Þetta var venjulegur dagur, fór í skólann, eyddi tímanum í skólanum að skrifa grein fyrir Vienna Review (nýja nafn skólablaðsins) til fimm leytið. Alexandra var að fara á sama tíma og bauð mér og Chris far. Alexandra bakkaði bílnum, lagði af stað og svo var biðskylda svo hún stoppaði smá og lagði af stað nema sá svo rauðan bíl fyrir framan hana, snarbremsaði en of seint, BÚMM. Klessubíló. Við höfðum keyrt í hliðina á bílnum.
Alexandra spurði okkur hvort við vorum í lagi, við vorum öll í belti svo okkur skaðaði ekki. Svo hlupum við úr bílnum og athuguðum ´bilinn sem við klesstum á. Í bílnum sat kona um fimmtugt og henni var ráðlagt að halda sér í bílnum þar til löggan kæmi. Um 20 mín seinna kom sjúkrabíll og svo löggan. Konan sem við klesstum á fór á spítala, til öryggis en við vorum eftir og yfirheyrð af lögreglunni. Ekki nóg með það heldur hálftíma seinna kom rannsóknarlögreglan.
Rannsóknarlögreglan var öðruvísi en venjulega lögreglan. Hún var með húfu (eins og stúdentahúfa íslendinga) og í endurskinsvesti. Löggan merkti við þar sem bílarnir voru, einn þeirra mældi út vegalengdir á meðan hin lögreglan tók okkur í gegn í yfirheyrslu. Fyrst tók hann alexöndru, benti henni á biðskylduna og spurði hana "veistu hvað þetta merki þýðir" hún svaraði "auðvitað, ég er með ökuskírteini"... hann leit á hana eins og hún væri alger vitleysingur. Svo yfirheyrði hann okkur. Alexandra var í uppnámi svo vildi vita hvað myndi gerast svo hún hringdi í Helmut (kærasta Önnu sem er lögfræðingur). Hann kom og hlustaði á yfirheyrslurnar og fylgdist með stöðu mála. Munar um að hafa e-h sem veit hvað hann er að gera.
Við vorum þar í um það bil 2 tíma, mér fannst það lengur að líða. Ég vildi ekki fara frá Alexöndru fyrr en ég vissi að allt væri í lagi. Það er erfitt í svona aðstæðum því maður getur lítið gert. Ég gegndi bara stöðu mínu sem vinkona, hélt utan um hana, knúsaði hana og hélt í hendina á henni þegar hún þurfti kraft minn og huggun. Svona hlutir gerast, sem betur fer slasaðist enginn.
Enn einn dagur í Vín.....
3 comments:
Gott ad thu meiddist ekki Anna min. Lika gott hja ther ad stydja vinkonu thina. Skrytin tilviljun ad eg skyldi hringja thegar thetta var ad gerast. Buinn ad finna ut hvad myndin heitir, en hun var ekki til i Sam Goodys. Reyni adra bud a heimleidinni.
Hæhæ sæta, úfff sem betur fer fór ekki verr í bílslysinu, ég les síðuna þína næstum daglega, en ég skal vera duglegri að kommenta :) kv.Ragga
Hæ hæ,
ég datt hérna inn fyrir einhverja undarlegustu tilviljun á lífsleið minni. Ég var nokkuð skelkuð þegar ég fór að lesa um bílslysið en sem betur fer endaði sagan vel.
Kveðja,
Nína
Post a Comment