Thursday, November 22, 2007

LONDON BABY

Vaknaði eldsnemma og beið eftir leigubílnum til að taka mig á flugvöllinn. Leigubíllinn kemur en þá er önnur manneskja í honum…. einhver gaur. Leigubílstjórinn hafði þá pikkað hann upp á leiðinni. Mér var nett sama en leit illa út fyrir Lumi sem leit út um gluggann til að kveðja mig. Skapaði smá vesen.. Komst á flugvöllinn þar sem gaurinn í bílnum bauð mér í kaffi, ég neitaði, fannst þetta allt óþægilegt. Las Soccer War á flugvöllinum og flugvélinni. Hálftíma bið og hélt svo leið minni til London.

Pabbi tók á móti mér á flugvellinum og svo fórum við á hótelið þar sem við hittum Ásdísi. Um kvöldið fórum við svo á Spamalot, sem er blanda af Monty Python myndunum The Holy Grail og Life of Brian. Ótrúlega fyndin og flott sýning. Mamma og Stefáni komu svo á hótelið nema Stefán kom á hækjum. Hann leit út eins og Dr. House.

Næsta dag fórum við að versla, þó mest í HMV, þar sem ég verslaði yfir mig af DVD. Um kvöldið fór Stebbi og mamma í bíó á American Gangsta meðan ég, Ásdís og pabbi fórum á leikritið Desperately Seeking Susan (með tónlist Blondie). Léleg gæði, var meira eins og framhaldssýning. Skemmtilegast var eftir sýninguna þegar við vorum að labba og allt í einu sáum við mannfjölda í kringum götulistamann sem var að syngja lög “Hey Jude” og “I just called to say I love you.” Ótrúlega sætt, fólkið fór meira að segja að dansa. Auðvitað tók Ásdís þetta allt á video. Við hittumst svo systkinin á barnum og spjölluðum og drukkum þar. Voða skemmtilegt kvöld.



Sunnudagur var verzlunardagur, þar sem að takmarkið var að versla föt og mér tókst það. Tvær gallabuxur, puma skó og svo Steedlord jakka og bol í H&M, við systurnar alveg eins í þessum töff klæðnaði. Um kvöldið hélt Claessen fjölskyldan svo leið sinni á Foo Fighters tónleika. Snilldar tónleikar og sæti. Dave Grohl snillingur!

Á mánudeginum fóru allir í sitthvora áttina, pabbi til Genf, Ásdís til Spánar, ég til Vínar og mamma og Stebbi heim. Svona er að vera International.

Wednesday, November 14, 2007

Facebook tónlistarsíða

Er að koma mér á framfæri. Endilega hlustið á tónlistina mína og addið mér ef þið eigið facebook :)

Fyrir neðan er linkurinn:

iLike Anna Claessen

Monday, November 12, 2007

Astfangin upp fyrir haus



Eydi mest minum tima i skolanum, ad hitta vini og utan tess med kaerastanum. Eg er buin ad njota timans svo vel med Lumi ad undanfornu, vid eydum naestum ollum tima okkar saman (tegar hann er ekki i vinnunni og eg i skolanum). Eftir langan dag i skolanum er ekkert aedislegra en ad koma heim til ad finna mida sem stod a "Elsku Anna, matur handa ter i ofninum, eg elska tig, tinn Lumi" (allt a tysku fyrir utan eg elska tig). Ta er madur sko kominn i alvoru samband, tegar astin manns hugsar svona vel um mann og eldar fyrir mann. Aedisleg tilfinning. Ennta aedislegra er to ad heyra ordin "mig langar ad eyda aevi minni med ter" sem eg hef fengid mikid undanfarid og enn betra tvi mer lidur tannig lika. Gaman ad vera astfangin. Bara tilhugsunin ad vera fra honum eina helgi... faranlegt hvad eg a eftir ad sakna hans

Naestu helgi fer eg til London ad hitta fjolskylduna. Asdis i Danmorku, pabbi a Spani, mamma i Asiu og Russlandi og Stebbi bradum ad fara til Bandarikjanna. Talandi um INTERNATIONAL! Planid er ad fara a leikritid Spamalot og a Foo Fighters tonleika. Tetta verdur mitt tridja skipti ad sja Foo Fighters. Vid gistum a Sandersons (mest tisku og nutimalega hotel sem eg hef sed). Verdur aedislegt ad rokka med fjolskyldunni.

her a blogginu hef eg mest verid ad segja hvad eg hef verid ad gera. Fannst ahugavert ad prufa ad skrifa e-h adeins personulegra.

Sunday, November 04, 2007

Back to school again

Skólinn byrjaður enn á ný. Er enn í fögunum “Newspaper Production” og “Webcast Production” en bæti svo við mig tveim fögum, hip hop kúrs og “Law and the media.” Hip hop kúrsinn er áhugaverður þar sem við byrjum að læra allt um anthropology, færum okkur svo niður í subcultures og svo í hip hop. Law and the media er ekkert spes, sérstaklega þar sem þetta er þriggja tíma kúrs þar sem kennarinn talar allan tímann og labbar fram og til baka. Ég hef þó Alexöndru, bestu vinkonu mina þar. Munar um það.Búin að hitta vinkonur mínar mikið í skólanum og fara út með þeim að borða. Eyði mestum tíma í skólanum svo yndislegt að skreppa út og fá sér e-h í snarlinn.

Ég og Lumi fórum út að borða og svo í bíó. Þetta er met, þar sem við höfum ekki gert þetta í Vín frá því við byrjuðum saman. Við fórum út að borða á grískan veitingastað og svo í bíó á The Heartbreak kid eða 7 tage ausgefluttert (já ég sá hana á þýsku). Hún var mjög fyndin, enda Ben Stiller helvíti fyndin.


Hékk með Lumi þessa helgi, hann eldaði íslenskan fisk! Við sáum fiskinn í SPAR og lumi vildi elda hann. Ég hélt hann væri að grínast,en allt kom fyrir ekkert og hann eldaði gómsætan fisk í raspi og svo daginn eftir eldaði hann venjulegan. Rosa gott!

Sá myndina I now pronounce you chuck and larry og vá snilldarmynd. Fór þó mest að hlæja að atriðinu þar sem Adam Sandler sýnir syni Kevin James klámblað og hann hleypur út öskrandi… vá hvað þetta var fyndið atriði.

Skrifaði þrjár greinar í síðasta Vienna Review, um Kosovo ferðina, happy ending á bíómyndum (þar sem ég minntist á myndirnar Hairspray og The Secret) og svo dagbókarfærslu um að vera án gleraugna eitt kvöld.