Ein af aðalástæðunum fyrir komu okkar frá þrefalda útskriftarveislan okkar fjölskyldu, ég með B.A. gráðu í fjölmiðlafræði, Ásdís með master í sálfræði og pabbi með doktor í viðskiptafræði. Sú veisla var haldinn á 20.hæð í Turninum í Kópavogi. Um 150 manns komu, hvorki meira né minna, mamma var veislustjóri og var okkur veitt muni til minningar um frábæran árangur okkar. Við systurnar fengum uglur og pabbi fékk hlaupakall og uglu frá ömmu og afa, en þau héldu rosa ljúfa ræðu í þokkabót. Vinir pabba, vinkona Ásdísar og vælsdruslurnar, vinkonur mínar héldu einnig mjög ljúfar ræður. Vel heppnað kvöld og vil þakka kærlega fyrir allar gjafirnar.
Vælsdruslurnar buðu okkur í mat á Caruso sem útskriftargjöf og svo tókum við billjardleik í lágmúlanum. Yndislegt að hitta stelpurnar og leist Lumi vel á þær, fannst þær skemmtilegar.
Þetta var stutt en long ferð og ég vonast til að flugfélögin fari að hefja beinar ferðir til Íslands svo við getum heimsótt meira.
1 comment:
Ég vil óska þér, ásdísi og pabba þínum innilega hamingjuóskir með þennan frábæra áfanga :) mér þykir leitt að ég komst ekki í veisluna og lét ekki einu sinni vita af mér, vona að þú sért ekki sár.
Stórglæsileg mynd af ykkur :) vonandi getum við reynt að hafa hitting einhvern tíman þegar að þú kemur í heimsókn aftur til íslands, sakna þín rosalega mikið. Hugsa svo oft aftur í tímann, hvað við vorum einu sinni bestu vinkonur, ég vona svo sannarlega að ég geti þó haft þig enn sem vinkonu. Þótt við töluð lítið saman og hittumst ennþá sjaldnari
Saknaðarkveðja
Ragga(haukadís)
Post a Comment