Saturday, July 28, 2007

Starfsþjalfun, afmæli og annað djamm

Ein af ástæðunum fyrir að ég var svo lengi á Íslandi var að ég ætlaði að fara í starfsþjálfun. Sagafilm var áfangastaðurinn.

Ég fékk að vinna í þættinum "Stelpurnar" og mitt hlutverk var að sjá um mat, var hlaupari og inn á milli statisti þegar vantaði. Það var rosalega áhugavert að fá að kynnast framleiðslunni og þessu frábæru fólki á bakvið hann.Við tókum upp í Eimskip, heimahúsum og svo niður í miðbæ. Frá 8 á morgana til 8 á kvöldin frá sunnudags til fimmtudags, engin smá mikil vinna og mikið stress sem kom á óvart. Maður gerir sér ekki grein fyrir vinnunni á bakvið svona þætti.

Vikan endaði svo á vinaparty, aka castpartý á Thorvaldsen til að koma öllum mannskapnum saman. Flestir í framleiðslunni voru mikið eldri en ég og búin að vinna mikið meira saman svo ég endaði með að tala við strákanna á minum aldri. Þeir voru yndislegir og töluðu um allt milli heima og geima. Svaka gaman að tala við þá enda algjörir ljúflingar. Ég kláraði vikuna og fór svo að vinna í öðrum hlutum. Þetta var þó góð reynsla.

Bílinn sem leikarar, sminkur, stílistar, aðstoðarframkvæmdarstjórinn og ég liggur við bjuggum í.

Þrátt fyrir mikla vinnu reyndi ég þó að taka tíma fyrir vinina og djamma með þeim. Ég og Frikki kíktum í partý hjá Halldóri og co og fórum svo á Nasa þar sem Páll Óskar var DJ. Ekkert smá stuð fyrir utan það að e-h gella var blindfull og hrundi af sviðinu beint á hausinn á Frikka. Hann jafnaði sig sem betur fer. Ég var full af orku og dansaði svakalega mikið, tók meira að segja svaka latin rútínu með Frikka. Þvílíkt gaman því gamlir dansarar voru í salnum og ég endaði með að dansa smá með þeim. Loksins ein af hópnum. Það tók mig viku eftir þetta ball að fá "Allt fyrir ástina" af heilanum á mér. Stanslaust stuð!

Árnný flutti niður í miðbæ Reykjavíkur svo ég og Fríða hjálpuðum henni að flytja inn og svo vorum við gestir í innflutningspartýinu hennar. Það var mikið stuð, mikið drukkið og mikið gaman. Það eina sem fór illa voru böndin á töskunni hennar Fríðu en þau brunnu á eldavélinni hennar árnnýjar :P Svo var kíkt niður í bæ þar sem mikið og margt gerðist, svo mikið drama að fylla mætti sápuóperu. Endaði þó í örmum vina svo allt er gott sem endar vel.



Afmælispartý Dagnýjar var haldið með pompi og prakt heima hjá henni þar sem hún meira að segja eldaði fyrir okkur stelpurnar og fengum vín með, rosa huggulegt. Svo var horft á Vælsatriðið okkar og hlegið dátt og svo endað í sing star. Við fórum svo niður í bæ þar sem ég kíkti á Oliver á hana Jóu vinkonu sem er að vinna þar og svo á Hressó þar sem ég kvaddi hana Rósu áður en hún hélt aftur til Ítalíu. Ég og Guðrún vorum ekki í stuði svo við löbbuðum heim til hennar, horfðum á Scrubs og fórum svo að sofa. Ljúft kvöld.



Er svo búin að vera að heyra í og hitta gamla og góða vini sem hefur verið æðislegt :) Væri til í að hitta fleiri

No comments: