Búin að vera á klakanum í viku og strax farin að vinna.
Er þessa dagana að leysa Stefán bróðir af í vinnunni, á meðan hann er í keilubúðum í Ameríku og svo að keppa í landsliðinu í keilu í Austurríki. Vinn hjá Glitni á lagernum og póstmiðstöðinni. Í öðrum orðum sagt er ég senditík, fólk sendir inn beiðni, ég redda því. Hleyp fram og til baka, með poka, kassa og kerrur, svo ég er í svakalegri líkamsrækt í vinnunni. Vinn frá 8 til 16:00 á hverjum degi. Er enn að venja mig á rútínuna. Fyrsta vikan alltaf erfið....
Hef svo verið að hitta vini mína. Hitti Hörpu og við fórum í karaoke hjá henni. Hitti Óla Helga og horfði á Will&Grace, fór í bíó með Matthildi á Shrek 3, sem er SNILLDARMYND! við rákumst meira að segja á óla helga sem var þar ásamt skildi og magga. Svo við vorum öll í einni röð að drepast úr hlátri. Svo fór ég í partý á laugardaginn með Kollu og Eygló. Það var þemapartý og þemað var "DIVA" Svo Kolla hét Nadiva og eygló hét Glóey. Svaka stuð í þessu partýi, tókum myndir og alles. Eftir það keyrði ég svo stelpurnar niður í bæ. Við fórum fyrst á kaffibarinn, svo á Qju bar. Ég bjallaði svo í Guðrúnu og hitti hana, Jón og Geira á hressó og við röltuðum svo upp á Celtic Cross (held ég :P). Þar spjölluðum við meðan strákarnir gerðu e-h annað. Var komin heim um 6 leytið. Næsta dag hitti ég svo Vælsdruslurnar (matthildi, guðrúnu og dagnýju) á austurvelli og við fórum á ingólfstorg og svo í kolaportið, voða nice!
No comments:
Post a Comment