Thursday, November 22, 2007

LONDON BABY

Vaknaði eldsnemma og beið eftir leigubílnum til að taka mig á flugvöllinn. Leigubíllinn kemur en þá er önnur manneskja í honum…. einhver gaur. Leigubílstjórinn hafði þá pikkað hann upp á leiðinni. Mér var nett sama en leit illa út fyrir Lumi sem leit út um gluggann til að kveðja mig. Skapaði smá vesen.. Komst á flugvöllinn þar sem gaurinn í bílnum bauð mér í kaffi, ég neitaði, fannst þetta allt óþægilegt. Las Soccer War á flugvöllinum og flugvélinni. Hálftíma bið og hélt svo leið minni til London.

Pabbi tók á móti mér á flugvellinum og svo fórum við á hótelið þar sem við hittum Ásdísi. Um kvöldið fórum við svo á Spamalot, sem er blanda af Monty Python myndunum The Holy Grail og Life of Brian. Ótrúlega fyndin og flott sýning. Mamma og Stefáni komu svo á hótelið nema Stefán kom á hækjum. Hann leit út eins og Dr. House.

Næsta dag fórum við að versla, þó mest í HMV, þar sem ég verslaði yfir mig af DVD. Um kvöldið fór Stebbi og mamma í bíó á American Gangsta meðan ég, Ásdís og pabbi fórum á leikritið Desperately Seeking Susan (með tónlist Blondie). Léleg gæði, var meira eins og framhaldssýning. Skemmtilegast var eftir sýninguna þegar við vorum að labba og allt í einu sáum við mannfjölda í kringum götulistamann sem var að syngja lög “Hey Jude” og “I just called to say I love you.” Ótrúlega sætt, fólkið fór meira að segja að dansa. Auðvitað tók Ásdís þetta allt á video. Við hittumst svo systkinin á barnum og spjölluðum og drukkum þar. Voða skemmtilegt kvöld.



Sunnudagur var verzlunardagur, þar sem að takmarkið var að versla föt og mér tókst það. Tvær gallabuxur, puma skó og svo Steedlord jakka og bol í H&M, við systurnar alveg eins í þessum töff klæðnaði. Um kvöldið hélt Claessen fjölskyldan svo leið sinni á Foo Fighters tónleika. Snilldar tónleikar og sæti. Dave Grohl snillingur!

Á mánudeginum fóru allir í sitthvora áttina, pabbi til Genf, Ásdís til Spánar, ég til Vínar og mamma og Stebbi heim. Svona er að vera International.

1 comment:

EggertC said...

Frábært að hitta þig í London Anna mín. Hlakka til að fara með þér í jólafríið.

Knús,
Pabbi