Friday, November 03, 2006
Hrekkjavakan búin en nóg framundan
Hrekkjavökuball var í skólanum mínum og ákvað ég því að klæða mig upp. Þar sem ég var blönk ákvað ég bara að setja á mig hárkollu og mála mig hræðilega og þetta er það sem kom út úr því.
Ég ákvað að gerast meðlimur nemendafélagsins í skólanum mínum og sé ég um að taka myndir á böllum og skrifa um atburði félagsins í skólablaðið ásamt því að hjálpa til við að skipuleggja atburði skólans. Á hrekkjavökuballinu vantaði þeim DJ svo ég stökk í það starf ásamt því að taka myndir. Nóg að gera en svaka áhugavert. Það var gaman í fyrstu að vera DJ (því fyrst voru þeir sem störffuðu hja´skólanum og ég vissi nokkurn veginn þeirra smekk en nemendur skólans eru frá svo mörgum löndum með svo mismunandi smekk að það var erfitt að þjóna öllum. Einnig því ein króatísk stelpa vildi skipta sér að svo ég fékk nóg að leyfði þeim að taka við og fór að taka myndir og dansa. Mjög fínt ball.
Myndirnar mínar frá ballinu eru á www.wuvsc.at
Hef lítið gert undanfarið, er búin að vera slöpp, hefur líklegast að gera með að loksins er komin vetur í Vín, snjókorn falla og vindurinn blæs, svo ég hef haldið mér innandyra í örmum lumi. Svo er það lærdómurinn. Vá hvað ég er fegin að það var hætt við einn kúrsinn mimn því fjórir eru meira en nóg, serstaklega 2 Dardis tímar.
Framundan er rannsóknarritgerð um Nígeríubúa í Vín (hegðun þeirra gagnvart konum), stærðfræðiáfangi (tölvustæðfræði), greinar fyrir fundamentals of reporting og svo ritgerð fyrir Introduction to Mass Communication.
The Vienna Review (skólablaðið) inniheldur tvær fleiri greinar eftir mig. Ein um "Die Lange Nacht der Museen" og önnur um hversu sjónvarp hefur áhrif á viðbrögð kvenna við óléttu. Gaman að vera hluti af þessu og sjá nafn mitt í blaðinu.
Nog um mig, hvað er að frétta af ykkur?
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Það er aldeilis nóg að gera hjá þér Anna mín. Gaman að sjá hvað þú ert dugleg. Hlakka til að fá þig heim í desember. Þið verðið líklega öll þrjú systkinin í kvöldvélinni frá Köben þann 17. des.
Kveðja,
Pabbi
Post a Comment