Die Lange Nacht der Museen
Þann 7.október var löng nótt safna haldin í sjöunda sinn í Austurríki, Lictenstein og Vaduz. Þá voru næstum öll söfnin opin frá 6 til 1 um nóttina fyrir eitt verð 12 evrur og komst inn á öll söfnin. Um 336.800 manns sóttu atburðin og ég og vinkonur mínar voru engin undantekning.
Við mættum a Heldenplatz um 6 leytið og keyptum miða og biðum þar til söfnin opnuðu. Þá löbbuðum við inn á Albertinu þar sem var sýning með verkum Picasso. Magnað að sjá það, maður sá að hann var mikill kvennamaður þar sem flestar myndir voru af konulíkumum og teiknaði hann mjög nákvæma mynd af því (eiginlega of grófa á köflum). Maður fór að finna seinna hversu margir voru á safninu. Það var engin loftkæling og salirnir fóru að fyllast af fólki. Mér fannst eins og það væri að líða yfir mig. Mig vantaði loft, mig vantaði e-h að drekka. ég tók upp vatn en þá þaut einn öryggisvörður að mér og sagði að drykkir væru bannaðir. Ég trúði þessu ekki, ekkert loft og ekkert vatn, hvað á maður að deyja þarna inni. Ég gat ekki séð meira. Ég hljóp á milli verka með vinkonum mínum til að sjá allt og við þutum síðan út.
Næst héldum við leið okkar á Naturhistorische museum. Manuelu langaði svo að sjá e-h skordýrashow svo við fórum þangað og við fengum svört 3D gleraugu til ad horfa á skjáinn, þetta var ekki smekklegt og ég varaði Manuelu "ef ég fæ martröð í nótt, þá er það þér að kenna." Eftir sýninguna vildi ég ekki sjá meira af skordýrum svo ég fór á cafeteríuna þar sem þau voru með bóksölu. Ótrúlegt úrval, ég keypti tvær bækur, Wurthering Hights og úrdrátt úr Crucibles, á tvær evrur. Var nett sátt með mín kaup. Svo kíktum við á Venus, fyrstu konuna og fórum svo út. Mér fannst byggingin mun flottari heldur en mikið af því sem var inni. Ótrúlegt hvað byggingarnar og stytturnar eru fallegar í Vín. Þau leggja miklar áherslu a fegurð.
Síðasta stopp var Museumsquarter þar sem við tókum eftir að margir voru með heyrnatól og syngjandi lög. Ég spurðist fyrir um þetta og kom þá í ljós að maður gat fengið heyrnatól til að hlusta á meðan maður væri að skoða listaverkin í söfnunum. Brilliant hugmynd sem margir notfærðu sér. Við enduðum kvöldið á Mcdonalds og ég fór svo heim enda klukkan orðin margt.
Die Lange Nacht der Museen var rosalega áhugavert kvöld og fannst mér ég hafa séð mikið go skemmt mér vel. Íslendingar ættu að taka upp á þessu enda eru mörg söfn sem við vitum ekki af. Íslendingar hefðu gott að kíkja á söfnin sín og sjá menninguna sem við höfum að bjóða.
Þann 7.október var löng nótt safna haldin í sjöunda sinn í Austurríki, Lictenstein og Vaduz. Þá voru næstum öll söfnin opin frá 6 til 1 um nóttina fyrir eitt verð 12 evrur og komst inn á öll söfnin. Um 336.800 manns sóttu atburðin og ég og vinkonur mínar voru engin undantekning.
Við mættum a Heldenplatz um 6 leytið og keyptum miða og biðum þar til söfnin opnuðu. Þá löbbuðum við inn á Albertinu þar sem var sýning með verkum Picasso. Magnað að sjá það, maður sá að hann var mikill kvennamaður þar sem flestar myndir voru af konulíkumum og teiknaði hann mjög nákvæma mynd af því (eiginlega of grófa á köflum). Maður fór að finna seinna hversu margir voru á safninu. Það var engin loftkæling og salirnir fóru að fyllast af fólki. Mér fannst eins og það væri að líða yfir mig. Mig vantaði loft, mig vantaði e-h að drekka. ég tók upp vatn en þá þaut einn öryggisvörður að mér og sagði að drykkir væru bannaðir. Ég trúði þessu ekki, ekkert loft og ekkert vatn, hvað á maður að deyja þarna inni. Ég gat ekki séð meira. Ég hljóp á milli verka með vinkonum mínum til að sjá allt og við þutum síðan út.
Næst héldum við leið okkar á Naturhistorische museum. Manuelu langaði svo að sjá e-h skordýrashow svo við fórum þangað og við fengum svört 3D gleraugu til ad horfa á skjáinn, þetta var ekki smekklegt og ég varaði Manuelu "ef ég fæ martröð í nótt, þá er það þér að kenna." Eftir sýninguna vildi ég ekki sjá meira af skordýrum svo ég fór á cafeteríuna þar sem þau voru með bóksölu. Ótrúlegt úrval, ég keypti tvær bækur, Wurthering Hights og úrdrátt úr Crucibles, á tvær evrur. Var nett sátt með mín kaup. Svo kíktum við á Venus, fyrstu konuna og fórum svo út. Mér fannst byggingin mun flottari heldur en mikið af því sem var inni. Ótrúlegt hvað byggingarnar og stytturnar eru fallegar í Vín. Þau leggja miklar áherslu a fegurð.
Síðasta stopp var Museumsquarter þar sem við tókum eftir að margir voru með heyrnatól og syngjandi lög. Ég spurðist fyrir um þetta og kom þá í ljós að maður gat fengið heyrnatól til að hlusta á meðan maður væri að skoða listaverkin í söfnunum. Brilliant hugmynd sem margir notfærðu sér. Við enduðum kvöldið á Mcdonalds og ég fór svo heim enda klukkan orðin margt.
Die Lange Nacht der Museen var rosalega áhugavert kvöld og fannst mér ég hafa séð mikið go skemmt mér vel. Íslendingar ættu að taka upp á þessu enda eru mörg söfn sem við vitum ekki af. Íslendingar hefðu gott að kíkja á söfnin sín og sjá menninguna sem við höfum að bjóða.
2 comments:
Gaman að þið skylduð ná að nýta ykkur þetta. Það hlýtur að vera frábært að sjá öll þessi listaverk.
Kveðja,
Pabbi
Briljant stemmning.... vá mig hefur svo lengið langað að lesa Wurthering Hights mér er sagt að þetta sé tvær langar leiðinlegar sögur er það satt?? Þú gant sko að njótta lífsins þarna úti. Heyumst!!!
Post a Comment