Fór loksins í sund hér í Vín. Langaði alltaf en vissi ekki hvar það var. Svo þegar Hulda, íslensk stelpa, vantaði félagsskap í sund, gat ég ekki neitað. Við hittumst í Floridsdorf og röltum smá stund þar til við komum að staðnum. Leit ekki það illa út að utan. Við borguðum 4 evrur (fyrir fjóra tíma) og röltum inn.
Aðstaðan í búningsklefanum var mjög fín. Minnsti á laugardalslaugina, þar sem við fengum eigin skápa. Nema hvað við forum úr fötunum og tökum sundfötin með okkur. Svo sjáum við stelpu í sundfötunum fara í sturtu. Þá kom moment…. Hik á okkur báðum. Við litum á hvor aðra og sögðum “kannski við ættum að fara í sundfötin bara til öryggis.” Því við höfðum báðar lent í því einhvern tímann að það væru sameiginlegar sturtur. En allt kom fyrir ekkert. Sér sturtur fyrir stelpur og allt í fína. Við tökum handklæðin okkar með og hárnæringu nema finnum engan stað til að setja það. Ég lít á hanka, benti á hann og við skildum dótið eftir þar.
Svo var að finna sundlaugina. Við þurftum að ganga niður stiga (og gátum meira að segja tekið lyftu) til að fara í sjálfa sundlaugina. Við komum loks á staðinn og vá hvað þetta minnti á sundhöllina. Við tókum smá sundsprett, lögðumst svo á bekk og spjölluðum og svo var farið í heitu barnalaugina. Við komum loks upp úr lauginni og komum aftur í klefann, nema hvað….handklæðin og hárnæringin horfin. Við gátum ekki annað en hlegið og forum að hugsa um hvað ætti að gera næst. Við forum niður og spurðum sundvörðinn en hann benti á aðra. Við loksins fundum rétta manneskju og hún hafði sett þetta í skáp inni, svona tapað-fundið. Leit skringilega á okkur þar til ég notaði útlendinginn á þetta, “wir kommen von Island” og þá kom bros á vör hennar. Við klæddum okkur og forum svo út.
Svo gerðum við týpískt íslenskt. Eftir að hafa farið í sund, verið heilsusamlegar, þá forum við á Mcdonalds til að fá okkur að borða. Óheilsa dauðans. Við komum svo við hjá mér, horfðum á Sleepless in Seattle og svo hélt Hulda á heimleið. Svaka skemmtilegur dagur.
1 comment:
Já, það er sinn siðurinn í hverju landi. Gott hjá ykkur að prófa þetta og alltaf lærir maður eitthvað nýtt :-)
Post a Comment