Næst voru haldnar ræður og veitt verðlaun. Gaman að margir kunningjar mínir fengu verðlaun og voru beðnir að standa upp. Ég fékk einnig að standa upp þegar minnst var á Community Service Awards. Svo voru bachelor beðnir að standa upp og koma þegar kallað var á nafnið þeirra, einn í einu var kallaður upp, tók í hönd skólastjórans, diploma í hinni hendi (sem var nú ekki alvöru diploma heldur frá alumni félaginu)og brosti til myndatökumannsins og gekk svo af sviðinu. Gaman að sjá fjölskylduna með íslenska fánann. Fleiri ræður og svo labbað út.
Við eyddum tímanum eftir athöfnina að kveðja fólk og héldum svo í næsta garð, Stadtpark til að taka myndir af mér bachelor, Ásdísi master og pabba doktor, og fögnuðum svo á uppáhalds kaffihúsið okkar Cafe Central. Loks var haldið heim á hótel til að hvíla sig fyrir kvöldið.
1 comment:
TIL HAMINGJU ÖLL SÖMUL!
Post a Comment