
Fyrstu tónleikar mínir í Vín voru haldnir þann 13.apríl á Studio 52, nýjum tónlistarstað. Þar söng ég lög eftir Arethu Franklin, Aliciu Keys, The Supremes, Jackson 5, The Temptations og fleiri. Svo endaði ég á mínum eigin lögum. Ég gleymdi nokkrum textum en lék á létta strengi og tók mín lög svo vel að áhorfendur voru ánægðir með frammistöðu mína.
Vinir mínir studdu við bakið á mér, dönsuðu við lögin og sköpuðu stemmingu sem ég kunni að meta. Ég og Alexandra fengum afhend Webbies verðlaunin alræmdu við góðar undantektir frá vinum og kunningjum úr Webster. Í lok kvöldsins fengum við frítt skot á kostnað hússins og dönsuðum við góða tónlist. Ég fór svo heim þar sem Lumi og ég skáluðum í kampavíni. Yndislegt kvöld.