Við fengum afhenta í dag nýja íbúð í Hütteldorferstrasse, 66 fermetra, með þvottavél, ofni, 2 rúmum, skápum, borði og stólum. Íbúðin 15 min frá miðbænum með u-bahn U3, í mjög góðu hverfi með líkamsræktarstöð á móti og fullt af búðum. Við flytjum um helgina eða í seinasta lagi í byrjun næstu viku.
Wednesday, May 21, 2008
Saturday, May 17, 2008
Útskriftarball
Útskriftarballið var haldið á Hotel Intercontinental. Ég og Lumi mættum aðeins fyrr til að stoppa við í Alumni coctail þar sem við heilsuðum upp á kennara og aðra nemendur. Við hittum svo mömmu, pabba og Ásdísi og settumst á borðið Sameinuðu þjóðirnar (United Nations) ásamt fjölskyldu tékkneskrar skólasystur minnar. Fyrst voru haldnar ræður og svo borðhald. Þar var buffet svo nóg góðgæti í boði.
Ég fékk verðlaun frá nemendafélaginu fyrir starf mitt þar og söng svo ásamt Julian. Ég spurði hvar míkrófóninn væri og stjórnandinn benti á púltið. Ég fékk sjokk. Sem betur fer hækkaði einn maður í míkrófoninum svo fólkið heyrði allavega í mér. Við tókum tvö af okkar lögum, fyrst "I feel it at night" og svo "Blind" við frábærar undirtektir. Ein lítil stelpa kom meira að segja til miín til að segja hve góð söngkona ég væri...ótrúlega sætt. Fyrsti aðdáandinn af mörgum. Meira að segja fjölskyldan og Lumi voru hissa á hve góð söngkona ég væri. Gaman að koma fólki á óvart. Við dönsuðum smá og fórum svo á hinn endann á hótelinu, til að spjalla í ró og næði. Ljúf fjölskyldustund ásamt Lumi. Frábær endir a´frábæru kvöldi.
Ég fékk verðlaun frá nemendafélaginu fyrir starf mitt þar og söng svo ásamt Julian. Ég spurði hvar míkrófóninn væri og stjórnandinn benti á púltið. Ég fékk sjokk. Sem betur fer hækkaði einn maður í míkrófoninum svo fólkið heyrði allavega í mér. Við tókum tvö af okkar lögum, fyrst "I feel it at night" og svo "Blind" við frábærar undirtektir. Ein lítil stelpa kom meira að segja til miín til að segja hve góð söngkona ég væri...ótrúlega sætt. Fyrsti aðdáandinn af mörgum. Meira að segja fjölskyldan og Lumi voru hissa á hve góð söngkona ég væri. Gaman að koma fólki á óvart. Við dönsuðum smá og fórum svo á hinn endann á hótelinu, til að spjalla í ró og næði. Ljúf fjölskyldustund ásamt Lumi. Frábær endir a´frábæru kvöldi.
Tuesday, May 13, 2008
Útskrifuð sem fjölmiðlafræðingur
Þann 10.maí útskrifaðist ég með B.A. gráðu í fjölmiðlafræði frá Webster University í Vín. Dagurinn byrjaði um 9 leytið þegar við fórum í Konzerthaus í myndatökur og á æfingu. Svo var klukkustunda bið sem ég notfærði til að stelast á mcdonalds. Svo var stóra stundin runnin upp. Þar sem þetta er amerískur skóli vorum við klædd í amerísku útskriftarfötunum og gengum inn við ameríska útskriftarsönginn, mér leið eins og í bíómyndunum. Ég var í fyrstu röð þar sem ég fór upp í púlt til að veita verðlaun fyrir kennara ársins, ég hélt því ræðu um Anthony Löwstedt og gekk mjög vel.
Næst voru haldnar ræður og veitt verðlaun. Gaman að margir kunningjar mínir fengu verðlaun og voru beðnir að standa upp. Ég fékk einnig að standa upp þegar minnst var á Community Service Awards. Svo voru bachelor beðnir að standa upp og koma þegar kallað var á nafnið þeirra, einn í einu var kallaður upp, tók í hönd skólastjórans, diploma í hinni hendi (sem var nú ekki alvöru diploma heldur frá alumni félaginu)og brosti til myndatökumannsins og gekk svo af sviðinu. Gaman að sjá fjölskylduna með íslenska fánann. Fleiri ræður og svo labbað út.
