
RING RING... ""ayo technology lagið, símhringingin mín hringir, ég hálfsofandi lít á klukkuna. 5.50...hver hringir á þessum tíma?
"Congratulations sweety, you won 2 weebies" (til hamingju, þú vannst tvö webbies)
Ég vissi ekki einu sinni að ég væri tilnefnd fyrir tvo en töff.
Kom í ljós að ég hafði verið tilnefnd til fleiri verðlauna og vann fyrir videoið "Opera: the next generation" (sem ég gerði með Alexöndru) og "Provoking Peace" (fyrsta greinin mín í Vienna Review). Alexandra vann einnig tvö verðlaun, fyrir "Fortune Cookies" (sem ég klippti) og "Illegal immigrants" (grein í Vienna Review). Ég get því strikað "vinna bikar" af lífslistanum.



3 comments:
Til hamingju Anna mín. Frábært hjá þér.
Knús
Pabbi
vá til hamingju Anna mín :D æðislegt!!
TIL HAMINGJU!!
Ekkert smá flottir vinningsgripir og hvað þá vinningshafar!
Bið að heilsa!
Post a Comment