Thursday, December 31, 2009
Uppgjör 2009
Árið var eins og rússíbani, það var gleði er Ásdís systir mín eignaðist tvíbura þann 070809, ég og Lumi fögnuðum 5 ára sambandsafmæli, ferðaðist með vinum og fékk vinnu á hinum ýmsu stöðum. Á hinn bóginn, þá var kreppan farin að segja til sín í Austurríki svo samningnum mínum hjá Raiffeisen var ekki framlengt, erfitt að finna vinnu og þar af leiðandi erfiðara að sjá framtíð mína úti sem fékk mig til að efast allt,einnig þekkt sem Quarterlife Crisis. Ég náði þó að nota atvinnuleysið og einbeita mér að mínum málum og ná mér upp úr krísunni og einbeita mér að jákvæðari hlutum og er nú í betri ástandi en fyrr.
Það helsta á árinu 2009:
Gerðist pressupenni og skrifa þar ennþá, sjá http://www.pressan.is/pressupennar/AnnaClaessen
Skradi mig i Womens Career Network og gerdist PR fyrir tau (sja www.wcnvienna.org).
Samningum mínum hjá EPO lauk í lok mars og fyrsta apríl vann ég hjá Raiffeisen International í 6 mánuði. Kynntist skemmtilegu fólki á báðum stöðum sem ég hitti enn, þ.á.m bíókvöld með Evu og djamm með Tinu, Tom, Andreas og Alex.
Eg og Lumi fórum til Alicante (sumarhús Claessen fjölskyldunnar) i lok juni til ad fagna 5 ara afmaeli okkar.
Heilsumánuður...tók heilan mánuð þar sem ég hjólaði 5 km, lyfti og teygði svo á á hverjum morgni áður en ég fór í vinnuna. Mjög hressandi.
Ég er atvinnulaus, en verð að segja að ég nýt þess. Fæ ég meiri tíma með Lumi (hann vinnur næturvinnu) og get dundað mér við dans, söng og skrif. Einnig get ég slappað af, hef horft mikið á sjónvarpsþætti og kvikmyndir. Alls ekki slæmt ;)
Aðrir atburðir:
Ferðalög: Reykjavík (Ísland), Kaupmannahöfn (Danmörk), Alicante (Spánn), Berlín (Þýskaland) og Traunsee (Austurríki)
Tónleikar: útskriftarball webster
Greinar: The Vienna Review (www.viennareview.net) og pressan (www.pressan.is)
Viðtöl: FM4 tók viðtal við mig tvisvar vegna ástandsins á Íslandi
Keppnir: var valin af 500 umsækjendum að keppa í söngvakeppninni The Voice og vann kampavín í staffeventi Raiffeisen International
Vesen: hitakassinn bilaði og viðgerð á glugga
Heimsókn til Vínar: Alexandra, Anna Nagel, Lenka, Þórdís
Vinna: EPO, Casomai, Betke, Raiffeisen International, Pressan
Heimasíða: http://sites.google.com/site/annaclaessen/home
Hlakka því mjög til nýja ársins 2010..ætla sko að taka það með trompi.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment