Friday, September 22, 2006

Bílslys og læti

Þetta var venjulegur dagur, fór í skólann, eyddi tímanum í skólanum að skrifa grein fyrir Vienna Review (nýja nafn skólablaðsins) til fimm leytið. Alexandra var að fara á sama tíma og bauð mér og Chris far. Alexandra bakkaði bílnum, lagði af stað og svo var biðskylda svo hún stoppaði smá og lagði af stað nema sá svo rauðan bíl fyrir framan hana, snarbremsaði en of seint, BÚMM. Klessubíló. Við höfðum keyrt í hliðina á bílnum.

Alexandra spurði okkur hvort við vorum í lagi, við vorum öll í belti svo okkur skaðaði ekki. Svo hlupum við úr bílnum og athuguðum ´bilinn sem við klesstum á. Í bílnum sat kona um fimmtugt og henni var ráðlagt að halda sér í bílnum þar til löggan kæmi. Um 20 mín seinna kom sjúkrabíll og svo löggan. Konan sem við klesstum á fór á spítala, til öryggis en við vorum eftir og yfirheyrð af lögreglunni. Ekki nóg með það heldur hálftíma seinna kom rannsóknarlögreglan.

Rannsóknarlögreglan var öðruvísi en venjulega lögreglan. Hún var með húfu (eins og stúdentahúfa íslendinga) og í endurskinsvesti. Löggan merkti við þar sem bílarnir voru, einn þeirra mældi út vegalengdir á meðan hin lögreglan tók okkur í gegn í yfirheyrslu. Fyrst tók hann alexöndru, benti henni á biðskylduna og spurði hana "veistu hvað þetta merki þýðir" hún svaraði "auðvitað, ég er með ökuskírteini"... hann leit á hana eins og hún væri alger vitleysingur. Svo yfirheyrði hann okkur. Alexandra var í uppnámi svo vildi vita hvað myndi gerast svo hún hringdi í Helmut (kærasta Önnu sem er lögfræðingur). Hann kom og hlustaði á yfirheyrslurnar og fylgdist með stöðu mála. Munar um að hafa e-h sem veit hvað hann er að gera.

Við vorum þar í um það bil 2 tíma, mér fannst það lengur að líða. Ég vildi ekki fara frá Alexöndru fyrr en ég vissi að allt væri í lagi. Það er erfitt í svona aðstæðum því maður getur lítið gert. Ég gegndi bara stöðu mínu sem vinkona, hélt utan um hana, knúsaði hana og hélt í hendina á henni þegar hún þurfti kraft minn og huggun. Svona hlutir gerast, sem betur fer slasaðist enginn.

Enn einn dagur í Vín.....

Saturday, September 16, 2006

Magni-ficant


Ég líkt og aðrir Íslendingar hef setið föst við skjáinn hvern einasta miðvikudag (því ég sé þetta bara á netinu) til að fylgjast með frammistöðu Magna og annarra keppenda i Rock Star Supernova. Ég fékk fyrst mikinn áhuga á þessu eftir að hafa horft á keppnina í beinni á Aruba, svo spennandi, svo gaman að fylgjast með Íslendingi standa sig vel á erlendri grundu.

Lokaþátturinn var áhugaverður og stóð magni sig vel jafnt og ávallt en það kom mér ekki á óvart að hann myndi vera í 4.sæti því hann er ekki nógu rokkaður fyrir hljómsveitina. Ég var farin að halda með Toby þar sem hann hélt stuðinu allan tímann og lét áhorfendur meira að segja taka þátt í atriðinu. Ég var farin að fíla Dilönu minna eftir að hún sagði svo slæma hluti um hina keppendurna í viðtali og ég hef í raun aldrei fílað Lucas, hann er punk týpa, með hár eins og skunkur og syngur dálítið vælukjóalega. En hann stóð sig mjög vel og átti góðu fylgi að fagna svo ég skil að hann hafi unnið.

Mér fannst synd að Storm hafi þurft að fara, hún var æði, þegar hún söng "Suffragette City" og "Ladylike" var frammistaðan hennar svo mögnuð að hún átti ekki skilið að fara. Mér fannst synd að engin tók "Comfortably numb" með Pink floyd, þrátt fyrir að lucas og dilana rifust um það. Þetta lag minnir mig á pabba, pink floyd aðdáenda númer eitt og þetta lag spilaði hann alltaf í bílnum þegar hann var að keyra mig og þykir mér því mjög vænt um þetta lag.

"Til hamingju Magni með árangurinn í þessari keppni. Þú hefur staðið þig eins og hetja og ert núverandi stolt þjóðarinnar. Við eigum ekki það marga íslendinga og er æðislegt að sjá þegar einn okkar er að gera það gott á erlendri grundu að kynna land og þjóð. Einnig gaman að sjá þegar fólk tekur áhættu að láta drauma sína rætast og þú gerðir það og áttir 4.sætið vel skilið. Njóttu nú lífsins á Íslandi með fjölskyldunni sem þú hefur saknað sárt. "

Tuesday, September 12, 2006

5 ár síðan

Hvar voruð þið þegar þið sáuð þetta?


