Monday, August 28, 2006

Mynd Amsterdamferðarinnar

Á fyrsta kvöldinu endaði ég með Ásdísi á bar við hliðina á hótelinu í svaka löngu spjalli. Þar sem hvorug ég né Ásdís höfðum talað við vini okkar undanfarið (flest farin í sumarfrí) og ekki við hvor aðra misstum við okkur í stelpuspjall dauðans. Í lok kvöldsins var okkur litið til hliðar og sáum stráka með hollandshatta með appelsínugulum fléttum að spila billiard. Okkur fannst þetta frekar skondið svo Ásdís vildi eiga mynd af þessu en þorði ekki að spurja, svo auðvitað fór ég yfir til þeirra og bað um eina mynd. Þeir vildu hafa Ásdísi með og myndin=priceless.
Það er eins og Ásdís hafi gert e-h af sér... svaka svipur á henni.

Amsterdam var sérstök, hún var blanda af bretlandi og köben fannst mér. Ekki einungis fólkið var skakkt þar heldur húsin líka (ótrúlega serstök hús). Svo þurfti maður að passa sig að fara á rétt coffeshop, ekki nema þú vildir fá þér hassköku og maríjúana. Við fjölskyldan komum öll frá sitthvoru landinu og hittumst í amsterdam. Mamma og pabbi frá London (Bretlandi), ég frá Vín (Austurríki), Ásdís frá Århus (Danmörku) og Stefán frá Berlín (Þýskalandi þar sem hann var að keppa í keilu). Mamma og pabbi sóttu mig og Ásdísi á flugvellinn en stefán kom ekki fyrr en næsta dag. Við tókum lest og löbbuðum svo upp á hótel Golden Tulip, rosa fínt hótel. Um kvöldið löbbuðum við svo um bæinn og fórum á Hard Rock og fengum okkur að borða. Voða huggulegt.

Næsta dag á meðan pabbi var að sækja stefán á flugvöllinn notuðum við tækifærið stelpurnar og versluðum. Misstum okkur í SPS (rosa flottar vörur í þessari búð) og keyptum við okkur allar eins jakka og buxur, geðveikar gellur. Áður en pabbi hafði farið og mamma var að hlaupa höfðum við farið í Fame, tónlistar og dvd búð og misstum okkur í dvdinu (eða ég mest). Svo kom Stefán og við fórum og sungum afmælissönginn fyrir hann. Svo löbbuðum við um bæinn og fórum í bátsferð um síkin, rosalega áhugavert að sjá borgina þannig. Næst var haldið á ítalskan veitingastað sem tók smá ´tima að finna. Við enduðum svo 18 ára afmælisdag bróður míns í rauða hverfinu, þar sem vændiskonur eru hafðar í gluggum. Rosalega brá me´r að sjá þetta. Hafði aðeins séð svona lagað í sjónvarpinu og minnti þetta á Roxanne með the Police. Ásdís reyndi að taka mynd af þessu en var hótað af einum verðinum (eða á maður að segja PIMP).

Næsta dag áður en við héldum til Aruba var farið á Maddam Toussoud safnið. Rosa gaman að fara og tók fjölskyldan svo margar myndir að engin mun gleyma þeirri ferð. Ég var þó skíthrædd í nýja Pirates of the Caribbean þar sem þú ferð um þröngan gang í miklu myrkri með ógnvægilegum hljóðum og bíður eftir að öskra þegar einhver manneskja kemur við þig. Ímyndaðu þér, við ýttum Stefáni fremst, svo var ég haldandi fyrir eyrun og Ásdís öskrandi. Annars varð ég fyrir vonbrigðum hvað sumar eftirlíkingarnar voru lélegar. Svo var leiðinni haldið upp á flugvöll þar sem við tókum 9 1/2 tíma flug til Aruba. Fun fun fun!!
Posted by Picasa

2 comments:

EggertC said...

Til hamingju með nýja bloggið.

Anonymous said...

Kool