Friday, August 21, 2009

Ágúst mánuður

Vinirnir og Lumi erlendis, engin danskennsla né WCN fundir.... bara vinna. Ég skal segja ykkur að ágústmánuður var ekki beint skemmtilegur. Fékk mikla heimþrá, sérstaklega þegar ásdís átti tvíburana þann 070809 og gay pride var í gangi heima, svo hefði viljað vera í danmörku, íslandi eða með lumi í kosovo.

Ég horfði því mikið á kvikmyndir, þ.á.m The Ugly Truth, Adventureland, Into the Wild, Hangover, Funny People, Labour Pains, Ice Age 3, Flash of Genius, Nick and Norahs infinite playlist, Big Lebowski, Tropic Thunder, Ed Wood, American Pie 3, Knocked up, Wedding Crashes, He´s just not that into you, I hate Valentines Day, Management, Ghost Town, Gone Baby Gone og svo tók nokkur maraþon á The Office bæði UK og US.

Ég hitti Þórdísu Vínarfara, ásamt kærasta hennar og fórum við í smá göngutúr um vín og svo á kaffihús, svo Teodoru og við spjölluðum og nutum veðursins í Volksgarten og loks Önnu Nagel (sem býr um þessar mundir í Bandaríkjunum, er að fara í Master þar), við fórum á Rathausplatz og fengum okkur að borða þar, rosa gaman að sjá hana.

Ég hitti Antoniu, fyrrum kennara minn sem er pianisti og vinnur mikið í tónlistinni sinni, gaf meira að segja út geisladisk. Við spjölluðum saman um tónlist og hugsanlega vinnu saman. Hún gaf mér miklar hugmyndir og fólk sem ég gæti unnið með. Rosalega áhugavert að tala við hana og mér finnst tónlistin hennar æðisleg. Vonast til að geta unnið frekar með henni.

Ég kenndi eitt sinn brúðarvals, ég dýrka að kenna fólki þetta, því fólkið er svo ánægt og áhugasamt og svo ástfangið. Líka gaman að sjá hve þeim fer fram.

Við stelpurnar í vinnunni ákváðum að hafa girls night, svo við skelltum okkur eftir vinnu á T.G.I fridays og fengum okkur að borða og svo kokteila. Rosa gaman. Í gær var svo afmælis og kveðjupartý hjá tveim vinnufélögum okkar, BBQ hjá donauinsel, mikið borðað og drukkið og svaka gaman.



Á morgun kemur svo Lumi... hlakka ótrúlega mikið til að sjá hann enda búin að sakna hans mikils. Get ekki beðið.

No comments: