Monday, July 27, 2009

Útvarpsviðtal við mig

Starfsmaður FM4 Steven Crilley tók viðtal við mig á föstudaginn v/umsókn Íslands í ESB. Þetta er annað viðtalið mitt við útvarpsstöðina, rosa gaman að fá smá innsýn í útvarpsstarf. Klikkið á linkinn fyrir neðan til að heyra viðtalið.

Viðtalið mitt

Saturday, July 25, 2009

Sumar á Íslandi

Miðvikudaginn 8.júlí (afmælisdagur mömmu) hélt ég áleiðis til Íslands, en stoppaði fyrst í Kaupmannahöfn, Danmörku til að heimsækja systur mína (sem er ólétt af tvíburum). Ég heilsaði upp á hana og unnustann, sá heimilið þeirra sem var fullt af barnadóti og fór svo með systur minni niður í bæ þar sem við hittum vini hennar og keyptum afmælisgjöf handa móður okkar. Það var yndislegt að hitta hana enda hef ég saknað hennar.



Eftir nokkurra klst flugferð var ég komin til íslands. Mamma sótti mig og fór með mig á detoxstöðina sem hún á (ásamt Jónínu Ben) í Reykjanesbæ. Áhugavert að koma frá vín og kaupmannahöfn til keflavíkur þar sem ríkti ró og friður. Engin á ferli. Mamma sýndi mér detoxstöðina, rosalega flott og kósý staður og við enduðum síðan kvöldið með að fara í heita pottinn, yndislegur endir á löngum degi.



Ég vaknaði hress og kát á þriðjudeginum og fór í gönguferð með fólkinu á detoxstöðinni. Eftir að hafa teygt á fór ég svo í nudd hjá tveimur pólskum nuddurum sem vinna á stöðinni. Stundum er ekkert betra en að slappa af og fá nudd. Ég fór svo í herbergið mitt og horfði á Out of Africa þar til pabbi kom að sækja mig. Við keyrðum í smáralindina, keypti íslenskan mat þar á meðan pabbi keypti hjól sem afmælisgjöf handa mömmu. Um kvöldið fór svo fjölskyldan mín út að borða á Ítalíu til að fagna afmæli mömmu. Ótrúlegt hvað fjölskylda mín lítur vel út, allir svo grannir, stefán missti 30 kíló, pabbi alltaf að hlaupa og mamma í detox. Ég er orðin þybbnust í fjölskyldunni :P

Á föstudaginn slappaði ég af og horfði á amerísku útgáfuna af "The Office", uppáhaldið mitt er Jim, Pam og Dwight...mjög skemmtilegir þættir.


Besta er sambandið milli Pam og Jim



Um kvöldið fór ég svo til Frikka (og Davíð kærasta hans) og held ég hafi aldrei hlegið eins mikið og það kvöld þar sem við vorum að reyna að gera fyndið atriði fyrir brúðkaup systur hans næsta dag.

Á laugardaginn vöknuðum snemma, fórum í Kornhlöðuna, sal nærri Lækjarbrekku og gerðum allt tilbúið fyrir brúðkaup Nadiru og Söndru, lesbískt/búddhista brúðkaup. Þemað var 1930 og sást það á skreytingum, lögum sem og fötunum þeirra, enda gengu þær gullfallegar meðfram sætum okkar að alteri (eða kannski heitir það öðru nafni í búddhatrú). Þar kyrjuðu þær ásamt gestum í u.þ.b 10 min og var svo gefið 3 skálar sem átti að tákna líf þeirra saman. Svo hélt konan sem gaf þeir saman ótrúlega fallega ræðu um ást og brúðkaup, svo sagði Nadira quote eftir Shakespeare og Sandra quote eftir John Lennon og svo voru þær gefnar saman (dóttir Söndru, Tinna, kom með hringana) og kysstust. Ótrúlega falleg stund. Svo söng vinkona þeirra, við borðuðum góðan pinnamat og næst bað frikki nadiru systur hans um fyrsta dansinn... ég fór næstum að hágráta þetta var svo falleg stund. Síðar í brúðkaupinu dönsuðu svo brúðhjónin saman ásamt gestum þeirra. Mér fannst líka mjög gaman að hitta fólk sem ég hafði ekki hitt í mörg ár eins og Daða, Elvu, Magga og Skjöld. Ég vildi ekki hafa að missa af þessari stund, enda ógleymanleg. Þvílík upplifun.



Á laugardagskvöldið hittumst ég, Frikki, Davíð, Óli Helgi og unnusti hans Daníel heima hjá Frikka og Daníel og fórum í drykkjuleik og töluðum um brúðkaupið sem og brúðkaup óla og daníels. Enduðum svo með að fara á nýjasta gay staðinn Barbara, þar sem er spiluð snilldartónlist (ein af ástæðum fyrir að ég fíla gay staðina, góð tónlist, félagskapur) og dönsuðum við alla nóttina. Um 4 leytið löbbuðum við svo að hallgrímskirkju, tókum fullt af myndum (af okkur ad hoppa). Ótrúlegt hvað veðrið var gott og svo bjart. Loks urðum við það svöng að við löbbuðum niður á subway og fórum svo heim. Snilldarkvöld.



Á sunnudaginn var svo slappað af og ég og Frikki kíktum i Kolaportið til að hitta Svölu, Haffa og restina í Steed lord þar sem þau voru með fatamarkað. Svo fórum við í bíó á The sister´s keeper (ef þú grætur ekki á þessari mynd ertu velmenni), ótrulega falleg. Á mánudag fór ég í bíó með Guðrúnu á Brüno, sem mér fannst alger snilld (sértaklega því hann átti að vera austurriskur og fylgdi því ákveðin húmor).

Á þriðjudaginn hitti ég Dagnýju og fórum við á American Style, í göngutúr um miðbæinn og enduðum á English Pub, þar sem við björguðum einum manni (Valur að nafni) frá fullnum manni sem var að angra hann. Valur var allt kvöldið að spjalla við okkur, svo að fulli kallinn reyndi meira að segja að fá eina af okkur, valur þurfti því að bjarga okkur á moti. Í þakklæti fékk ég trúbadorinn til að syngja bowie lag fyrir hann. Mikill einkahúmor kom út úr þessu kvöldi hjá mér og dagnýju enda er þetta kvöld þar sem þú þurftir að hafa verið þarna til að skilja hve fyndið það var.



Á miðvikudaginn hjálpaði ég mömmu við detox ráðstefnu sem haldin var á Grand hotel með að selja miða á ráðstefnuna, gekk rosa vel miðasalan og ráðstefnan yfir höfuð. Svo komu Davíð, Frikki og Valdi (bróðir Frikka) og við fórum í Heiðmörk, þar sem við grilluðum og spiluðum svo ýmsa barnaleiki með vinum Davíðs (m.a. skotbolta, hollinn skollinn, dimmalimm, stórfiskaleikur o.fl). Ótrúlega gaman að leika sér.

Fyndið að sjá muninn á detox- og sveita útlitinu mínu...heheh


Á fimmudaginn hékk ég með Frikka og Davíð og nutum við sólarinnar með að fara á Austurvöll, þar hafði Alþingi ákveðið að samþykkja umsókn í ESB svo vorum við vör við nokkur mótmæli. Við röltuðum síðan um fallegu Reykjavíkurborg. Um kvöldið fór ég með Dagnýju, Frikka og Bryndísi á pöbbarölt þar sem við enduðum auðvitað á English Pub og fengum okkur smá að drekka. Alltaf gaman að hitta vini. Á föstudagskvöldið var svo afmælið hennar Dagnýjar. Ég og Frikki fórum ásamt Stefáni og Eydísi í Hafnarfjörðinn. Það var ekkert smá stuð, fórum í drykkjuleik við Vælsmyndbandið (Vælið er söngvakeppni í Verzlunarskóla Íslands, þar sem ég tók eitt sinn þátt og dönsuðu Dagný, Guðrún og Frikki meðal annarra hjá mér, ótrúlega fyndið), við drukkum við hvert klúður, snilldarleikur. Svo var twister drykkjarleikur (já twister leikurinn) var mjög skrautlegt og fyndið enda guðrún, dagný og tinna og svo bróðir dagnýjar og vinir hans, ég, Bryndís og frikki hlógum og tókum myndir. Við skemmtum okkur til að verða 2-3 og fórum svo í bæinn, ég og Frikki fórum á Barböru þar sem við hittum meðal annars Össa, Daníel, Magga og Haffa. Rosa skemmtilegt kvöld.



