Ég byrja hvern morgunn með að vakna klukkan 7 og fara í ræktina Elixia, sem er á móti mér. Ég hjóla 5 km, fer svo í tæki og að lokum geri 50 magaæfingar og teygi á. Þetta program tekur klukkutíma. Ég kíki líka stundum í sund, en oftast er svo fullt á morgnana svo það tekur sig ekki.
Hitti Manuelu og við röltuðum um fallegu vínarborg og horfðum svo á síðustu þættina á Grey´s Anatomy sem hún hefði ekki séð. Ég hitti einnig Evu og við fórum á The Hangover í bíó. Mjög fyndin mynd.
Vinnan mín fór út að borða á Schweizerhaus, ágætur matur, spjallaði við vinnufélaga og þeir kynntu mér fyrir spezi (cola og fanta). Næsta dag var einnig vinnuatburður svo við fengum okkar nokkra bjóra. Í lok vikunnar ætlaði ég að hanga í bænum þar til ég hitti vinkonur minar (Agnieszku, ligiu, Andreeu og Patriciu) en fór í staðinn með strákunum í vinnunni út að borða og svo hanga á barnum þar til ég hitti stelpurnar á charlie ps. Þar var svaka gaman með stelpunum sem og strákunum úr vinnunni. Hitti einnig Andreeu í kaffi á Coffee day (modern kaffihús), svo er búin að vera mjög dugleg að hitta vini og kunningja
Ég fékk þær slæmu fréttir að heyra að samningnum mínum væri ekki framlengt vegna cost cutting. Yfirmenn mínir voru alls mjög óánægðir með að þurfa að gera þetta því þeir voru mjög ánægðir með vinnu mína. Þeir reyndu að fá mig í annað starf í annarri deild með öðrum yfirmanni og á öðrum stað. Ég fór í viðtal en líkaði ekki við yfirmanninn, starfsálagið og starfið myndi aðeins vera í 6 mánuði svo ekki þess vert.
Fór í tvö önnur viðtöl, eitt hjá Webster (sem admission officer) sem ég fékk ekki, svo hjá MMS (mobile messaging solutions), sem gekk ágætlega en ég á eftir að heyra frá því. Ég hef einnig sótt um á mörgum öðrum stöðum svo er bara að bíða eftir svörum. Ég þoli ekki starfviðtöl því mér finnst það eins og áheyrnapróf, að reyna að vera manneskjan sem þau sækjast eftir. Ég skrifaði einmitt grein um það á pressuna: http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Onnu_Classen/starfsvidtol--aheyrnarprof
Tók maraþon á The Big Bang Theory.. mjög fyndinn þátt um 3 nörda og venjulega stelpu, sérstaklega fyndinn því karakterinn Sheldon er alveg eins og einn vinnufélagi minn :P
Lumi kominn til baka svo ég hef notið tímans með honum, Vín er ekki þess verð án hans.
Svo nú er bara að bíða og sjá hvað gerist í vinnumálum... þar til næst
No comments:
Post a Comment