Saturday, February 28, 2009

Kate Winslet vann loksins..

Myndin Slumdog millionaire var vinningshafi kvöldsins, vann 8 óskara, þar af fyrir bestu mynd. Þessi mynd átti óskarinn svo sannarlega skilið og hvet ég þá sem hafa ekki séð þá mynd að fara sem fyrst á hana, vel þess virði.

Sean Penn var besti leikari kvöldsins fyrir Milk, Heath Ledger besti aukaleikari fyrir The Dark Knight, Penelope Cruz besta aukaleikkona fyrir Vicky Christina Barcelona og Kate Winslet besta leikkona kvöldsins fyrir The Reader. Þau áttu þessa óskara vel skilið. Ég sá allar myndirnar og var ánægð með útkomu óskarsins. Fannst þó fyndið að Kate Winslet hefði loksins unnið óskar (tilnefnd fjórum sinnum) og það fyrir "holocaust" mynd. Aðallega því hún gerði grín af því í þættinum Extras. Sjá brot


No comments: