Það skemmtilega við að vera í Modernism er að þurfa ekki að sitja í kennslustofu allan tímann. Við forum á kaffihús Landtmann og svo á Freud safnið. Ég hafði farið þangað með Ásdísi og pabba 2005 en það hafði margt breyst síðan þá. Frægi sófinn var loksins þar. Skildi samt ekki alveg hvað var svona merkilegt við hann og innrammaðar teiknimyndir voru á veggjunum. Svaka fyndnar myndir.
Fyrst miðannarprófinu mínu var frestað til mánudags og modernism tímanum mínum líka fór ég með Huldu í bíó. Hér í Vín eru aðeins fá svokölluð ensk bíó sem sýna enskar myndir. Við höfðum þó heppnina með okkur, bíóhús í Millenium City var að sýna Pirates of the Caribbean 3 með ensku tali. Við skelltum okkur því þangað, keyptum miðana og fengum okkur að borða á kfc og schnitzelmann. Svo keyptum við okkur nammi og kók og forum inn. Þvílíkt þægileg sæti og pláss fyrir drykkina. Svona lúxús er ekki að finna í ensku bíóunum. Við vorum mjög svekktar með myndina. Guði sé lof að Johnny Depp er í henni, annars var ekki nógu mikill humor og ég skildi ekki helminginn af söguþráðinum. Á leiðinni út úr bíósalnum rakst ég á Franco, vin Alexöndru og heilsaði upp á hann. Hann labbaði með okkur út, nema svo var okkur boðið á drykk á barnum Qju, svo við forum inn, spjölluðum aðeins og svo forum heim. Huggulegt kvöld.
Grease kvöld. Ligia hafði ekki séð myndina Grease svo ég stakk upp á að hafa Grease kvöld, þar sem við myndum horfa á myndina og svo fara á karaoke barinn okkar í donauplex og syngja login úr myndinni og það gerðum við með stæl og skemmtum okkur svaka vel í þokkabót. Fyrst var barþjóninn, asísk kona að bögga okkur með að kaupa e-h svo við færðum okkur og vorum ekki truflaðar eftir það. Fífluðumst með myndavélina eins og sjá má…. Svaka stuð hjá okkur stelpunum!
Ásdís systir er 32 ára í dag!!!! Innilega til hamingju :)
1 comment:
Hæ hæ skvísa.... þa er fjör hjá þinni sé ég, hlakka til að fá þig heim.
Post a Comment