Í tilefni þess að ég er loksins búin að taka upp úr ferðatöskunum ákvað ég að það væri komin tími til að ég bloggaði.
Eftir klukkustunda seinkun Icelandair þá kom ég seinna til Danmerkur en ætlað var. Það breytti þó litlu máli, bara minni bið. Ég fór svo í transfer center, fékk miðann minn og settist svo á hereford og fékk mér að borða. Ég hitti Gullu á leiðinni út svo ég náði að spjalla við hana í smá stund, svo notaði ég tímann og las bókina Svo fögur bein þar til ég komst í vélina. Ég var svo fegin þegar ég loksins lenti, fékk töskurnar og fór út. Alexandra beið þar eftir mér og skutlaði mér heim. Lumi var annars staðar en ég kom í íbúðina tandurhreina, ískápurinn fullur og blóm með skilaboðunum "velkomin heim ástin mín." Seinna kom lumi og það var æðislegt að sjá hann, enda næstum 3 mánuðir síðan ég sá hann. Við áttum 3 ára afmæli þann 12.ágúst.
Skólinn er byrjaður og er ég í þrem tímum, "Webcast Production", "Layout and Design" og "Newspaper Production". Margir framleiðslutímar svo mikil aukavinna. Svo er ég einnig að klára starfsþjálfunina með að skrifa 10 bls ritgerð um hvað ég gerði þar, auk þess að ég hef portfolio review í október. Svo nóg að gera.
Er búin að nota tækifærið og hitta vinina eftir að hafa ekki séð þær í sumar og skiptast á sögum. Hittumst í hádegismat á austurrískum stað, fórum að djamma á kaiko og svo var Webster partý, sem kom á óvart (var skemmtilegt). Er mjög ánægð hér í Vín.
Ný myndasíða:
http://www.flickr.com/photos/a_claessen
(undir sets)
1 comment:
æj hvað lumi er sætur. skilaðu kveðju til hans frá mér. hurru ég náði ekki að gera þig að vinkonu mína á flickr geturðu gert þig að vinkonu minni eða sent mér leiðbeiningar ég er eittthvað að klúðra þessu
Post a Comment