Sunday, February 25, 2007

Saltkjöt og baunir, túkall!



Bolludagur, Sprengidagur og svo auðvitað Öskudagur. Hér er hins vegar haldið upp á Faschnachtsmontag og Faschnachtsdienstag, svokallað karnival þar sem folk klæðist búningum og fær loksins að borða eins mikið og það getur. Ég hef heyrt tvær útgáfur, að þau hafa fastað frá jólum (sem sagt ekki borðað kjöt og fisk) og svo að þau fasti fram á páska. Ég veit ekki hvort er réttara.

Hulda ákvað hins vegar að halda upp á íslensku dagana. Ég og Jón vorum boðin ásamt herbergisfélögum hennar í saltkjötsveislu og í eftirétt var bolla hvorki meira né minna. Hulda hefði þó ekki getað haldið upp á þessa stóru veislu hefði mamma hennar ekki kíkt í heimsókn. Hreint út sagt ljúffengur matur, alltaf gott að fá svokallaðan mömmumat, aka heimalagaðan mat. Bolla! Bolla! Bolla!

Sunday, February 18, 2007

Svarið við af hverju Grey´s anatomy er svona vinsælt

Æðislegur Valentínusardagur

Valentínusardagur, þann 14.febrúar, var yndislegur. Hann byrjaði venjulega, með að fara í skólann í "Layout" tíma. Þar lærðum við á InDesign. Rosa áhugavert. Svo kom ég heim og þar var lumi með súkkulaðikassa í hjartalaga kassa. Rosa sætt. Ég hafði skilið eftir rós á borðinu fyrir hann.

þegar ég kom heim var ég svo þreytt svo ég og lumi elduðum og svo svaf ég smá. Ég hékk svo með lumi þar til ég þurfti að fara í skólann, því ég hafði stungið upp á Sex and the city maraþoni á Valentínusardaginn og nemendafélagið samþykkti það. Við vorum nokkur sem mættum svo við keyptum snakk, nammi og drykki og náðum í sjónvarp og dvd úr annarri skólastofu. Það mætti fáir, því margir voru í tíma og í prófum, en það var rosa huggulegt. Svo fór ég og Ligia í table tennis og gengum frá öllu dótinu.

Við fórum svo í Donauplex í billiard. Eftir það fundum við karaoki klúbb uppi og við fórum þangað og ég tók nokkur lög. Allt í einu kom bros á Ligiu, ég sneri mig við og þar var Lumi. Ég sendi honum oftast sms um hvert ég fer og í þetta sinn kom hann líka og Ligia fékk loksins að hitta hann. Það var æðislegt. Við fórum svo öll heim.

Hreint út sagt yndislegur dagur :)

Tuesday, February 13, 2007

Helstu fréttir

Hætti í "Marketing"
Ástæða: Kennarinn var ömurlegur og þetta var of mikið fyrir mig. Tíu kaflar, 500 bls fyrir miðannarpróf.Auk þess sem kennarinn neitaði að útskýra fyrir mér spurningar á prófinu. Sagði að við værum í háskóla og ættum ekki að þurfa þess og fór að bögga mig því ég skyldi ekki spurningu sem við fórum yfir í tímanum þar á undan.

Hafði lesið alla kaflana, glósað helsta úr þeim, skrifað samantektirnar og lært til klukkan fjögur um nóttina. Var svo reið í prófinu að ég kláraði prófið, strunsaði út og endaði hjá námsráðgjafanum hágrátandi og bað um að hætta í kúrsnum. Það er ekki þess virði að vera í kúrs sem lætur þér líða illa.

Vienna Review kom út


Átti eina grein, um "samkynhneigð í Austurríki". Var það áhugaverð að það var vitnað í hana á forsíðunni. Svo sagði Alexandra mér að í tímanum hennar "Feature writing" hefði verið sýnt greinin og kennarinn dáðist að henni. Kennarinn vinnur hjá Der Standard (virtu austurrísku dagblaði) og er deildarstjóri fjölmiðlafræðideildarinnar. Alltaf gaman að heyra að fólk sé að lesa greinarnar manns og hvað þá dást að þeim.

