með þvílíkar harðsperrur.

Mér var boðið í afmæli Claudiu, annars danskennara sem var að sjálfsögðu haldið í Casomai. Þrátt fyrir góðan mat og drykk þá þekkti ég bara 2 manneskjur svo ég fór snemma heim. Hefði viljað taka vin með (bara ef Frikki hefði verið í Vin á þessum tíma), þá hefðum við skemmt okkur konunglega. En svona er þetta.



Gömlu vinnufélagarnir hringdu í mig og buðu mér upp á drykk með þeim. Ég hitti þau á barnum Frankies og spjallaði allengi við þau, við fórum svo á Cafe Leopold en þar var ekkert spes stemmning svo ég og Tina vorum samferða heim. Alltaf gaman að hitta fólk.

Búin að vera atvinnulaus í 2 mánuði þann 15.des, er alltaf að sækja um vinnu en ekkert gengur. Fór þó í nokkur starfsviðtöl og hjálpaði einum fjölmiðlamanni en það gekk ekki (var í raun fegin því ég fílaði ekki að vinna fyrir hann). Nýt tímans með Lumi, kenna dans og skrifa pressugreinar. Er líka að vinna í öðru verkefni, sem er á tilraunastigi svo læt ykkur vita meira seinna þegar það er komið lengra.

Er komin í smá jólaskap eftir að ég og Lumi horfðum á Home Alone, santa clause 2 og Christmas Vacation en vantar enn snjóin og jólafílinginn. vonandi fæ ég hann í desember. Það verður þó aldrei eins og þegar maður var krakki. Þegar maður beið spenntur eftir næsta degi til að sjá hvað maður fékk í skóinn og opna jóladagatalið, þegar allt efni í sjónvarpi var jólatengt sem og lögin í útvarpinu og þegar skólatíminn var eyddur í skraut og sögur.

Mikilvægustu fréttirnar:
Kem heim 17.desember og verð til 8.janúar..... get ekki beðið.

sakna ykkar

Thursday, November 19, 2009

Ný pressugrein: Fall Berlínarmúrsins

Enn ein greinin komin á Pressuna

http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Onnu_Classen/falli-berlinarmursins-fagnad-og-eg-med-

Endilega kommentið, langar að vita hvaða greinar ykkar finnst bestar/verstar?

Er eitthvað efni sem þið viljið að ég skrifi um?

Monday, November 09, 2009

Berlinarferd

Alexandra vinkona mín var svo ljúf að bjóða mér í heimsókn til hennar í Berlín og ég gat ekki staðist tilboðið svo ég skellti mér til Berlínar á sunnudagskvöldi.

10 stunda rútuferð var frekar erfið þar sem ég náði ekki að sofa heldur las, horfði á myndir og hlustaði á tónlist á ipodnum mínum og hroturnar í kallinum fyrir aftan mig.



Um 6 leytið á mánudegi var ég svo komin til Berlínar. Alexandra sótti mig og við tókum leigubíl heim til hennar. Hún býr í Austur Berlín, rétt hjá Rosenthalerstrasse í rosa fínni 2 herbergja íbuð með gangi, eldhúsi og baðherbergi. Ég svaf út og skrapp svo með Alexöndru í vinnuna hennar og horfði á myndir og skrifaði. Við versluðum svo í matinn og kíktum um kvöldið til félaga hennar (Julian og Till) sem klipptu myndefni sem hún hefði tekið upp á Berlinale (þ.á.m viðtal við Blake Lively, konu Sean Penn og Keanu Reaves, hvorki meira né minna). Á meðan þau klipptu efnið, notaði ég tímann og spjallaði við Till um Munich, L.A. og Berlin. Rosa áhugavert að hlusta á sögur hans.


Búð sem selur Ampelmann (manninn á ljósunum, sem er einungis til í Austur Berlín)

Á þriðjudaginn svaf ég til 12, fékk mér svo hádegismat með Alexöndru og kærasta hennar Paul og fór svo í skoðunarferð, frá Rosenthalerstrasse, alexanderplatz, markað og svo þar sem Deutsche Staatsoper og Guggenheim er. Þvílík sjón. Fannst gaman að sjá öll "hof" in, fallegar búðir faldnar inn í hofunum sem og byggingarnar. Kom mér mjög á óvart. Hitti ALexöndru og við versluðum og hittum svo vinkonur Alexöndru þær Athiye og Nargas frá Íran/Indlandi á Von mir zu dir, rosa funky staður. Fórum heim og ég og Paul horfðum á All the Presidents Men.

