Sunday, July 08, 2007

Blá marin tá

Það er ekki auðvelt að vera í vinnunni hans stefáns, sem sýndi sig þegar ég endaði á spítalanum með bláa tá. Ég fór bara til öryggis því ég hafði dregið póstvagn yfir tánna á mér og sársaukinn var að fara með mig. Mamma var hrædd um að sýking hefði komist í sárið og bað mig að fara á bráðamóttöku og láta athuga þetta. Ég fór þangað og eftir að hafa sagt 3 læknum hvað var að mér var þreifað aðeins a´tánni, farið í röntgen sem leiddi í ljós að táin var bara marin. Ég ætti að fá íbúfen við verkinum. Svo gerði ég.

Um kvöldið fór ég svo í afmælispartý hjá íslensku alexöndru. Svaka stuð að fá að hitta fríðu, ósk, alexöndru og vini hennar ásamt góðum veitingum. Ég fór svo heim.

Ég tók íbúfen á tóman maga sem leiddi til þess að ég fékk þessa hrikalegan magaverk um kvöldið og gat ekki sofið. Með hjálp frá mömmu og pabba náði ég að borða og drekka og svo taka lyf við þessu. Ekki gott, skal ég segja ykkur. Svona reynsla lætur mann vera þakkláta fyrir venjulegu dagana.

Næsti dagur var þá bara að jafna sig, ná að sofa og slappa af. Ég endaði helgina þó skemmtilega, Frikki, besti vinur minn kom fra útlöndum og við tókum Grey´s anatomy maraþon og enduðum í svefngalsa þar til við loksins róuðum okkur niður og fóru að sofa.

No comments: