Wednesday, October 17, 2007

Heimsókn og helgarferð til Kosovo

Loksins kom vinur í heimsókn til mín…Óli Helgi kom til Vínar og gisti hjá mér. Það var svaka stuð hjá okkur. Við fórum í hestvagn um borgina, dýragarðinn, skólapartý (Moulin Rouge), “long night of the museums” (frítt á öll söfnin, fórum á Lipizzaner, Kunsthistorische og Naturhistorische museum) og svo á KFC og Subway (því þeir eru ekki á Ítalíu þar sem Óli býr þessa dagana). Héngum með Lumi þar á milli. Æðislegt að fá hann í heimsókn :)



Ég fór til Kosovo í helgarferð. Það var svaka gaman, ég hitti fjölskyldu lumi´s, fékk að sjá kosovo (Vushtrri, Pristine og Mitrovica) og hanga með Lumi. Það var mikil fátækt þarna og maður sá á landslaginu að það hefði verið stríð þar en það sem mér fannst magnað var fólkið. Fólkið var svo yndislegt. Þrátt fyrir að ég talaði litla sem enga albönsku tók það mér með opnum örmum og reyndi sitt besta að kynnast mér. Frábær ferð :)



Vil óska mömmu innilega til hamingju með Glitnir award (best í vinnunni sinni) og svo Stebba með að fá jafngildi High School í Bandaríkjunum og hann komst inn í Wichita State University. Fjölskyldan mín er að standa sig ótrúlega vel, ekkert sem kemur á óvart enda Klassafjölskylda ;)

2 comments:

Anonymous said...

vá hvað það er lant síðan að maður hefur heyrt þennan: Klassafjölskylda :D good old times.
hitt mömmu þína og pabba einmitt á röltinu í nýja hverfniu mínu um daginn :D:D

Anonymous said...

Hæ sæta :)
Frábært að þú skemmtir þér vel í Kosovo, mjög gaman að sjá myndirnar og fjölskylduna hans Luma :)
Hafðu það sem allra best
Miss you :*