Ég verð að viðurkenna að mér finnst nett fyndið að fylgjast með hvernig gengi tónlistarmyndbands mín er á youtube, einungis til að finna út að ég er ekki bara nr.1 heldur líka nr.5 yfir vinsælustu myndböndin á www.69.is.... gaman að þessu.
Einnig er áhugavert að helstu gagnrýnendur mínir eru íslendingar, ef þið skoðið profilana á kommentum sem ég hef fengið á youtube, þau slæmu eru ætíð frá íslendingum.
Hef fengið mjög góðar viðtektir frá fólki og kunningjum í skólanum mínum, fyrrum kennari minn gaf mér ráð hvernig ég ætti að markaðsetja mig, var komin strax með hugmyndir um að selja boli og geisladiska, ég brosti og hugsaði með mér hve gamlir verzlingar hefðu hlegið hátt við að heyra þetta. Ég held ég þurfi að vera aðeins þekktari til að geta grætt á að selja geisladiska og boli. Kannski seinna meir ;)
3 comments:
Gaman að sjá þetta Anna mín. Það sannast hið fornkveðna að enginn er spámaður í eigin föðurlandi. Það eru alltaf einhverjir til í að öfundast og eyðileggja. Það eru líka jákvæð ummæli sem eru góð á móti hinu bullinu. Mér finnst öllu merkilegra að það er búið að skoða myndbandið rúmlega 6.400 sinnum, sem er aldeilis árangur.
Kveðja,
Pabbi
Hæ! Ég sá að þú varst komið með nýtt blogg á MSN-inu. Gaman að sjá hvað þú ert að gera - Ertu að klára skólann núna?
Sé að þú ert ennþá með Lumi og ennþá í Vín (Nett öfund hérna megin!)
Ég er líka með blogg ef þú vilt kíkja www.123.is/thordiskolbrun
P.S. Ég hafði gaman af vídjóinu! ;) Og vertu ekki að hlusta á þessa Íslendinga - Við erum voðalega misheppnuð í að kunna að gleðjast og gera gott úr svona hlutum.
Heyrumst - Hafðu það sem allra best! :-)
Kveðja,
Þórdís Kolbrún, ex-Vínari
Anna thu ert ædi.
Post a Comment