"Morgunútvarpið vaknaði með ykkur í morgun klukkan 7 og við heyrðum m.a. í Önnu Claessen sem er í Vín í Austurríki að læra fjölmiðlafræði, alltaf gaman að fylgjast með löndunum okkar sem eru að gera spennandi hluti úti í hinum stóra heimi."
(tekið af KISS FM,www.kissfm.is, Morgunútvarp í umsjá Lindu)
Já viti menn, mín barasta orðin útvarpsstjarna, hehe, ekki beint. Linda, umsjákona Kiss FM morgunútvarpsins fann prófílinn minn á minnsirkus.is og sá þar að ég væri að læra fjölmiðlafræði í Vín og fannst það áhugavert og vildi spjalla við mig.
Spjallið var á léttu nótunum, hún spurði mig um námið, hvort við hefðum útvarpsstöð, veðrið í Vín og hvort ég ætlaði að koma heim um jólin. Ég var hissa að hún sagði ekkert þegar ég minntist á það að kærasti minn væri frá Kosovo. Kannski ekki efni í þáttinn. Best var þó að hún gat borið nafn mitt rétt fram, ekki margir sem geta það. í lokin sagði ég eftifarandi sem ég vil einnig koma til skila hér.
"Ég bið innilega að heilsa vinum mínum og fjölskyldu og ég hlakka til að sjá ykkur um jólin"
3 comments:
Heldurðu að ég hafi ekki misst af þessu í morgun. Ferlega spældur. Sá einmitt textann á vefnum hjá KissFM. Frábært hjá þér að koma þér á framfæri. Þetta er svo sannarlega spennandi sem þú ert að fást við. Bestu kveðjur frá fjölskyldunni í Glasgow.
Bestu kveðjur frá
Pabbanum
HÆHÆ! Til hamingju með viðtalið!! Þetta er bara byrjunin. Go on girl!!
Frábært hjá þér.
Post a Comment