"Webster University Vienna Austria Community Service Award is presented to Anna Claessen in recognition of her distinguished contribution to the Webster student body and the surrounding community."
Á hverju ári haldið Honors ball (eða ball fyrir verðlaunahafa)daginn fyrir útskrift til að verðlauna þá sem fengu hæstu einkunnirna eða gáfu mest til samfélagsins. Ég fékk síðari verðlaunin fyrir framlag mitt til Webster (nemendafélagið, Vienna Review, Webcast og fleira).
Verðlaunaafhendingin var haldin í Bösendorfer saal og heppilega voru mamma, pabbi og Ásdís komin til Vínar, svo þau gátu séð sér fært um að mæta. Þetta var kokkteilboð, svo ræður, verðlaun veitt til viðeigandi nemenda og svo voru veitingar eftir á. Formaður Webster Alumni kallaði mig upp, hélt ljúfa ræðu um mig og framlag mitt til Webster og svo fékk ég afhent verðlaunaskjal. Það var rosa gaman að sjá svipinn á fjölskyldunni, svo stolt.
Við enduðum kvöldið á að fara fjölskyldan á argentískan stað. Þar sem við vorum svo fín, fengum við smekki sem Ásdís gat ekki hætt að hlæja að. Svo tókum við leigubíl, fjölskyldan á hótelið og ég heim.
2 comments:
Innilea hamingju óskir elsku Anna mín
kossat og knúz
Til hamingju Anna mín, aftur og enn
Knús,
Pabbi
Post a Comment