Í tilefni þess að Lumi er komin til baka (með myndavélina) er komin tími til að ég bloggi um Kosovo sumarferðina okkar.
Við fórum til Kosovo í lok júlí og gistum í nýja húsinu hans Lumi í Vushtrri. Fjölskyldan hans alltaf jafn ljúf og passaði upp á okkur. Það voru rosa margir kunningjar hans sem komu svo við hittum enn meira af fólki, gaman að hitta fólkið en stundum þurfti ég að fá stundarfrið alein, að ná brosinu upp aftur (að skilja ekki tungumálið og brosa út í eitt tekur stundum á).
Við kíktum mikið til Film City og Mitrovica og keyptum rosa flottar vörur, gucci, polo, dolce&gabbana og chanel fyrir ódýrt verð. Svo auðvitað dvd, sem við misstum okkur í, nýjustu cd og dvd fyrir 100-200 krónur, æðislegt. Ég endaði þó með að kaupa minnst fyrir mig og mest fyrir fjölskyldu mína og vini.
Við fórum í margar bílferðir í helstu bæi Kosovo og út að borða í tilefni 4 ára sambandsafmæli okkar, var yndislegt að hanga með honum. Við kíktum einnig í vatnagarð og náðum okkur í smá lit. Versta var að lumi fékk sólsting og varð fárveikur næstu tvo daga, greyið.
Annars eyddum við miklum tíma heima hjá honum og með fjölskyldu hans. Yndisleg ferð
1 comment:
Vá hvað þið eruð sæt
Post a Comment