Saturday, September 16, 2006
Magni-ficant
Ég líkt og aðrir Íslendingar hef setið föst við skjáinn hvern einasta miðvikudag (því ég sé þetta bara á netinu) til að fylgjast með frammistöðu Magna og annarra keppenda i Rock Star Supernova. Ég fékk fyrst mikinn áhuga á þessu eftir að hafa horft á keppnina í beinni á Aruba, svo spennandi, svo gaman að fylgjast með Íslendingi standa sig vel á erlendri grundu.
Lokaþátturinn var áhugaverður og stóð magni sig vel jafnt og ávallt en það kom mér ekki á óvart að hann myndi vera í 4.sæti því hann er ekki nógu rokkaður fyrir hljómsveitina. Ég var farin að halda með Toby þar sem hann hélt stuðinu allan tímann og lét áhorfendur meira að segja taka þátt í atriðinu. Ég var farin að fíla Dilönu minna eftir að hún sagði svo slæma hluti um hina keppendurna í viðtali og ég hef í raun aldrei fílað Lucas, hann er punk týpa, með hár eins og skunkur og syngur dálítið vælukjóalega. En hann stóð sig mjög vel og átti góðu fylgi að fagna svo ég skil að hann hafi unnið.
Mér fannst synd að Storm hafi þurft að fara, hún var æði, þegar hún söng "Suffragette City" og "Ladylike" var frammistaðan hennar svo mögnuð að hún átti ekki skilið að fara. Mér fannst synd að engin tók "Comfortably numb" með Pink floyd, þrátt fyrir að lucas og dilana rifust um það. Þetta lag minnir mig á pabba, pink floyd aðdáenda númer eitt og þetta lag spilaði hann alltaf í bílnum þegar hann var að keyra mig og þykir mér því mjög vænt um þetta lag.
"Til hamingju Magni með árangurinn í þessari keppni. Þú hefur staðið þig eins og hetja og ert núverandi stolt þjóðarinnar. Við eigum ekki það marga íslendinga og er æðislegt að sjá þegar einn okkar er að gera það gott á erlendri grundu að kynna land og þjóð. Einnig gaman að sjá þegar fólk tekur áhættu að láta drauma sína rætast og þú gerðir það og áttir 4.sætið vel skilið. Njóttu nú lífsins á Íslandi með fjölskyldunni sem þú hefur saknað sárt. "
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Pabbinn var búinn að finna spoiler þráð á netinu og vissi úrslitin kl. níu um kvöldið svo ég fór bara að sofa og horfði á þetta daginn eftir.
Post a Comment