Sleepover hjá Alexöndru

Í tilefni þess að Alexandra var að fá nýja íbuð fór ég, Ligia og önnur stelpa til hennar og fögnuðum með henni. Íbúðin var rosa hugguleg, er í miðbænum, rétt hjá naschmarkt og hefur 2 svefnherbergi, baðherbergi og eldhús. Við hlustuðum á tónlist, fengum okkur að borða og ég kynnti þeim fyrir One Tree Hill. Alveg ótrúlegt að enginn þekki það. Hér er bara O.C. Þeim líkaði vel við og svo sofnuðum við allar, enda dauðþreyttar eftir vikuna.

Ikeaferð

Þegar fólk flytur inn er eitt það fyrsta sem þau gera er að fara í Ikea. Svo Alexandra dróg mig þangað á laugardaginn og var það nett fyndið að sjá okkur tvær drösla svefnsófa og öllu litla draslinu sem hún keypti inn og út úr bílnum hennar Alexöndru og hvað þá bera þetta. Við tókum okkar tíma og láum oft í hláturskasti yfir fíflaganginum í okkur. Þetta reddaðist þó, við vorum sterkar og náðum að bera allt upp og koma því fyrir á sinn stað.

Áður en Alexandra keyrði mig heim stoppuðum við í mexíkósku handtöskupartýi. Já, hvorki meira né minna. Þetta var nákvæmlega eins go það hljómaði. Stelpur sem voru að selja mexíkóskar handtöskur í íbúðinni sinni. Handtöskur með málaðar myndir af Fridu Kahlo og mexíkóskum öndum (beinagrindum, nett óhugnalegar). Við stoppuðum í smástund og svo skutlaði hún mér heim. Áhugaverður dagur.

2 1/2 ár


Á mánudaginn var ég og Lumi búin að vera saman í hvorki meira né minna en 2 1/2 ár.
Tíminn líður svaka hratt. Við eigum eftir að halda upp á það þó.

Þetta voru helstu fréttirnar... læt heyra í mér seinna :P

Tuesday, February 06, 2007

Synt í Vín

Fór loksins í sund hér í Vín. Langaði alltaf en vissi ekki hvar það var. Svo þegar Hulda, íslensk stelpa, vantaði félagsskap í sund, gat ég ekki neitað. Við hittumst í Floridsdorf og röltum smá stund þar til við komum að staðnum. Leit ekki það illa út að utan. Við borguðum 4 evrur (fyrir fjóra tíma) og röltum inn.

Aðstaðan í búningsklefanum var mjög fín. Minnsti á laugardalslaugina, þar sem við fengum eigin skápa. Nema hvað við forum úr fötunum og tökum sundfötin með okkur. Svo sjáum við stelpu í sundfötunum fara í sturtu. Þá kom moment…. Hik á okkur báðum. Við litum á hvor aðra og sögðum “kannski við ættum að fara í sundfötin bara til öryggis.” Því við höfðum báðar lent í því einhvern tímann að það væru sameiginlegar sturtur. En allt kom fyrir ekkert. Sér sturtur fyrir stelpur og allt í fína. Við tökum handklæðin okkar með og hárnæringu nema finnum engan stað til að setja það. Ég lít á hanka, benti á hann og við skildum dótið eftir þar.

Svo var að finna sundlaugina. Við þurftum að ganga niður stiga (og gátum meira að segja tekið lyftu) til að fara í sjálfa sundlaugina. Við komum loks á staðinn og vá hvað þetta minnti á sundhöllina. Við tókum smá sundsprett, lögðumst svo á bekk og spjölluðum og svo var farið í heitu barnalaugina. Við komum loks upp úr lauginni og komum aftur í klefann, nema hvað….handklæðin og hárnæringin horfin. Við gátum ekki annað en hlegið og forum að hugsa um hvað ætti að gera næst. Við forum niður og spurðum sundvörðinn en hann benti á aðra. Við loksins fundum rétta manneskju og hún hafði sett þetta í skáp inni, svona tapað-fundið. Leit skringilega á okkur þar til ég notaði útlendinginn á þetta, “wir kommen von Island” og þá kom bros á vör hennar. Við klæddum okkur og forum svo út.

