Skólablaðið Vienna Review, eina enska blaðið sem kemur út mánaðarlega Vín, hélt launch partý í sal austurríska ameríska félagsins í miðborg Vínar síðastliðin miðvikudag og þar sem ég hef skrifað í blaðið bauðst ég til að hjálpa til.
Ég kom snemma og hjálpaði til að þrífa, kaupa blóm og skreyta borðin með eintak af blaðinu og seinna um kvöldið tók ég á móti fólkinu og gaf þeim prosecco að drekka.
Gaman var að sjá hversu margir komu og hlustuðu á Dardis (ritstjóra blaðsins) skólastjórann og einn nemanda sem hefur verið lengst með blaðinu halda ræður og svo var dansað dátt seint um kvöldið. Ljúfast fannst mér að sjá Dardis með dóttur sinni Maggie, en hún hefur fengið eiginleika mömmu sinnar til að skrifa og skemmtu þær sér vel um kvöldið.
Við hjá blaðinu gáfum Dardis blóm og sætindi (því hún er svo "sweet" eða ljúf) í tilefni dagsins. Gaman að vera hluti af þessu.
No comments:
Post a Comment