Sunday, April 27, 2008

Tónleikar AC



Fyrstu tónleikar mínir í Vín voru haldnir þann 13.apríl á Studio 52, nýjum tónlistarstað. Þar söng ég lög eftir Arethu Franklin, Aliciu Keys, The Supremes, Jackson 5, The Temptations og fleiri. Svo endaði ég á mínum eigin lögum. Ég gleymdi nokkrum textum en lék á létta strengi og tók mín lög svo vel að áhorfendur voru ánægðir með frammistöðu mína.

Vinir mínir studdu við bakið á mér, dönsuðu við lögin og sköpuðu stemmingu sem ég kunni að meta. Ég og Alexandra fengum afhend Webbies verðlaunin alræmdu við góðar undantektir frá vinum og kunningjum úr Webster. Í lok kvöldsins fengum við frítt skot á kostnað hússins og dönsuðum við góða tónlist. Ég fór svo heim þar sem Lumi og ég skáluðum í kampavíni. Yndislegt kvöld.

Monday, April 14, 2008

Vinningshafi



RING RING... ""ayo technology lagið, símhringingin mín hringir, ég hálfsofandi lít á klukkuna. 5.50...hver hringir á þessum tíma?

"Congratulations sweety, you won 2 weebies" (til hamingju, þú vannst tvö webbies)
Ég vissi ekki einu sinni að ég væri tilnefnd fyrir tvo en töff.

Kom í ljós að ég hafði verið tilnefnd til fleiri verðlauna og vann fyrir videoið "Opera: the next generation" (sem ég gerði með Alexöndru) og "Provoking Peace" (fyrsta greinin mín í Vienna Review). Alexandra vann einnig tvö verðlaun, fyrir "Fortune Cookies" (sem ég klippti) og "Illegal immigrants" (grein í Vienna Review). Ég get því strikað "vinna bikar" af lífslistanum.