Tuesday, February 13, 2007

Helstu fréttir

Hætti í "Marketing"
Ástæða: Kennarinn var ömurlegur og þetta var of mikið fyrir mig. Tíu kaflar, 500 bls fyrir miðannarpróf.Auk þess sem kennarinn neitaði að útskýra fyrir mér spurningar á prófinu. Sagði að við værum í háskóla og ættum ekki að þurfa þess og fór að bögga mig því ég skyldi ekki spurningu sem við fórum yfir í tímanum þar á undan.

Hafði lesið alla kaflana, glósað helsta úr þeim, skrifað samantektirnar og lært til klukkan fjögur um nóttina. Var svo reið í prófinu að ég kláraði prófið, strunsaði út og endaði hjá námsráðgjafanum hágrátandi og bað um að hætta í kúrsnum. Það er ekki þess virði að vera í kúrs sem lætur þér líða illa.

Vienna Review kom út


Átti eina grein, um "samkynhneigð í Austurríki". Var það áhugaverð að það var vitnað í hana á forsíðunni. Svo sagði Alexandra mér að í tímanum hennar "Feature writing" hefði verið sýnt greinin og kennarinn dáðist að henni. Kennarinn vinnur hjá Der Standard (virtu austurrísku dagblaði) og er deildarstjóri fjölmiðlafræðideildarinnar. Alltaf gaman að heyra að fólk sé að lesa greinarnar manns og hvað þá dást að þeim.

Sleepover hjá Alexöndru

Í tilefni þess að Alexandra var að fá nýja íbuð fór ég, Ligia og önnur stelpa til hennar og fögnuðum með henni. Íbúðin var rosa hugguleg, er í miðbænum, rétt hjá naschmarkt og hefur 2 svefnherbergi, baðherbergi og eldhús. Við hlustuðum á tónlist, fengum okkur að borða og ég kynnti þeim fyrir One Tree Hill. Alveg ótrúlegt að enginn þekki það. Hér er bara O.C. Þeim líkaði vel við og svo sofnuðum við allar, enda dauðþreyttar eftir vikuna.

Ikeaferð

Þegar fólk flytur inn er eitt það fyrsta sem þau gera er að fara í Ikea. Svo Alexandra dróg mig þangað á laugardaginn og var það nett fyndið að sjá okkur tvær drösla svefnsófa og öllu litla draslinu sem hún keypti inn og út úr bílnum hennar Alexöndru og hvað þá bera þetta. Við tókum okkar tíma og láum oft í hláturskasti yfir fíflaganginum í okkur. Þetta reddaðist þó, við vorum sterkar og náðum að bera allt upp og koma því fyrir á sinn stað.

Áður en Alexandra keyrði mig heim stoppuðum við í mexíkósku handtöskupartýi. Já, hvorki meira né minna. Þetta var nákvæmlega eins go það hljómaði. Stelpur sem voru að selja mexíkóskar handtöskur í íbúðinni sinni. Handtöskur með málaðar myndir af Fridu Kahlo og mexíkóskum öndum (beinagrindum, nett óhugnalegar). Við stoppuðum í smástund og svo skutlaði hún mér heim. Áhugaverður dagur.

2 1/2 ár


Á mánudaginn var ég og Lumi búin að vera saman í hvorki meira né minna en 2 1/2 ár.
Tíminn líður svaka hratt. Við eigum eftir að halda upp á það þó.

Þetta voru helstu fréttirnar... læt heyra í mér seinna :P

1 comment:

EggertC said...

Gott að allt gengur vel Anna mín.

Bestu kveðjur frá Glasgow.
Pabbi