Tuesday, August 07, 2007

Afmæli, auglysingagerð og aðrir atburðir

Frá 12 um hádegi til 12-2 á nóttu, svona er víst framleiðslugerð. Í þetta sinn fékk ég að gera "making of" á síma auglýsingu sem Saga film var að sjá um. Rosa gaman að fá að vera hluti af þessu, kynnast framleiðslunni og skemmtilegu fólki sem því fylgir.

Annars átti Stebbi bróðir afmæli 30.júlí og fór fjölskyldan út að borða á Argentínu í tilefni dagsins. Amma hélt einnig upp á 80 ára afmæli sitt í golfskálanum með stórfjölskyldunni og var svaka fjör þar, góður matur og félagsskapur. Svo er ég ásamt Frikka búin að vera á fullu að æfa fyrir Dragkeppni Íslands, sem haldin verður á morgun. Þar verðum við að dansa fyrir Steina, verður gaman að sjá hvernig það kemur út. Svo er Gay Pride á laugardaginn og eins og undanfarin ár, stíg ég enn og aftur upp á pall, í þetta sinn með Haffa og Svölu og fleirum í svaka paty floater. Verður örugglega gaman.

Í tilefni verzlunarmannahelginnar, skrapp fjölskyldan mín sér til útlanda, réttara sagt til London á Prince tónleika. Það var æðislegt. Við versluðum, spjölluðum og nutum svo tónleikanna í glitnisstúkunni á besta stað með mat og læti. Æðisleg helgi!


No comments: