Sunday, June 22, 2008

Hostessen

Vann sem hostessen fyrir Castrol Group v/Euro (evrópumótsins í fótbolta, sem er meðal annars haldið í Vín)á síðasta föstudag og verð að vinna þar einnig frá 27-30.júní.

Castrol hafði haft fótboltakeppni fyrir vipskiptavini Castrol um allan heim og þeir sem unnu áttu að spila á þessum velli og sigurvegarar fengu bikar.

Ég mætti á flugvöllinn um 8:30 á föstudag, einungis til að bíða til 12:15 þegar við settum skilti í rútuna og svo um eitt leytið komu leikmennirnir loksins. Ég tók á móti 9 dönum (mínu liði) og svo einum breta og var með stelpu, Marie, í rútu sem tók á móti hollendingum. Við þurftum svo að ´biða í langan tíma eftir austurrísku fótboltamönnunum því við vissum ekki hvar þeir voru. Marie talaði sem mest svo ég slappaði af. Við fórum með þá á hótel Bio Vital í bænum Gars am Kamp sem er 1 og 30 klst frá Vín.



Það var rosa fallegt veður og nutum við þess í botn. Við fórum í hádegismat, svo á fótboltavöllinn og svo um kvöldið var dregið hver spilaði á móti hver öðrum. Danska liðið mitt var mjög skemmtilegt og vildi svo til að fjórir af þeim voru frá Kosovo, hverjar eru líkurnar? Einn var meira að segja frá bænum hans Lumi. Maturinn var ekki spes, en annars æðislega gaman að komast úr borginni og njóta góða veðursins í þessari litla, litríka bæ.

Saturday, June 14, 2008

Þrefalda útskriftarveislan

Ein af aðalástæðunum fyrir komu okkar frá þrefalda útskriftarveislan okkar fjölskyldu, ég með B.A. gráðu í fjölmiðlafræði, Ásdís með master í sálfræði og pabbi með doktor í viðskiptafræði. Sú veisla var haldinn á 20.hæð í Turninum í Kópavogi. Um 150 manns komu, hvorki meira né minna, mamma var veislustjóri og var okkur veitt muni til minningar um frábæran árangur okkar. Við systurnar fengum uglur og pabbi fékk hlaupakall og uglu frá ömmu og afa, en þau héldu rosa ljúfa ræðu í þokkabót. Vinir pabba, vinkona Ásdísar og vælsdruslurnar, vinkonur mínar héldu einnig mjög ljúfar ræður. Vel heppnað kvöld og vil þakka kærlega fyrir allar gjafirnar.



Vælsdruslurnar buðu okkur í mat á Caruso sem útskriftargjöf og svo tókum við billjardleik í lágmúlanum. Yndislegt að hitta stelpurnar og leist Lumi vel á þær, fannst þær skemmtilegar.



Þetta var stutt en long ferð og ég vonast til að flugfélögin fari að hefja beinar ferðir til Íslands svo við getum heimsótt meira.

Íslandsferðin alræmda

Lumi kom loksins til Íslands með mér. Við flugum til Köben og lentum svo á Íslandi. Ég var steinbúin að gleyma hve kalt er á Íslandi á sumrin. Við vorum frá sunnudegi til föstudagsmorgun. Mikil dagskrá og fáir dagar en við náðum að gera mest allt

Við keyrðum og sáum Þingvelli, Geysi, Gullfoss og Bláa Lónið. Það var mjög mikill vindur svo við fengum að finna fyrir Gullfossi og myndavélin okkar líka. Lumi varð mjög hrifin af landinu okkar og ekki síst þessum fallegu stöðum.



Það var sól og blíða einn daginn og notuðum við hann til að kíkja á bakvið moan og slappa af við Vífilstaðavatn. Ótrúlega fallegt þar.



Við fórum einnig í Perluna, keyrðum niður Laugaveginn, miðbæinn, Kópavog, Hafnarfjörð og Garðabæ. Fjölskyldan fór með okkur í keilu og við kíktum einnig á Taco bells. Við pöntuðum auðvitað Dominos og fórum á American Style. Hvað get ég sagt, ég elska skyndibitastaði á Íslandi og varð að deila því með ástinni minni.

Sunday, June 01, 2008

"I couldn´t help but wonder...."

Bíógagnrýni
1. "Sex and the city:" frábær frammtistaða hjá kim cattral, söruh jessicu parker, kristin davis og cynthiu nixon, svo vel leikin, frábær söguþráður, flott tískan, tónlistin skemmtileg og áhugaverð efni rædd. Sá hana tvisvar og mun kaupa hana á dvd um leið og hún kemur út. Besta mynd sem ég hef séð í langan tíma

2. "Love and other disasters:" rómantísk gamanmynd með Brittany Murphy og öðrum óþekktum (breskum) leikurum. Blanda af "Devil wears Prada" og "Bridget Jones."

3. "What happens in Vegas:" skemmtileg mynd með Ashton Kutcher og Cameron Diaz, fyndin á köflum en of mikið af efninu gefið í trailernum. Var fyndin jafnvel á þýsku.

4. "Made of honor:" mynd með Patrick Dempsey (þekktur sem Mcdreamy úr Grey´s Anatomy) og öðrum leikurum. Skemmtileg á köflum en fannst endirinn of týpískur og óraunveruleikur. Trailerinn gaf einnig bestu bitana.

ps. fyrirsögnin er frasi úr sex and the city (bæði myndinni og þáttunum)

Mæli með:
"Bucket list"(með Jack Nicholson og Morgan Freeman) og "Over her dead body" (með Evu Longoriu og Paul Rudd, kemur skemmtilega á óvart)