Sunday, November 04, 2007

Back to school again

Skólinn byrjaður enn á ný. Er enn í fögunum “Newspaper Production” og “Webcast Production” en bæti svo við mig tveim fögum, hip hop kúrs og “Law and the media.” Hip hop kúrsinn er áhugaverður þar sem við byrjum að læra allt um anthropology, færum okkur svo niður í subcultures og svo í hip hop. Law and the media er ekkert spes, sérstaklega þar sem þetta er þriggja tíma kúrs þar sem kennarinn talar allan tímann og labbar fram og til baka. Ég hef þó Alexöndru, bestu vinkonu mina þar. Munar um það.Búin að hitta vinkonur mínar mikið í skólanum og fara út með þeim að borða. Eyði mestum tíma í skólanum svo yndislegt að skreppa út og fá sér e-h í snarlinn.

Ég og Lumi fórum út að borða og svo í bíó. Þetta er met, þar sem við höfum ekki gert þetta í Vín frá því við byrjuðum saman. Við fórum út að borða á grískan veitingastað og svo í bíó á The Heartbreak kid eða 7 tage ausgefluttert (já ég sá hana á þýsku). Hún var mjög fyndin, enda Ben Stiller helvíti fyndin.


Hékk með Lumi þessa helgi, hann eldaði íslenskan fisk! Við sáum fiskinn í SPAR og lumi vildi elda hann. Ég hélt hann væri að grínast,en allt kom fyrir ekkert og hann eldaði gómsætan fisk í raspi og svo daginn eftir eldaði hann venjulegan. Rosa gott!

Sá myndina I now pronounce you chuck and larry og vá snilldarmynd. Fór þó mest að hlæja að atriðinu þar sem Adam Sandler sýnir syni Kevin James klámblað og hann hleypur út öskrandi… vá hvað þetta var fyndið atriði.

Skrifaði þrjár greinar í síðasta Vienna Review, um Kosovo ferðina, happy ending á bíómyndum (þar sem ég minntist á myndirnar Hairspray og The Secret) og svo dagbókarfærslu um að vera án gleraugna eitt kvöld.

1 comment:

EggertC said...

Það er greinilega gaman hjá þér Anna mín.

Kveðja og knús frá Glasgow,
Pabbi