Á sunnudaginn hitti ég Þórdunni þar sem við kíktum í smá ísbíltur, leið svo illa nokkru seinna svo ég var heima, um kvöldið náði ég þó að jafna mig og hitti Árnnyju í smá bíltúr. Á mánudaginn var svo gott veður að ég og mamma skelltum okkur í sund og sólbað, svo hitti ég Auði í smá kaffi, Hörpu í karaoke, Alexöndru í mat á Horninu og loks smá hitting á English Pub en þar mættust ég, Alexandra, Sandra, Nadira, Dagný, Guðrun, Matthildur og kærasti hennar. Æðislegt að hitta alla.



Á þriðjudaginn pakkaði ég svo, borðaði heimalagaðan mat með fjölskyldunnni og kíkti til ömmu og afa um kvöldið ásamt því að kveðja frikka og davíð. Á miðvikudaginn stoppaði ég aftur í kaupmannahöfn og fyrst systir mín var í pre-baby myndatöku fór ég til Rögnu vinkonu og fjölskyldu hennar (kærasta að nafni Arnar og 1 árs Brynju) og skutlaðist svo í smá heimsókn til systu. Loks tók ég flugvélina til Vínar. Tvær vikur er allt of lítið, en æðislegar, sérstaklega ánægð hve heppin ég var með veður. Þótti ótrúlega vænt um að sjá fjölskyldu og vini og verð að segja að ég sakni þeirra sárt þegar ég er í Vín, en svona er þetta að búa erlendis. Þar til næst....

Thursday, July 02, 2009

Alicante

Eg og Lumi fögnudum 25 ara afmaeli hans med ad fara til Alicante i sumarhus fjölskyldu minnar fra 20-25.juli. Fluginu okkar seinkadi adeins v/tveggja manna sem höfdu gert e-h ad ser tvi lögreglan kom i flugvelina og tok ta med ser. Tad hef eg ekki sed adur. Vid lentum og forum i gegnum vegabrefaskodunina. Vid höfdum sma ahyggjur tvi lumi var med vegabref fra Kosovo og Spann hefur ekki vidurkennt kosovo sem land. Sem betur fer var ekkert vesen og naest tok vid bidin eftir töskunum. Eg var buin ad gleyma hve allt tekur langan tima a spani. Eftir 30 min fengum vid töskurnar og svo forum vid i bilaleiguna tar sem vid fengum leigubilinn okkar. Pöntunin min hafdi vist ekki farid i gegn en vid vorum svo heppin ad tad var laus bill. Tegar ut var komid hitti eg Larus (islengingur sem ser um husid uti) og hann keyrdi a undan okkur alla leid i husid.




Eftir 40 min keyrslu komum vid i Quidad Quasada hverfid tar sem hus fjölskyldu minnar er, svaka flott hus a einni haed med trem svefnherbergjum, 2 badherbergjum, eldhusi og forstofu. Ofan a husinu var svo verönd. Uti var svo sundlaug, sem eg og lumi skelltum okkur i strax eftir ad Larus hefdi farid med mer i gegnum husid og synt mer allt. Fyrsta daginn eyddum vid i husinu og forum svo um hverfid og keyptum i matinn i einni versluninni. Rosa fint hverfi, samt frekar autt (enda eru flest husin i eigu evropubua). Lumi eldadi gomsaetan mat og svo satum vid uti, drukkum coronita og spiludum, svaka kosy.



Naesta dag, eftir ad hafa legid uti i solinni akvadum vid ad kikja a naest bae. Tad gekk vel ad komast til Torreveja, röltum tar og fengum okkur is en svo var vesen tegar vid vildum komast til baka. Vid forum vid ovart a hradbrautina, villtumst og keyrdum upp og nidur alicante veginn, svo langt ad vid vorum komin aftur a flugvöllinn. Klukkan var ordin 1 um nottu og vid nett treytt og pirrud, vid komumst i naesta hverfi vid hlidin a Rojales tegar vid saum lögreglubil, teir skildu ekki ensku svo eg benti a kortid med handahreyfingum og örstöku spaenskum ordum en teir akvadu ad keyra a undan okkur og syna okkur tannig leidina. Gudi se lof tvi vid komumst aftur i hverfid og i husid. Tid getid ekki imyndad ykkur hversu fegin vid vorum ad komast heim i husid.



