Fór á Gwen Stefani tónleika og varð alls ekki fyrir vonbrigðum…hún var stórkostleg. Tók þó mest af lögunum af nýju plötunni og nokkur af Love, Angel, Baby. Töff búningar, dansarar og show. Svo þess á milli spjallaði hún við áhorfendurna og minntist á hve stórkostlegar byggingarnar voru. Hún sagði að hún kæmi frá Orange County og það sem kæmist næst því væri Disneyland og bætti svo við “Man, they ripped you off.” Hreint út sagt frábær skemmtikraftur sem syngur af lífi og sál….eins og hún segir sjálf: “I´m just an orange county girl, living in an extra-ordinary world.”
Annars er ég búin að vera að hanga með Lumi, vinunum og skrifa greinar.