Svo gerðum við týpískt íslenskt. Eftir að hafa farið í sund, verið heilsusamlegar, þá forum við á Mcdonalds til að fá okkur að borða. Óheilsa dauðans. Við komum svo við hjá mér, horfðum á Sleepless in Seattle og svo hélt Hulda á heimleið. Svaka skemmtilegur dagur.

Monday, February 05, 2007

Partý, partý, partý



Webster party var haldið á báti í þetta sinn með titlinum “Webster pops the cork.” Á leið til steffi í fyrirpartý ákvað ég að kíkja á ástina mína sem er á fullu að vinna hjá soho. Svo fór ég í fyrirpartý þar sem ég og Ligia hittumst hjá Steffi og héngum þar. Ég tók yfir tónlistina og setti á Steedlord og Trabant til að setja rétta stemmningu auk pink og aguileru. Það var rosa huggulegt og kynntumst við Steffi mjög vel. Íbúðin hennar er geggjuð. Er hjá Schwedenplatz, varla fimm mínutur frá Stephansplatz (miðbænum), er með allt inn í sem mig vantar og svaka flott útsýni. Ég bauðst til að fá íbúðina ef hún flytti burt,hehe.

Eftir partýið tókm við leigubíl á Schiffzentrum, nálægt Handelskai. Þar birtist okkur svaka stórt hvítt skip með limmósínum fyrir framan, rauðan dregil og ljós út um allt. Svaka glamúr. Mér fannst eins og ég væri mætt á óskarinn. Það var svaka snjóbylur úti en þrátt fyrir það komu 400 manns. Báturinn lagði af stað um 12 en margir voru mættir fyrir það. Það var siglt í fjóra tíma og þar sem mér líkaði ekki tónlistin ákvað ég að nota tímann og taka myndir og spjalla við folk úr skólanum og hanga með Ligiu og Steffi. Ég fór um fjögur leytið þar sem fólkið sem ég fór með (sem býr í byggingunni minni) vildi vera aðeins lengur. Fyndið, þegar við forum út var svakalegur kuldi, snjór og hálka á götunum. Meðan í öllum öðrum heyrðist “brrr” og nöldur út af kuldanum, leit ég í kringum mig og sagði “reminds me of home”

Myndirnar sem ég tók úr partýinu eru á nemendafélagssíðunni
www.wuvsc.at



Íslendingadjamm, fór til alexöndru og hitti þar ósk og helgu (nýjustu íslendingana) og við forum í drykkjuleik og hlustuðum á góða tónlist. Svo héldum við okkar leið á bjórkvöld Íslendingafélagsins. Við stoppuðum þó stutt við, rétt heilsuðum upp á liðið, fengum okkur gómsætar franskar og kók og forum svo á kaiko club. Þrátt fyrir ágæta tónlist á Kaiko þá var allt troðfullt af litlum krökkum og þegar maður er 21 árs og finnst maður gamall þá er e-h að, að mínu mati svo við forum út. Stelpurnar héldu leið sína á Charlie ps en þar sem það var styttra að taka leigubíl frá kaiko þá gerði ég það.

Annars hef ég verið svakallega týnd eitthvað. Ekkert vitað hvað mig langaði að gera í framtíðinni og hvað ég væri að gera. Mér er búið að leiðast eitthvað svo mikið í skólanum og því fór ég að pæla í hvort þetta væri rétta námið fyrir mig, eða hvort ég væri að eyða peningum og tíma í ekkert. En kannski er þetta bara eðlilegt. Kannski er ég kominn á þann aldur þar sem allar þessar spurningar umkringja huga manns.