Fróðleiksmoli: Athiye sagði mér að uppruni þess að heilsast í hendur væri að sýna að þú værir ekki með nein vopn og að skála væri að sýna að þú hefðir ekki eitrað fyrir hinum (glösin mætast að ofan svo stundum fer smá vökvi úr glasi til hins aðilans).

Miðvikudagur var skoðunarferðardagurinn mikli. Ég hitti Nargas (systur vinkonu Alexöndru) á u-bahnstöð og við skruppum svo á kebab staðinn Baghdad og fengum okkur að borða. Þegar við litum út um gluggann sáum við snjó. Nargas var þvílíkt hissa og ánægð því hún býr í San Diego í Bandaríkjunum og hafði aldrei séð snjó. Svo mikið krútt. Við létum ekki snjókomuna stoppa okkur heldur héldum leið okkar áfram. Áfangastaður East Side Gallery, þar sem leifar Berlínarmúrsins eru. Þar mátti sjá málverk sem voru máluð eftir fall múrsins en svo fyllt í á þessu ári í tilefni 20 ára afmæli falli múrsins. Ég og Nargas tókum fullt af myndum en svo varð myndavélin mín batteríslaus svo ég tók myndirnar á hennar vél. Ég náði þó einni af henni fyrir framan eitt málverkið.



Við vorum varla komnar hálfa leið þegar norsk fjölmiðlakona vildi taka mynd af okkur, okkur fannst þetta mjög fyndið og pósuðum, svo héldum við áfram og þegar við vorum komnar næstum alla leið komu gaurar frá kvikmyndaskóla og tóku myndband og viðtal við okkur. Til að toppa þetta, þá fórum við hjá Brandenburgtor einungis til að vera teknar aftur í viðtal, í þetta sinn af ZDF vegna U2 átti að flytja nokkur lög þar fyrir MTV hátíðina í tilefni afmæli falli múrsins. Eftir allt þetta fórum við svo á Jewish Holocaust Memorial, ótrúlega flott safn, sem skiptist í tímaröð, sögur, staðina, o.s.frv. Ótrúlegt að þetta hafi gerst. Fór heim og slappaði aðeins af þar til Alexandra var búin í vinnunni. Ætluðum svo á nokkra bari en áttum í erfiðleikum með að finna þá svo gengum og gengum um Berlin, enduðum á kjúklingastað (vá hvað hann var góður) og fundum loks fínann bar, sátum þar í smá stund og fórum svo heim

Fróðleiksmoli: Þú getur sagt leigubílsstjóra í Berlín "Kurzstrecke" og einungis borgar 4 evrur (það er þó einungis stutt ferð,t.d. á milli staða)


Graffiti "Fuck the police"


Á fimmtudeginum svaf ég út og hitti Alexöndru svo í hádegismat, labbaði svo upp götu þar sem margar verslanir má finna sem og graffiti (vá hvað ég fíla graffiti og götulist).Næsta stopp var Potsdamer Platz, þar sem er stór verslunarmiðstöð og nútímalegar byggingar. Þar var staður þar sem þú gast rennt þér á kút niður snjó. Fyndið. Einnig mátti sjá nokkra búta frá Berlínarmúrnum þar sem maður sat og seldi visa með öllum stimplunum sem þú þurftir til að fara á milli landamærana. Mér fannst þetta þvílíkt sniðug gjöf svo keypti svoleiðis fyrir mig og Lumi. Ótrúlegt að þegar við fæddumst þá var múrinn enn uppi.



