Í tilefni þess að ég var búin að vera skólaalki undanfarið að þá tók ég mér tíma til að hitta vini mina þessa og hanga með Lumi þessa helgina.
Á föstudagskvöldi hitti ég Alexöndru og spönsku Rósu og við fengum okkur drykk á Naschmarkt. Svo kom Dóra skvísa, sem var nýbuin að syngja í óperusýningu og settist niður með okkur í svaka stelpuspjall. Eftir spjallið fór ég til Alexöndru og við horfðum á Grey´s Anatomy þar til við báðar sofnuðum.
Á laugardagskvöldi fór ég í afmæli hjá Agnieszku (sem er með mér í nemendafélaginu). Hún hélt það á Charlie Ps og þvílík skemmtun. Hún bauð upp á drykk og svo kom með Sacher tertu, sem ég persónulega hafði aldrei tímt að kaupa en VÁ hvað hún er góð, jamm, jamm. Ég skemmti mér vel með flestum úr nemendafélaginu, svo fóru flestir en ég bauð Huldu að koma í partýið og hún kom og við forum svo á modern kokkteilbar og svo á Chelsea, klúbb sem spilar rokk tónlist mest. Svo forum við heim.
Á sunnudaginn kom Lumi mér á óvart með að koma á vespu. Hann bauð mér svo á bak og ég gat ekki neitað svona freistandi boði. Við keyrðum fyrst í Donauplex og fengum okkur að borða og svo keyrðum um Vínarborg til að komast til frænda hans (aka fjölskyldu hans hér í Vín). Ég hafði ekki heimsótt þau í ár svo þau voru dálítið sár út í mig, héldu að mér líkaði ekki við þau en svo sættumst við og allt var í lagi. Við keyrðum svo aftur heim til Tokiostrasse og horfðum á video um kvöldið, Crank, My Super Ex Girlfriend og Casino Royale. Mér hafði verið líkt við gelluna í Bond myndinni. Ég skil það ekki, mér finnst ég ekkert lík henni.
Svekkjandi, þegar ég hélt að mesta stressið í skolanum væri búið þá tekur við ný vika og meira stress. Gaman að vera í skóla, huh? :P
3 comments:
Gott að þú fékkst loksins að smakka tertuna frægu. Skemmtilegar myndir.
Knús
Pabbi
Svona á maður að lifa af skólalífið, slappa af um helgar og njóta tímans með vinum sínum og kærasta ;) reyna að hugsa um eitthvað allt annað en skólann í smá tíma. Sakna þín Anna þú ert dugleg og meikar þennan skóla alveg, þú massar þetta með stæl! sjáumst svo í sumar og skemmtum okkur rækilega :D
Rosalega ert þú flott á vespunni.
Post a Comment