Friday, October 02, 2009
Helgarferð til Traunsee
Við vinkonurnar vorum búin að plana helgarferð til Bucharest í Rúmeníu og ætluðum að gista hjá Ligiu/Andreeu/Patriciu..... 2 vikum fyrir ferðina fór flugfélagið okkar Skyeurope á hausinn = bæ bæ Bucharest.
Ligia stakk því upp á Traunsee, sem er fallegur bær í efri Austurríki. Ligia, Andreea, Alexandra, Aga, Patricia og ég hittumst því á laugardagsmorgunn hjá bensínstöð hjá Schwedenplatz og fórum svo á tveimur bílum til Traunsee með einu tveimur stoppum. Við gistum á hosteli sem hét "The Tree House", rosa kósý sveitahotel, með þrem kojum sem við sex stelpurnar gátum sofið í.
Svo keyrðum við til Traunsee þar sem við löbbuðum um og fengum okkur að borða. Þessi bær var svaka litríkur með litlum götum og svo nokkrum búðum og veitingastöðum. Svo var það þessi fallegi sjór. Við spjölluðum um lífið og tilveruna og slöppuðum af. Um kvöldið fórum við aftur í tréhúsið og höfðum partý með kampavíni sem ég hafði unnið í vinnu event daginn áður, svaka stuð!!!!
Daginn eftir fórum við í batsferð um Traunsee og fórum svo til baka til Vínar. Ég gaf Patriciu áritaða mynd af Hugh Laurie (uppáhaldinu hennar), þar sem hún hefur gengið í gegnum ótrulega mikið síðan ég kynntist henni og það minnsta sem ég gat gert var að kæta hana svona.
Mæli eindregið með ferð til Traunsee, ótrúlega fallegur staður, eins og þið getið séð á myndunum.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment