Saturday, June 14, 2008

Íslandsferðin alræmda

Lumi kom loksins til Íslands með mér. Við flugum til Köben og lentum svo á Íslandi. Ég var steinbúin að gleyma hve kalt er á Íslandi á sumrin. Við vorum frá sunnudegi til föstudagsmorgun. Mikil dagskrá og fáir dagar en við náðum að gera mest allt

Við keyrðum og sáum Þingvelli, Geysi, Gullfoss og Bláa Lónið. Það var mjög mikill vindur svo við fengum að finna fyrir Gullfossi og myndavélin okkar líka. Lumi varð mjög hrifin af landinu okkar og ekki síst þessum fallegu stöðum.



Það var sól og blíða einn daginn og notuðum við hann til að kíkja á bakvið moan og slappa af við Vífilstaðavatn. Ótrúlega fallegt þar.



Við fórum einnig í Perluna, keyrðum niður Laugaveginn, miðbæinn, Kópavog, Hafnarfjörð og Garðabæ. Fjölskyldan fór með okkur í keilu og við kíktum einnig á Taco bells. Við pöntuðum auðvitað Dominos og fórum á American Style. Hvað get ég sagt, ég elska skyndibitastaði á Íslandi og varð að deila því með ástinni minni.

No comments: