Á laugardaginn síðasta keppti ég í live karaoke á barnum Ratpack. Ég tók login “Que Sera, Sera” og “The Winner Takes It All” og gekk það prýðilega. Eftir hvert lag fengum við keppendurnir athugasemd frá dómurunum og ég fékk að ég hefði rosalega fallega rödd og vissi hvernig átti að nota hana og svo að karakterinn minn skini í gegn, að ég væri ekta skemmtikraftur og frábær söngkona. Alltaf gaman að heyra góða hluti.
Við fengum svo stig frá dómurum 1-10 og svo frá áhorfendum í hvaða sæti við vorum 1-7. Ég lenti í þriðja sæti. Í fyrsta sæti var jazzsöngkona og í öðru sæti var 16 ára stelpa sem náði að syngja Whitney Houston lag með svaka krafti og mjög vel. Í verðlaun fékk ég 30 evrur, 50 evrur stúdíótíma og 30 evrur á barnum. Voða gaman að taka þátt og fá feedback :)
1 comment:
Til hamingju með árangurinn Anna mín. Flott hjá þér.
Post a Comment