Mánudagur: Vann til 5:30, fór svo á fund hjá Women´s Career Network (WCN). Það var grein eftir mig í mánaðarlega blaðinu þeirra. Ég skrifa minn eigin dálk þar sem var mjög vel tekinn. Gaman að geta skrifað meira. Hékk svo með Lumi restina af kvöldinu.
Þriðjudagur: Vinna og hékk svo með Lumi. Hann lofaði að horfa með mér á Eurovision. Þar sem er engin stemmning í Vín yfir Eurovision, ákvað ég að koma Lumi í Eurovision gír líkt og heima. Við skemmtum okkur mjög vel, þrátt fyrir að forkeppnin var hörmuleg, ég gat ekki trúað þeim löndum sem komust áfram. ég var að deyja úr spenningi, alveg að missa mig yfir að okkar land birtist síðast. Mér fannst Tyrkland og Finnland allt í lagi, en mér og Lumi fannst Ísland langflottast, LUmi fannst lagið rosalega gott, sagði meira að segja að það yrði í toppsætunum, hann sagði að ef Ísland ynni þá myndi hann koma með mér til Ísland og horfa á Eurovision keppnina live á Íslandi. Vá hvað það hefði verið gaman.
Miðvikudagur og fimmtudagur voru svipaðir, vann og kenndi svo brúðarvals hjá Casomai. Brúðarvals kennslan er rosalega vinsæl og finnst mér æðislega gaman að kenna fólkinu.
Föstudagur: vinna, jazzballet kennsla og svo brúðarvalskennsla. Ég hef þá hefð að fá mér subway og taka með heim og horfa á gott sjonvarpsefni. Horfði svo á tvöfaldan lokaþátt Grey´s Anatomy. GUÐ MINN GODUR... mæli ekki með að horfa á þann þátt áður en þú ferð að sofa. Var í sjokki og gat varla sofnað. Þurfti að horfa á gamanþátt til að jafna mig. Þvílíkur þáttur. Get ekki beðið eftir næstu seríu.
Laugardagur Mætti eldsnemma til að hjálpa við útskriftina hjá Webster (gamla skólanum mínum) og horfdi á athöfnina sjálfa. Ligia og Lenka voru að útskrifast og Ligia var valecdictorian, hélt aðalræðuna og vann fjölda verðlauna sem gerði okkur vinkonurnar svo stoltar. Ég saknaði fjölskyldunnar smá, fyrir ári voru þau í salnum, veifandi íslenska fáninum, stolt af mér. Allt gekk vel og ég fór heim og gerði mig tilbúna fyrir kvöldið. Ég hjálpaði til í Alumni coctail fyrirpartýinu með að sjá um skráningu og Alexandra hjálpaði í fatahenginu, voða gaman að hanga með henni. Svo kom að útskriftarballinu sjálfu þar sem ég hékk með vinkonum mínum (betra þekktar sem cashmere mafia, nema Aga er á Spáni). Æðislegt að við vorum allar þarna og gátum hangið saman. Við borðuðum góðan mat og svo átti ég að syngja.
Ég sæng 4 lög, 2 cover og 2 original.Ég byrjaði á að syngja "the climb" með miley cyrus, ég veit væmið lag en mér fannst það viðeigandi, svo söng ég mín lög "I feel it at night" og "Blonde in disguise." Að lokum tók ég "Dancing Queen" til að fá alla til að dansa og það gekk vel, allir komu á dansgólfið. DJ-inn var ekki góður, svo ég hefði helst viljað taka yfir en við reyndum að dansa sem mest. Ég var síðan svo þreytt eftir daginn og fæturnir voru að drepa mig svo ég fór heim með u-bahninum. Gott kvöld. Sá svo að Ísland hafði lent í 2.sæti í Eurovision, vá hvað ég var stolt. Til hamingju Ísland, akkúrat 10 ár síðan við lentum síðast í 2.sæti með "All out of Luck".
Sunnudagur svaf næstum allan daginn og hékk svo með Lumi. Ég var alveg búin á því eftir þessa viku. Sem betur fer var Lumi líka dauðþreyttur svo við vorum góð saman.
Ég hef verið frekar þreytt undanfarið og með heimþrá, líklega mikið v/Eurovision og svo útskriftarinnar (fjölskyldan var hjá mér á þessum tíma fyrir ári). Hér er engin stemmning yfir eurovision og þá vil ég vera heima í partýi hjá vinum og svo fara á Eurovision ball með Pál Óskari. Einnig því ég dýrka vorið heima á Íslandi, svo heitt og getum hangið úti í garði, körfubolta/fótbolta og sund. Vantar einnig alvöru vini hér, allir svo uppteknir. Hlakka mikið til að fara með Lumi til Alicante frá 20-25.júní og svo 9.júlí til 23.júlí til Íslands. Hlakka til að sjá ykkur.
Þangað til...
1 comment:
Vá hvað þú ert í flottum kjól. Sætust.
Post a Comment