Tók u-bahn og sá Memorial Church, kirkja sem er enn eins og í seinni heimsstyrjöldinni, þvílíkt falleg en þú getur séð rústirnar. Stökk aftur í u-bahn og sá 17.júní götuna og styttuna þar sem Love Parade er haldin ár hvert. Stökk svo aftur í ubahn og hitti Nargas á Alexanderplatz, þar kíktum við á tímabeltislistaverkið og sýningu á friðlegum mótmælum eftir fall múrsins. Kvaddi Nargas, Fór heim og slappaði af þar til við hittum félaga alexöndru (till og julian sem og eitt par). Við drukkum og fórum svo á tvo bari, ekkert spes, einn var með 90s þema, þ.á.m "baby one more time" (var mér hugsað til vælsdruslnanna minna) og svo "quit playing games with my heart" (backstreet boys)...við dönsuðum og hlógum sérstaklega því strákarnir höfðu engan áhuga á að vera þarna. Ég blandaði Long island iced tea, tequila, absinth og bjór svo þið getið ímyndað ykkur hvernig ég var daginn eftir=magakveisa dauðans. Eftir að hafa tekið verkjalyf, þá fór ég á Alexanderplatz og keypti bók og sótti hluti fyrir Alexöndru. Fór svo heim, pakkaði og svo á lestarstöðina. 10 stundir til baka, var fegin að geta sofnað um 2 leytið, sérstaklega því magakveisan kom aftur. Kom þó heil heim á laugardagsmorgun.

Svona endar Berlínarsagan mín, frábær ferð þar sem ég sá heilan helling og kynntist fullt af skemmtilegu fólki. Verð að segja að Berlín kom mér mjög á óvart, hefði alls ekkert á móti að búa í þeirri borg. Hver veit nema ég búi þar seinna meir. En eins og ég sagði Nargas "We´ll always have Berlin"

Kommentið

Fyrst ég er ekki búin að fá lítið sem ekkert af kommentum á síðustu færslur, þá er komið af ykkur að svara.

Kommentið ef þið lesið bloggið,
-lesið þið það á facebook eða http://annaclaessen.blogspot.com
-það væri líka gaman að vita hve oft, hvað ykkur finnst gott/slæmt,

Sama má segja um pressugreinarnar mínar, ef þið hafið efni sem þið viljið að ég skrifi um, eða viljið kommenta á þær, ekki hika við að kommenta. Alltaf áhugavert að heyra hvað fólki finnst.

Ég var að spá í að hafa bloggið á ensku frá Janúar 2010, nýtt ár, nýtt blogg
hvað finnst ykkur um það?

Saturday, November 07, 2009

Atvinnulaus

Þeir sem þekkja mig eru vanir að sjá mig í tveim vinnum og svo að sinna einhverju áhugamáli. Ég finn mér venjulega alltaf eitthvað að gera. Þessa dagana er ég atvinnulaus, tek íslendinginn á þetta og fæ pening frá ríkinu. Ekki því ég kýs það, ég hef sótt um eins og brjálæðingur en ástandið á vinnumarkaðinum er slæmt, 319.320 manns eru atvinnulausir í Austurríki, eða jafnmargir og íbúar Íslands. Ekkert fullt starf, en ég kenni þó ennþá jazzballet hjá Casomai og skrifa greinar fyrir Pressuna.

Það eru þó ýmsir kostir, t.d. fæ ég meiri tíma með Lumi (hann vinnur næturvinnu) og get dundað mér við dans, söng og skrif. Einnig slappað af, hef horft mikið á sjónvarpsþætti og kvikmyndir. Fannst það skrýtið fyrstu vikuna en er núna búin að venjast þessu og tek ráði systur minnar, reyni að fara út hvern dag, þótt það sé ekki nema bara í göngutúr og nota tímann að hanga með lumi, vinum og gera það sem ég vil. Alls ekki slæmt ;)



Notaði tímann og hitti Agnieszku og Ligiu á Charlie Ps, írskum bar og svo Manuelu og Andreeu á Crossfields, áströlskum bar í smá spjall. Gott að geta komist út og heyra þeirra sögur.

Halloween

Mamma keypti indverkan kjól á mig í fyrra og ég fann aldrei tækifæri til að klæðast honum fyrr en á hrekkjarvökunni. Gerði mig til og fór svo í kveðjupartý til Katie (stelpu sem ég hef skrifast við því hún er eigandi Ether online magazine). Ég var sú eina sem var klædd í búning, talandi um að vera öðruvísi. Ég fór á nokkra staði með Katie of fylgiliði en fékk svo nóg og fór heim. Engin stemmning.



Er annars bara búin að taka atvinnuleysinu í afslappelsi og sjónvarpsglápi, lít á það sem frí í Vín.