Naestu daga forum vid a ströndina i Guardamar, verslunarhverfi, og svo i vatnsrennibrautagard. Annars vorum vid dugleg ad elda heima og njota hussins, enda kosy ad slappa af i husinu. Eg helt vid myndum fara heim a midvikudegi en tad var ekki fyrr en eg hafdi hringt i pabba sem eg fattadi ad eg faeri heim a fimmtudegi svo eg fekk einn extra dag med lumi. Vel tess virdi. Naest tökum vid lengra fri og ta naum vid ad slappa adeins meira af tar sem vid tekkjum allt.




Tetta var aedisleg ferd, vid vorum i 5 daga, einn dag fyrir hvert ar sem vid erum buin ad vera saman. I agust fögnum vid 5 ara sambandsafmaeli okkar svo vel tess virdi ad fagna tvi. Maeli eindregid med husinu.

Brudarvalsdanskennslureynsla

Sidan vid i Casomai akvadum ad bjoda upp a brudarvalskennslu hefur siminn ekki haett ad hringja, hef haft mörg pör koma til min til ad laera brudarvals, foxtrott, tvist, polka og jafnvel tango. Mer finnst voda gaman ad fylgjast med pörunum, hvernig tau laera, hver styrir i sambandinu og hve mikid mennirnir eru til i ad dansa.

Mer finnst verst ad kenna folki sem hefur engan ahuga a ad vera i danskennslu og synir tad. Eg fekk eitt par til min tar sem karlinn hafdi engan ahuga a ad dansa og syndi tad, vildi ekki laera, eins og trjoskur krakki. Eg reyni ad hafa timana mina skemmtilega og hvet folk eins og eg get en tad er erfitt tegar folk stendur a sinu og vill ekki laera. Ta langar mig helst ad öskra "Af hverju ertu ta her"... tau eru ad borga, ekki eg.

Fyndnasta uppakoman, tad kom par til min sem hafdi sent tonlistina sem tau vildu hafa, valentina (eigandi caosomai) sendi mer e-mail, varadi mig sma vid en ekkert hefdi getad varad mig vid tvi sem var ad koma.... 9 minotna lag med blöndu af strauss (donauwalzer),freestyler, macarena, bye bye bye, lambada, thriller, saturday night fever, ice ice baby og cant touch this.... eg helt tau vaeru ad grinast i mer. Eg gerdi tvi mina eigin utgafu med strauss, twist og macarena, stutt en skemmtilegur opnunardans og syndi teim tad tegar tau komu en NEI... tau vildu original. Tau aetludust til ad eg myndi kenna teim 9 minotna dans a 1 klst. YEAH RIGHT... ef tau vaeru atvinnudansarar minnsta mal en ekki byrjendur. Svo, eg kenndi teim allan dansinn vid mina utgafu af laginu, svo tokum vid pasu tar sem eg setti teirra utgafu a og sagdi gjördu svo vel og vildi ad tau gerdu ser sjalf grein fyrir en NEI. Eg gerdi dil vid tau, eg sagdi ad eg myndi baeta vid lambada og tad vaeri allt sem eg gaeti gert, svo waltz, twist, lambada, macarena og svo waltz... voila svoleidis endadi tetta og eg var svo fegin tegar tessari kennslu var lokid.

Skemmtilegustu pörin hafa komid i hopum, eg fekk tvisvar 2 pör sem höfdu svo gaman ad tessari reynslu og reyndu sitt besta. Otrulega skemmtileg.

Besta vid brudarvalskennslu er ad sja hve astfangin pörin eru og hve mikinn ahuga tau hafa a ad laera ad dansa. Mer finnst betra en jazz tvi eg tarf ekki ad gera nyja rutinu i hvert skipti og eg fae meira borgad. Plus gaman ad vera hluti af brudkaupsplönum teirra og gledja tau.