Við eyddum tímanum eftir athöfnina að kveðja fólk og héldum svo í næsta garð, Stadtpark til að taka myndir af mér bachelor, Ásdísi master og pabba doktor, og fögnuðum svo á uppáhalds kaffihúsið okkar Cafe Central. Loks var haldið heim á hótel til að hvíla sig fyrir kvöldið.
Næst voru haldnar ræður og veitt verðlaun. Gaman að margir kunningjar mínir fengu verðlaun og voru beðnir að standa upp. Ég fékk einnig að standa upp þegar minnst var á Community Service Awards. Svo voru bachelor beðnir að standa upp og koma þegar kallað var á nafnið þeirra, einn í einu var kallaður upp, tók í hönd skólastjórans, diploma í hinni hendi (sem var nú ekki alvöru diploma heldur frá alumni félaginu)og brosti til myndatökumannsins og gekk svo af sviðinu. Gaman að sjá fjölskylduna með íslenska fánann. Fleiri ræður og svo labbað út.
Við eyddum tímanum eftir athöfnina að kveðja fólk og héldum svo í næsta garð, Stadtpark til að taka myndir af mér bachelor, Ásdísi master og pabba doktor, og fögnuðum svo á uppáhalds kaffihúsið okkar Cafe Central. Loks var haldið heim á hótel til að hvíla sig fyrir kvöldið.
Community Service Awards
"Webster University Vienna Austria Community Service Award is presented to Anna Claessen in recognition of her distinguished contribution to the Webster student body and the surrounding community."
Á hverju ári haldið Honors ball (eða ball fyrir verðlaunahafa)daginn fyrir útskrift til að verðlauna þá sem fengu hæstu einkunnirna eða gáfu mest til samfélagsins. Ég fékk síðari verðlaunin fyrir framlag mitt til Webster (nemendafélagið, Vienna Review, Webcast og fleira).
Verðlaunaafhendingin var haldin í Bösendorfer saal og heppilega voru mamma, pabbi og Ásdís komin til Vínar, svo þau gátu séð sér fært um að mæta. Þetta var kokkteilboð, svo ræður, verðlaun veitt til viðeigandi nemenda og svo voru veitingar eftir á. Formaður Webster Alumni kallaði mig upp, hélt ljúfa ræðu um mig og framlag mitt til Webster og svo fékk ég afhent verðlaunaskjal. Það var rosa gaman að sjá svipinn á fjölskyldunni, svo stolt.
Við enduðum kvöldið á að fara fjölskyldan á argentískan stað. Þar sem við vorum svo fín, fengum við smekki sem Ásdís gat ekki hætt að hlæja að. Svo tókum við leigubíl, fjölskyldan á hótelið og ég heim.
Á hverju ári haldið Honors ball (eða ball fyrir verðlaunahafa)daginn fyrir útskrift til að verðlauna þá sem fengu hæstu einkunnirna eða gáfu mest til samfélagsins. Ég fékk síðari verðlaunin fyrir framlag mitt til Webster (nemendafélagið, Vienna Review, Webcast og fleira).
Verðlaunaafhendingin var haldin í Bösendorfer saal og heppilega voru mamma, pabbi og Ásdís komin til Vínar, svo þau gátu séð sér fært um að mæta. Þetta var kokkteilboð, svo ræður, verðlaun veitt til viðeigandi nemenda og svo voru veitingar eftir á. Formaður Webster Alumni kallaði mig upp, hélt ljúfa ræðu um mig og framlag mitt til Webster og svo fékk ég afhent verðlaunaskjal. Það var rosa gaman að sjá svipinn á fjölskyldunni, svo stolt.
Við enduðum kvöldið á að fara fjölskyldan á argentískan stað. Þar sem við vorum svo fín, fengum við smekki sem Ásdís gat ekki hætt að hlæja að. Svo tókum við leigubíl, fjölskyldan á hótelið og ég heim.
Thursday, May 08, 2008
Subscribe to:
Posts (Atom)