Wednesday, August 29, 2007

Síðasta vikan

Vann á daginn í Sagafilm að klippa "Making of" á nýjustu auglýsingu Símans sem ég tók upp. Á mánudeginum kvaddi ég Óla Helga, sem var að fara aftur til Ítalíu með að fara með honum og vinum hans á American Style.

Fyrst að ég var ekki búin að sjá Bourne myndirnar, ákváð Dagný, Matthildur, Guðrún og ég (aka vælsdruslurnar) að hafa Bourne maraþon. Við hittumst á þriðjudeginum og horfðum á fyrstu tvær myndirnar. Svo fórum við á nýjustu á miðvikudeginum. Mér fannst fyrsta myndin langskemmtilegust. Ég hitti einnig Þórdísi og Auði á miðvikudeginum. æðislegt að spjalla við þær.

Á fimmtudeginum tók ég frí í vinnunni og fór með Guðrúnu að versla. Svo skrapp ég heim. Um kvöldið hitti ég svo Vælsdruslurnar á Caruso. Það var rosa kósý. Svo skruppum við á Thorvaldsen þar sem mamma var með staffapartý. Þar var sko stuð, þökk sé Jónsa (úr svörtum fötum) sem hélt stuðinu uppi með að spila á gítar og allir sungu með (sérstaklega ég og Dagný). Ótrúlega sætt þegar hann söng "þitt fyrsta bros" fyrir Pálín sem er að fara að eiga og flytja erlendis. Ég skemmti mér svo vel þar að ég var of sein í mitt eigið kveðjupartý.

Ég hélt kveðjupartýið á Hressó. Vælsdruslurnar, Steini, Haffi, Halldór, Jónína, Alexandra, Ósk, Árnný og Sigurjón, Kolla, Maja og örugglega e-h fleiri sem ég man ekki eftir á þessari stundu. Það var rosa huggulegt. Við drukkum og spjölluðum. Þegar allir voru farnir fórum við aftur á Thorvaldsen og sungum þar til lokaði. Neinei, það stoppaði ekki Jónsa. Við spiluðum bara úti. Ótrúlega fyndið, ég sagði svo að ég væri frá vín og talaði e-h á þýsku. Þá spilaði Jónsi bara "du hast" með Rammstein. svo skutlaði jón okkur heim. Ótrúlega skemmtilegt kvöld :)



Dvölin heima á Íslandi var upp og niður, líkt og lífið sjálft en ég verð að segja að þrátt fyrir allt skemmti ég mér konunglega.

No comments: