Wednesday, August 27, 2008

Kosovo sumarferð

Í tilefni þess að Lumi er komin til baka (með myndavélina) er komin tími til að ég bloggi um Kosovo sumarferðina okkar.

Við fórum til Kosovo í lok júlí og gistum í nýja húsinu hans Lumi í Vushtrri. Fjölskyldan hans alltaf jafn ljúf og passaði upp á okkur. Það voru rosa margir kunningjar hans sem komu svo við hittum enn meira af fólki, gaman að hitta fólkið en stundum þurfti ég að fá stundarfrið alein, að ná brosinu upp aftur (að skilja ekki tungumálið og brosa út í eitt tekur stundum á).



Við kíktum mikið til Film City og Mitrovica og keyptum rosa flottar vörur, gucci, polo, dolce&gabbana og chanel fyrir ódýrt verð. Svo auðvitað dvd, sem við misstum okkur í, nýjustu cd og dvd fyrir 100-200 krónur, æðislegt. Ég endaði þó með að kaupa minnst fyrir mig og mest fyrir fjölskyldu mína og vini.

Við fórum í margar bílferðir í helstu bæi Kosovo og út að borða í tilefni 4 ára sambandsafmæli okkar, var yndislegt að hanga með honum. Við kíktum einnig í vatnagarð og náðum okkur í smá lit. Versta var að lumi fékk sólsting og varð fárveikur næstu tvo daga, greyið.



Annars eyddum við miklum tíma heima hjá honum og með fjölskyldu hans. Yndisleg ferð

Thursday, August 14, 2008

Sma breytingar

biddu biddu biddu... eitthvad er odruvisi?

Ja breytt utlit, fleiri linkar og fleiri vitnanir i fraegt folk a sidunni minni.

Hvad get eg sagt, madur getur laert mikid af reynslum annarra og radum teirra.

Mer fannst ekki nog ad tid myndud bara fa bloggid i postinn heldur er gott ad hafa e-h fleira skemmtilegt a sidunni sem lokkar ykkur hingad...muhahhaha.

I lokin er garfield seria, fyrir ta sem finnst skemmtilegra ad sja myndir heldur en lesa texta. Einnig tvi garfield er svo skrambi fyndinn :P

Hlakka til ad heyra hvad ykkur finnst um tessar breytingar.

Saturday, August 09, 2008

Til hamingju með Gay Pride

Elsku Íslendingar

Innilega til hamingju með daginn. Ef ég væri á klakanum væri ég án efa með bestu vinum mínum sem eru samkynhneigð á palli dansandi eins og brjálæðingur eins og ég hef síðustu 4 ár eða svo. Ég styð sko vini mína.



Þetta er mikilvægt málefni og æðislegt að fólk taki þátt í göngunni. Við eigum að styðja okkar fólk. Langar nett mikið að vera á Gay Pride ballinu núna, Páll Óskar er án efa uppáhalds DJinn minn langar að dansa með Frikka og vinum mínum. Það hefur verið mér heiður að taka þátt í þessum degi.

kær kveðja,
Anna C