11.september 2001, ég var nýkomin úr skólanum (verzló) og fór í vinnuna til pabba til að læra og var hissa að sjá svipbrigðin á skrifstofukonunum. Þegar ég spurði hvað var að, sögðu þær ekkert heldur bentu mér á skjáinn og þessi mynd var það sem ég sá. Ég átti ekki til orðs.
Þetta var svo óraunverulegt. Maður sá svona lagað á fréttamyndum frá stríði. Ekki voru Bandaríkin í stríði? Ef ekki að þá hófst það eftir þennan dag, stríð gegn hryðjuverkum. "You are either with or against us", voru orð forseta Bandaríkjanna George Bush.
Í gær voru fimm ár síðan hræðilegustu hryðjuverkaárásir voru gerð á Bandaríkin fyrr og síðar. Þetta er stundin sem okkar kynslóð mun ætíð muna eftir. Áður fyrr var það þegar John F. Kennedy var myrtur, nú 9/11 2001 þegar heimurinn breyttist. Enginn var öruggur og við erum búin að vera vitni að því síðastliðnu fimm ár.

Í tilefni þess að það voru fimm ár frá hryðjuverkunum í NY þá var haldin forsýning í skólanum mínum á myndinni Obsession (Radical Islam War against the West). Þetta var mynd um manneskjurnar sem ollu 9/11, hvernig þeir þjálfa, hvað fær þá til að gera þetta og sprengja sjálfan sig og drepa aðra. Þessi mynd var full af fréttamyndum frá löndunum sem hafa lent í hryðjuverkunum, NY, London, Istanbul, Madrid, Beslan og fleiri. Ég var þó mest hissa á að vita aðeins um NY, London og Madrid, hitt hafði ég ekki heyrt um. Segir hver stjórnar fréttaframleiðslunni. Svo var sýnt myndir frá Islam klerkum að segja "Death to America" og lítil börn að segja að gyðingar væru svín og ættu að deyja. Ótrúlegt að sjá þetta. Það voru sýndar myndir eftir myndir og maður fékk ekki tíma til að hugsa, tilfinningarnar tóku yfir sem er týpískt dæmi um propaganda mynd. Það voru mörg viðtöl, þ.a.m frá dóttur manns sem dó fyrir trúna sína (martyr), fréttamenn, fræðimenn sem vita allt um hryðjuverk og þjóðaröryggi. Ég gæti haldið áfram en best er fyrir ykkur að sjá þetta sjálf. En ég vara ykkur við, þetta er propaganda mynd um propaganda.

Sjá trailer: http://www.obsessionthemovie.com/trailer.htm

Ég er ekki einungis búin að sjá þessa mynd heldur líka "The last minutes of 9/11" leikin þáttur við viðtöl við manneskjurnar sem komust lifandi úr WTC og svo CNN Remembering 9/11, sýnd fréttaskotin frá þessum örlagaríka degi. Ég hafði ekki áður séð svona mikið. Ég sá bara eitt brot frá þessu en að sjá þetta allt í einu, ég varð orðlaus. Skiptir ekki máli hversu oft ég sé þetta, ég trúi þessu ekki.

11.september var áður fyrr snakkeanniversary hjá mér og Kollu. Þegar ég og Kolla vorum mestu Friends aðdáendur átti nýja serían að vera sýnd 11.september og ákváðum við að hafa Friends kvöld, þ.e. borða snakk, drekka cola og horfa á Friends. Nafnið gaf til kynna þegar Chandler og Monica áttu anniversary og höfðu ýmis nöfn yfir það og við borðuðum snakk svo það varð snakkanniversary. Í dag, hefur þessi dagur þó allt aðra þýðingu. Fall Bandaríkjanna.

Sunday, September 10, 2006

Comment

Ég skrifa ekki fleiri blogg á hvoruga síðuna mína (www.folk.is/ac/ eða þessa) fyrr en ég fæ comment að einhver sé að lesa þetta...

Svo common, gefið mér comment um hvað ykkur finnst um síðuna og ég held áfram að blogga

Kveðja frá Vín,
veika Anna

Thursday, September 07, 2006

Willkommen nach Webster party

(tvær Önnur)

Nýkomin til Vínar, nýbyrjuð í skólanum og strax partýið byrjað. Fyrsta Webster partýið var haldið á síðasta fimmtudag á S-club. Ég ætlaði fyrst ekki að fara en fyrst ég var niður í bæ (hafði verið með Ingerid í bíó) að þá langaði mig að kíkja á stemmninguna og ég sá ekki eftir því.

Fyrst voru fáir sem ég þekkti svo ég spjallaði við fólk úr kúrsunum mínum og kunningja mína en svo loksins komu vinir mínir og dönsuðum við eins og brjálæðingar við góða tónlist. Rosa gaman að sjá Önnu þýsku aftur. Hún kom með nýja kærastann sinn Helmut (sem ég,hún og alexandra kynntumst á ráðhúsinu) og ég og Anna höfðum farið að djamma með þeim einu sinni.

