Annars átti Stebbi bróðir afmæli 30.júlí og fór fjölskyldan út að borða á Argentínu í tilefni dagsins. Amma hélt einnig upp á 80 ára afmæli sitt í golfskálanum með stórfjölskyldunni og var svaka fjör þar, góður matur og félagsskapur. Svo er ég ásamt Frikka búin að vera á fullu að æfa fyrir Dragkeppni Íslands, sem haldin verður á morgun. Þar verðum við að dansa fyrir Steina, verður gaman að sjá hvernig það kemur út. Svo er Gay Pride á laugardaginn og eins og undanfarin ár, stíg ég enn og aftur upp á pall, í þetta sinn með Haffa og Svölu og fleirum í svaka paty floater. Verður örugglega gaman.
Í tilefni verzlunarmannahelginnar, skrapp fjölskyldan mín sér til útlanda, réttara sagt til London á Prince tónleika. Það var æðislegt. Við versluðum, spjölluðum og nutum svo tónleikanna í glitnisstúkunni á besta stað með mat og læti. Æðisleg helgi!
No comments:
Post a Comment