Svaka sæt saman, ekki satt?

(Helmut og Anna)

Tvær vikur strax búnar í skólanum, tek 4 kúrsa, Introduction to Mass Communications, Basic Algebra, Composition og Fundamentals of Reporting. Voða áhugaverðir kúrsar.

Núna er ég veik heima, no fun. Er búin að fá slæma magaverki, e-h flensa í gangi, guði sé lof að Lumi er mikið heima, munar um að hafa e-h hjá sér þegar maður er veikur.

Enough about me, "how r u doin"?
 Posted by Picasa

Friday, September 01, 2006

Mynd Danmerkurferðarinnar

Tekin fyrir utan íbuðarinnar hennar Thelmu áður en við fórum allar á Madonnu tónleikana í Horsens, Danmörku. Mér finnst þetta mynd ferðarinnar því þetta er rosa sæt mynd af okkur öllum og sýnir umhverfið hjá Ásdísi og vinkonu hennar, Skejby fílinginn.

Það var æðislega gaman hjá Ásdísi, ég fékk að sjá lífið hennar í Århus, húsið hennar, nágrenni og vini og skemmtum við okkur konunglega systurnar. Við fórum t.d. í bæinn að versla og fórum á Jensens (góður matur), höfðum Íslendingakvöld (horfðum á Börn nátturunnar og Englar Alheimsins og borðuðum íslenskt nammi) og höfðum einn sólardag þar sem við vorum úti á svölum að spila yatzi og spil í skínandi sól. Við fórum svo til Thelmu og Svenna kvöldið fyrir Madonnu tónleikana og borðuðum hjá henni ljúffengt Fahitas með Madonnu diskinn í bakgrunni


Þessi mynd var tekin í Horsens af okkur systrunum með Madonnu borða í bakgrunni. Madonna hafði tekið yfir bæinn, fatalínan hennar var í H&M, lögin hennar spiluð á öllum stöðum bæjarins og trilljón manns sem voru komnir bara til að sjá hana. Sæt mynd af okkur, ekki satt?

Madonnu tónleikarnir voru magnaðir, eins og lögin séu ekki æði og Madonna sjálf, sem er icon í mínum augun (get ekki ímyndað mér tónlistarheiminn án hennar) heldur var ótrúlegast að sjá hversu mikið af sýningunni hún eyddi í að fá okkur til að hugsa hvað er að gerast´i heiminum, hvort sem það sé heimilisofbeldi, morð, HIV í Afríku, stríð Bush eða Ísrael/Palestínu.

Mér fannst persónulega ekki sjokkerandi krossinn þar sem ég vissi af honum en varð hissa að ekkert hefði verið sagt í fjölmiðlum af þegar hún fékk alla tónleikagesti til að hafa eftir henni:

We want peace
We don´t want war
FUCK George Bush
He is a whore

Posted by Picasa

Mynd Íslandsferðarinnar

Ég er svo stolt af mömmu og pabba sem hlupu maraþon í glitnismaraþoninu og ekki nóg með það heldur safnaði mamma hæstu peningsupphæðina af starfsmönnum bankans og gaf MS-félaginu peningaupphæðina (þau hafa hjálpað Denna frænda svo mikið þegar hann fékk heilablóðfallið).


Það var æðislegt að koma heim og hitta vini sem ég hef ekki hitt í langan tíma. Ég hitti vælsdruslurnar mínar, Katrínu, Kollu, Auði, Frikka og svo Hörpu (á myndinni með mér). Harpa er trúlofuð og ætlast að giftast á næsta ári (kærastanum sem hún hefur verið með í 3 ár). ÆÐI!


Ég hitti einmitt á Gay Pride 2006 og ákvað að stökkva upp á pall með Frikka, Haffa, Svölu og co. og vorum við mikið máluð og með partýstemmningu á floaternum. Svala söng nokkur lög og Haffi söng einnig sitt lag (eða í staðinn fyrir að syngja "Roxie" af Moulin Rouge þá söng hann "Haffi"), voða skemmtileg reynsla og að styðja við hommavini mína og að kynnast svölu og co. Þau eru yndi :) Um kvöldið tók ég Guðrúnu með mér í partý til Frikka og Varða. Svaka mikið stuð í hommapartýinu og var sungið "Annan dag í paradís"af lífi og sál og dansaði Össi með. Guðrún ákvað svo að gerast ljósmyndari og varð ég fyrirsæta, mjög fyndnar myndir. Um kvöldið fórum við svo á NASA en stoppuðum stutt, hlustuðum á Pál Óskar syngja og DJ-ast og svo fórum við á Billardstofuna í Lágmúlanum og skemmtum okkur konunglega þar og misstum okkur í stelpuspjalli. Alltaf gott að hanga með góðum vinum og styðja við hommavini :)

 Posted by Picasa